Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 37 Hárrisull horna- blástur TONLIST Háteigskirkja LÚÐRATÓNLEIKAR Henri Tomasi: Fanfares Liturg- iques; Einar Jónsson: Dauðasynd- irnar sjö (frumfl.). Lúðraflokkurinn Serpent u. stj. Kjartaus Óskarsson- ar. Sunnudaginn 29. apríl kl. 17. ÞAÐ var brassveizla í lagi sl. sunnudag þegar látúnssveitin unga, Serpent (væntanlega í höfuðið á hlykkjóttum fyrirrennara túbunnar), stillti upp til blásturs í einhverjum bezt hljómandi lúðrasal höfuðborgar landsins, Háteigskirkju, með 16 málmblásturshljóðfæri auk pákna og þriggja í slagverki. 5 voru á trompet og flygilhorn (hví ekki „væng- horn“?), 4 á valdhorn og 4 á básúnu, auk barýtonhorns (evfóníums eða fríðhoms) og tveggja túbna. Tvö verk voru á skrá, „Peccatum Cardin- ali“, nýsmíðuð svíta Einars Jónsson- ar og verk eftir Henri Tomasi. Verk Einars, sem jafnframt lék á básúnu í sveitinni, var býsna mikið að vöxtum, um 3 kortér; trúlega með lengstu íslenzku nútímalúðraverkum í þeirri að vísu fremur þröngfeðmu grein. Upplagið var sannkallaður gersemisfundur tónskáldi í leit að innblæsu prógrammi: hinar sjö dauðasyndir kaþólskra - matgræðgi, leti, ágirnd, öfund, dramb, losti og heift - eða nánar tiltekið allegórísk- súrrealísk myndaröð endurreisnar- málarans Hieronymusar Bosch um fyrrgetin herlegheit. Mér er ekki kunnugt um neitt annað íslenzkt verk út frá þessu skemmtilega „for- riti“, en nánari eftirgrennslan leiðir í ljós a.m.k. tvö erlend, Die sieben Todsúnden eftir Weill og yngra verk eftir hinn bandaríska Robert Beaser, The Seven Deadly Sins. Annað væri líka einum of gott til vera satt. Einar hóf stykkið með rörklukkus- lætti og harmþrungnu útfararstefi í inngangi, „introitus", er snerist upp í dómsdagsstemmningu um miðbik og síðan niður aftur í fnnebre-anda, áð- ur en kom að íyrstu syndinni, „Glutto". Fylgdu síðan hinar eftir koll af kolli, nema hvað Áginid og Öf- und var steypt saman, enda náskyld- ir kumpánar, og endaði, mjög viðeig- andi, með „Paenitentia“, iðrun, sem coda. Of langt mál yrði að rekja þætt- ina í þaula, enda víða komið við og hugmyndaauðgin töluverð, þó að ekki væri allt jafnauðtengjanlegt við viðkomandi yfirskrift. Nefna mætti þó hægt-brokkandi tregðulögmál Sýningu lýkur i8, Gallerí Ingólfsstræti 8 Sýningu bresku listakon- unnar Catherine Yass í i8 lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru ljósmynd- ir í ljósakössum teknar í fangelsi í Birmingham og eru þær unnar með sérstakri tækni. Catherine Yass er í hópi þeirra ungu bresku lista- manna sem hafa vakið athygli í listheiminum undanfarið og hefur hún hlotið fjölda viður- kenninga fyrir verk sín, nú síðast írsku Glen Dimplex- verðlaunin. Leti-þáttarins með kómískum túbu- og bassabásúnuvindgangi á botni tónsviðsins og óvæntri notkun á Ár vas alda þjóðstefinu, fyiir utan frygðarlegt básúnusóló Losta-þáttar (leikið af höfundi sjálfum). Þótt byggt væri að mestu á tónölum grunni, bærðu margskonar stílbrigði á sér, þ.ám. fjöltónalítet. Heyra mátti þéttskrifaðan kanon á a.m.k. einum stað og „kaótíska" fjölkóra- tækni, sem ásamt latneskum begu- ine-rytma á congas í síðustu þáttum minnti mann iðulega á aðra kunna Bosch-mynd, nefnilega af Helvíti. Vel var þó frá flestu sloppið miðað við stuttan tónsmíðaferil og eðlilega leitandi hugarfar, og með smágrisjun á stöku stað og þéttun á öðrum gæti verkið vafalítið enzt áfram á hérlend- um vettvangi og jafnvel víðar. Hljómsveitin átti marga góða spretti, en hefði trúlega mátt æfa einstaka staði aðeins lengur. Seinna verkið var eftir hið heldur fáheyrða franska tónskáld Henri Tomasi (1901-71). „Fanfares Litur- giques“ frá 1952, sem þýða mætti sem Helgihaldslúðraköll, var í fjór- um þáttum og eins og fyrra verk dag- skrár samið út frá hjátónrænni for- skrift, nefnilega boðun Maríu (Annonciation), fagnaðarerindisins (Evangeli), endaloka tímans (Apocal- ypse - auknefnt Scherzo[!]) og þraut- argöngu Krists að Golgata. Það hafa örugglega verið samin framsæknari lúðraverk en þetta, en varla myndrænni, áhrifameiri og betur skrifuð fyrir miðilinn. Lita- auðgin var hreint með ólíkindum, og keyrði nærri um þverbak í síðustu tveim þáttum, sem fengu - bókstaf- lega - hárin til að rísa á höfði manns. Fyrst með ógnvekjandi dómsdagsm- ars sem snerist yfir í fimmskipta grótesku, og svo, í lokaþætti, með átakanlegustu Via Dolorosa-músík sem hugsazt getur. Minnist undirrit- aður ekki að hafa heyrt aðra eins lát- unslýsingu á krossburðinum, að meðtöldum sjón- og heyrnáreitum stórmynda eins og The Robe og Quo Vadis?, og með öllu óskiljanlegt hvernig mógúlar Hollywoods skuli hafa getað misst af slíkri snilld. Serpent-félagar virtust vera sama sinnis og léku eins og þeim lægi líf og sálarheill við. Nema það hafi verið kraftmikil og markviss stjórn Kjart- ans Óskarssonar sem gerði útslagið. Undir öllum kringumstæðum var þetta tónlistarupplifun sem eftir sat, og er vonandi fleiri slíkra að vænta, meðan þeim köppum er ekki allur vindur skekinn úr æðum. Ríkarður Ö. Pálsson Stutt- mynda- dagar að hefjast UMSÓKNARFRESTUR fyrir Stuttmyndadaga í Reykjavík renn- ur út 6. maí en Stuttmyndadagar verða haldnir í Tjamarbíói dagana 26., 27. og 28. maí nk. Öllum er heimil þátttaka í keppninni. Tekið er á móti myndum hjá Kvik- myndasjóði Islands, Túngötu 14 í Reykjavík, alla virka daga frá 10- 17 hjá Sigríði Jónsdóttur. Fyrir hverja mynd þarf að fylla út sér- stök eyðublöð sem þar fást, einnig er hægt að sækja um á netsíðu kvikmyndasjóðs: www.iff.is. Vortónleikar Skagfirsku söngsveitar- innar SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík heldur vortónleika sína í Langholtskirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 og laug- ardaginn 6. maí kl. 17. Fluttir verða dúettar, óperettur og óperukórar eftir Fr. Lehár, G. Verdi og R. Wagner, auk innlendra og erlendra kórlaga. Einnig verða frumflutt tvö ný lög eftir söngstjóra kórsins, Björgvin Þ. Valdimarsson, við texta eftir Bjarna Stefán Konráðsson og mun Helga Þóra Björgvinsdóttir leika einleik á fiðlu í öðru þeirra. Einsöngvarar með kórnum eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson tenór. Und- irleikari er Sigurður Marteinsson. Kórinn heldur einnig tónleika í Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 10. maíkl. 20.30. Skagfirska söngsveitin. QUELLE mSmDAU/EGI2 KÓPAVOGI, S: 564 2000 •5. Peysudagar Allar peysur þessa viku ákr. 1.290,- í Armúla 23 SÍÐUSTU DAGAR Þrjú verö: kr. 495, 995 og 1.995 Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 10-16 Skór frá Skæði og Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.