Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri fer fyrir sendinefnd sem heimsækir Seattle í Bandaríkj unum Arangursrík og ánægju- leg ferð í alla staði INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir að ferð sín til Seattle í Bandaríkjunum hafí gengið mjög vel og verið árang- ursrík og ánægjuleg í alla staði. Borgarstjóri fer fyrir sendinefnd skipaðri fulltrúum frá Reykjavíkur- borg, Landafundanefnd og íslensk- um fyrirtækjum á sviði sjávarút- vegs, hátaekni, fjarskipta og samgangna. Ingibjörg Sólrún sagði að dag- skrá heimsóknarinnar hefði verið þétt skipulögð. Þau væru búin að hitta fulltrúa fyrirtækja og borgar- yfírvöld að máli, auk þess sem skól- ar og fyrirtæki hefðu verið heim- sótt. Meðal annars hefðu þau setið reglulegan borgarstjórnarfund í Seattle, auk þess sem fundað hefði verið sérstaklega um skipulagsmál. Það málefni væri í brennidepli í Seattle, en borgin hefði vaxið mjög ört líkt og Reykjavík og mönnum þar væri mjög umhugað um það líkt og okkur Islendingum að ganga ekki of nærri náttúrunni og um- hverfinu. Þannig væri verið að reyna að taka á mikilli notkun einkabflsins með því að skipuleggja almenningssamgöngur í auknum mæli í borginni. Islenska sendinefndin hélt sér- staka móttöku á Sheraton hótelinu í Seattle á mánudag og sagði Ingi- björg Sólrún að mikil ánægja væri með þá móttöku, en þar hefðu mætt um 200 manns og komist á góð sam- bönd við fyrirtæki og opinbera aðila á þessu svæði. Þeim finnist því að þessi útrás til Seattle hafí heppnast vel. Samfélagið þarna væri mjög öflugt, mikiJ gróska í atvinnulífi og eftir miklu að slægjast hvað varðaði bæði ferðaþjónustu og samskipti við öflug fyrirtæki eins og Boeing og Microsoft sem hefðu höfuðstöðvar Reuters Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræðir við Borge Boeskov, framkvæmdasljóra hjá Boeing, í móttöku á Sheraton-hótelinu á mánudag, en hann er af íslenskum ættum. sínar þar, auk þess sem útgerð væri öflug í Seattle og þar væri önnur stærsta vöruflutningahöfn í Banda- ríkjunum. „Það hefur verið mjög ánægju- legt að koma hérna og ná þessum tengslum bæði við fyrirtæki og yfír- völd hér í Seattle vegna þess að okkur finnst að hér séu sóknarfæri. Það skiptir miklu máli að hafa þessi persónulegu sambönd. Þau hefur vantað, því þó Reykjavík og Seattle hafi verið vinaborgir frá árinu 1986 hafa samskiptin verið lítil sem eng- in til þessa,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hátíðahöld vegna sumardagsins fyrsta Hún sagði að talsvert mikið væri um fólk af íslensku bergi brotið í Seattle og þar væri virkt íslend- ingafélag. Mikilvægt væri að halda sambandi við þetta fólk og rækta samskipti við það. Hún hefði til dæmis verið viðstödd hátíðahöld vegna sumardagsins fyrsta á sunnudaginn var, sem Islendingafé- lagið hefði staðið fyrir, en það héldi þessum sið og þar hefði meðal ann- ars verið sýndur leikþáttur um Ferðir Guðríðar. Þar hefði hún hitt margt af því fólki sem væri af ís- lenskum ættum á þessu svæði. Sambioin Samið við nýjan stór- mynda- framleið- anda ARNI Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, hefur gert samn- ing til þriggja ára við kvik- myndafyrirtækið Hyde Park Entertainment um sýningarrétt á myndum, sem fyrirtælrið di'eifir. Arni sagði í samtali við Morg- unblaðið gær að hann hefði náð samningi um sýningarrétt á myndum fyrirtælrisins á fund- um í Los Angeles í Bandaríkj- unum í síðustu vilcu. „Þetta er stórt fyrirtæki, sem var verið að stofna hér úti,“ sagði Árni. „Menn eru búnir að komast að þeirri niðurstöðu að það borgar sig ekki að gera mik- ið af þessum svokölluðu litlu myndum og vilja frekar hafa þær stórar og framleiða færri. Þetta fyrirtælri er að fara út í það að semja við stóru fyrirtæk- in um dreifingu sinna mynda í Bandaríkjunum, en semja sjálf- ir um dreifingu í Evrópu og ann- ars staöar utan Bandaríkjanna." 10 myndir í framleiðslu Ashok Amritraj og David Hoberman, sem áður var yfir- maður Touchstone hjá Walt Disney, stofnuðu Hyde Park fyrir átta mánuðum og eru þeg- ar komnir með tíu myndir, sem frumsýndar verða á næsta ári, í framleiðslu. Ein þeirra er myndin „Útlagar“ með Bruce Willis og Billy Bob Thomton í leikstjóm Barrys Levinsons. Greint var frá því í blaðinu Variety í liðinni viku að Hyde Park hefði undanfama mánuði einnig gert dreifingarsamninga við mörg lyrirtælri. 14 ár síðan fyrsta hjartaaðgerðin var gerð hér á landi Var aldrei smeykur við að vera sá fyrsti LANDSSAMTÖK hjarta- sjúklinga hefja á morgun merkjasölu undir kjörorð- inu „Efium endurhæfingu - tökum á, tækin vantar“. Merkjasalan stendur í þrjá daga og verður ágóðanum einkum varið til að styrkja endurhæfingarstöðvar um allt land. I gær héldu landssam- tökin átaksfund vegna merkjasölunnar og meðal þeirra sem ávörpuðu fund- inn var Valgeir G. Vil- hjálmsson, fyrsti sjúkling- urinn sem gekkst undir hjartaaðgerð hér á landi. Aðgerðin var gerð í júní árið 1986, þegar Valgeir var 62 ára gamall. Nú, fjórtán árum síðar, er hann enn við góða heilsu, býr ná- lægt Vatnsenda og gengur daglega um hálftíma leið í Breiðholtslaugina, þar sem hann syndir nokkur hundr- uð metra áður en hann gengur aftur heim. Auk þess spilar hann brids tvisvar í viku með félögum sínum. Hann segir að eftir aðgerðina geti hann skammast yfir vondum spilum án þess að fá fyrir hjartað! Valgeir var lagður inn á Borg- Morgunblaðið/Golli Valgeir G. Vilhjálmsson, fyrsti sjúklingurinn sem gekkst undir hjartaaðgerð hér á landi, ásamt konu sinni, Önnu D. Magnúsdóttur. arspitalann með kransæðastíflu i upphafi árs 1986 og kom í fljót- lega í ljós að hann þyrfti að gangast undir opna hjarta- aðgerð. „Mér var sagt að von væri á nýjum tækjum hing- að og ég var spurður hvort ég vildi vera sá fyrsti til að fara í slíka aðgerð hér,“ segir Valgeir. Hann segist aldrei hafa verið smeykur við að vera sá fyrsti, enda hafi hann treyst læknum sínum mjög vel. Hann hafi hugsað með sér að þeir hlytu að vanda sig með fyrstu aðgerðina, en segir að hann og læknar hans hafi oft hlegið að þeirri hugmynd hans síðan. Valgeir segist hafa verið nokkuð fljótur að ná sér eftir aðgerðina á sinum tíma. Spá Þórarins Arnórs- sonar, læknisins sem skar hann upp, um að hann yrði farinn að ganga á fjöll mán- uði eftir aðgerðina hafi í það minnsta ræst, því hann hafi farið í fjallgöngu í lok júlímánaðar sama sumar. Við athöfnina í gær af- henti Valgeir fyrstu merkin hjartalæknunum Herði Al- freðssyni og Þórarni Arn- órssyni, en þeir gerðu aðgerðina á honum fyrir 14 árum. Övissuferðir vin- sælar eftir sam- ræmdu prófín SAMRÆMDUM prófum í 10. bekk lýkur í dag og af því tilefni hafa skólar og foreldrafélög í vaxandi mæli boðið unglingum í 10. bekk upp á skipulögð ferðalög til að fagna þessum tímamótum í lífi þeirra. Undanfarin ár hefur borið nokk- uð á því að nemendur haldi í mið- bæinn eða í Kringluna til að hittast og hanga eftir að samræmdu próf- unum lýkur og oft hefur neysla áfengis fylgt með í kjölfarið. Til þess að bregðast við þessum vanda er nú krökkum í allmörgum skólum boðið í svokallaðar óvissuferðir strax að loknum prófum, og hefur það færst nokkuð í vöxt undanfarin ár. Loftui’ Magnússon, skólastjóri Setbergsskóla í Hafnarfirði, segir að foreldrafélag skólans standi fyrir óvissuferð og að farið verði af stað eftir hádegi í dag. „Og ég veit ekki annað en að það sé mikill spenning- ur hjá krökkunum að fara með. Málin voru komin útí algjöra vitleysu Eg var einmitt á fundi með skólastjórum þriggja annarra skóla og það verður farið í ferðalög í þeim öllum. Einn skóli er reyndar með vorferðina á þessum tíma, en það eru foreldrafélögin í hinum skólunum sem standa fyrir dags- ferðum. Þetta er nauðsynlegt, enda voru þessi mál komin út í algera vitleysu." Haraldur Finnsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, segist mjög oft hafa lagt til við foreldra sinna nem- enda að próflokin væru sérlega gott tilefni til að bjóða börnunum út að borða. Skólinn býður síðan nem- endunum í ferðalag daginn eftir síð- asta próf, sem er vorferðalag á veg- um skólans. Foreldrafélag skólans hefur staðið íyrir foreldrarölti í vet- ur og hefur verið með auka viðbún- að um kvöldið að loknum prófum. Foreldrar haldi upp á tímamótin með börnunum „En ég mæli mest með því að foreldrarnir haldi upp á þessi vatnaskil með börnunum sínum, mér finnst að krakkarnir eigi það skilið." Af hálfu lögreglunnar í Reykja- vík verður viðbúnaður vegna próf- lokanna, ekki eingöngu síðasta prófdaginn heldur einnig um næstu helgi. Að sögn lögreglunnar verður unglingadrykkja ekki liðin í umdæminu og öllu áfengi hellt nið- ur sem finnst á unglingum. Verði unglingar uppvísir að drykkju á al- mannafæri verða forráðamenn þeirra látnir vita og þeir beðnir um að sækja börn sín á lögreglu- stöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.