Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tökum ’ afstöðu „ÍSLAND er óað- skiljanlegur hluti al- þjóðasamfélagsins og á að taka þátt í athöfnum þess á jafnréttisgrund- velli. Islendingar eru Evrópuþjóð og eiga heima í samfélagi lýð- ræðisþjóða Evrópu. Þannig ber stjómvöld- um að sækja um fulla "^aðild að Evrópusam- bandinu, stærsta og öflugasta lýðræðis- bandalagi heims.“ Svo hljóðar ályktun sem Félag frjálslyndra jafnaðar- manna hefur sam- þykkt og sent til meðferðar á lands- fundi Samfylkingarinnar, sem haldinn verður nú síðar í vikunni. Löngu tímabær skýrslautanríkis- ráðherra um stöðu Islands í Evrópusamstarfi, þar sem farið er yfir kosti og galla aðildar á greini- legan og hlutlausan hátt, markar í raun endalok þeirra vangaveltna sem hafa verið uppi um málið. Fram v>'.ið þessu hefur ómálefnalegur mál- flutningur og vanþekking í bland við vísvitandi rangfærslur tröllriðið um- ræðunni um stöðu íslands í Evrópu. Skýrslan er þannig tæki til að blása burt þeim reyk sem lýðskrumarar hafa notað við að hylja málið. Ekki er lengur unnt að fela sig bak við upplýsingaskort. Kominn er tími til að láta af málþófinu og taka afstöðu. Fiskirí er ekki fyrirstaða Deilur um aðild íslands að ESB hafa fram að þessu að mestu snúist *tím fiskirí. Andstæðingar aðildar hafa haldið því fram að Island gæti aldrei sætt sig við fiskveiðistefnu sambandsins. Þeir hafa sagt að með aðild myndum við missa yfiiTáð yfir auðlindinni. Þeir hafa heldur ekki verið tiúaðir á samningaleiðina í þeim efnum. Talsmenn aðildar hafa hins vegar haldið fram hinu gagn- stæða og umræðan hefur gengið í endalausa hringi. Skýrsla utanríkis- ráðherra heggur á þann hnút sem málið var komið í. Stóru tíðindin eru þau að það er nánast ekkert í sjávar- útvegsstefnu ESB sem íslendingar geta ekki sætt sig við. Skoðum málið nánar: Skýrslan varp- ar ljósi á þá staðreynd að þrátt fyrir að við ESB-aðild yrði hið formlega ákvarðana- vald um heildarkvóta hjá ráðherraráðinu mun Island fá úthlutað kvótanum í fiskveiði- lögsögu Islands. Og þar sem leyfilegur heildarkvóti sem ESB ákveður er jafnan hærri en Island leyfir kemur það í hlut ís- lenskra stjórnvalda að ákveða endanlega þar um. Skýrslan staðfest- ir ennfremur að ís- lendingar geta eftir sem áður beitt eigin aðferðum við stjórn fiskveið- anna. Skuldsetning vs. fjárfesting Samkvæmt íslenskum lögum mega erlendir aðilar ekki fjárfesta í ESB Fram að þessu, segir Eiríkur Bergmann Ein- arsson, hefur ómálefna- legur málflutningur og vanþekking í bland við vísvitandi rangfærslur tröllriðið umræðunni ---------------7------------ um stöðu Islands í Evrópu. íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um. I skýrslunni er réttilega bent á að það samræmist ekki stefnu ESB. Þannig er ályktað að við inngöngu í sambandið yrðum við líklega að láta af þeirri kröfu. Það má svo sem vera að slík undanþága yrði torsótt, en þó má benda á að öll aðildarríkin hafa í samningaviðræðum fengið undan- þágur fyrir grundvallarhagsmuna- mál sín. Danir hafa ennfremur feng- ið varanlega undanþágu sem er af svipuðu meiði. Þar mega ekki aðrir Eiríkur Bergmann Einarsson Vínveitingastaður Til sölu einn þekktasti vínveitinga- og skemmtistaður borgarinnar. Er á einum besta stað í Reykjavík þar sem umferðin er mest. Ein- göngu vínveitingar, ekki matsala. Mikil velta sem hægt er að stór- auka. Selst á mjög sanngjörnu verði af sérstökum ástæðum. Hafið samband strax. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Verktakafyrirtæki Til sölu er sjálfstæður bíll með 30 feta trailer með tonnmetra krana. Sjálfstæð dæla 1000 bör með 130 I pr. 350 hestöfl Man diesel. Fullt af aukahlutum fylgja, byssur, stútar og slöngur. Krafturinn er svo mikill að hann brýtur steinsteypu. Mannkarfa fylgir einnig með. Næg verkefni og fastir stórir viöskiptavinir. Sami eigandi 110 ár. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRIMSSON. en danskir ríkisborgarar festa fé í tilteknum sumarbústaðarlöndum. Einnig er kveðið á um það í fiskveiðistefnu ESB að útgerðar- menn skuli hafa raunveruleg og efnahagsleg tengsl við það land sem þeir gera út frá, og hefur það tíðum verið notað til að hindra erlent eign- arhald. Ennfremur segir að aðildar- ríkin geti gert ráðstafanir til vernd- ar og stjórnunar á auðlindum á miðum sem þau hafa yfirráðarétt yf- ir. Reyndar að því tilskildu að þær taki eingöngu til staðbundinna stofna sem einungis fiskimenn frá hlutaðeigandi aðildarríki hafa hag af. Ekki fæst betur séð en þetta eigi einmitt við um Island. Á hinn bóginn má einnig halda því fram að bann við erlendum fjárfest- ingum sé kannski ekki skynsamleg- asta tilhögun sem völ er á. Það hlýt- ur að teljast vafasöm hagfræði að heimila skuldsetningu sjávarútvegs- fyrirtækja með erlendu lánsfé en meina þessum sömu fyrirtækjum að njóta erlendrar fjárfestingar. Bestu lífskjör í heimi Með auknu frjálsræði í viðskipt- um hefur Evrópusambandið á nokkrum áratugum orðið að stærsta efnahagssvæði heims og lífskjör íbúa þess eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Þetta hefur leitt af sér gríðarlega aðsókn Evrópuríkja að klúbbnum og inn- ganga í ESB hefur reynst öllum að- ildarríkjunum mikið heillaspor. Ekkert þeirra vill út úr sambandinu og 14 ríki bíða nú inngöngu. Með EES-samningnum fengu íslensk fyrirtæki að hluta til frjálsan að- gang að svæðinu, en þó með veru- legum undantekningum, sem enn hindra viðskipti milli Islands og ESB. I raun dæmir EES-samning- urinn Island til að leika í annarri deild í Evrópusamstarfi. Það verður ekki fyrr en íslensk fyrirtæki fá að leika í fyrstu deild sem ávinningur Evrópusamvinnunnar skilar sér að fullu inn í íslenskt efnahagslíf. Átta-fimm Samkvæmt skýrsju utanríkisráð- herra myndi aðild íslands að ESB kosta 7-8 milljarða. Þar er þó gert ráð fyrir að 5 milljarðar komi til baka í formi landbúnaðarstyrkja. Annar fjárhagslegur ávinningur er ekki inni í þeim tölum. Til að mynda hefur þátttaka Islands í rannsókna,- mennta- og menningaráætlunum ESB þegar skilað miklum fjármun- um inn í íslenskt efnahagslíf. Fleira má tína til: Þrátt fyrir EES-samn- inginn eru enn allt að 20 prósent tollar á fullunnum íslenskum sjáv- arafurðum inni í ESB. Þetta hefur leitt af sér að íslenskir aðilar hafa frekar einbeitt sér að frumvinnslu í stað fullvinnslu, auk þess sem dæmi eru um að hérlendir fullvinnsluað- ilar séu nú að færa starfsemi sína frá íslandi og til ESB-ríkja sökum þessa. Ennfremur eru hagspekingar sammála um að þátttaka í peninga- málastefnu ESB myndi samstundis leiða af sér 2 prósenta vaxtalækkun. Hingað til hefur menn munað um minna. Enn er ónefndur sá mikli ávinningur fyrir íslenska neytendur að þeir sæju fram á stórlækkað mat- vælaverð. Að lokum ber þess að geta að að- ild að ESB snýst ekki eingöngu um efnahagsmál, heldur er samstarfið ekki síður mikilvægt á sviði menn- ingar-, mennta- og félagsmála. Höfundur er formaður Félags frjálslyndrajafnaðarmanna. Bokhaldskerfi C7I KEBFISÞROUN HF. http://www.kerfisthroun.is/ V erkefni stéttarfélaga á nýrri öld LEIÐARAHOFUNDAR Morg- unblaðsins hafa gott lag á því að koma manni á óvart þegar þeir fjalla um verkalýðsmál, þar virðist fákunnátta um verkalýðshreyfing- una og jafnvel ósk- hyggja oft ráða ferð- inni. I leiðara í blaðinu í dag (30.4.00) kemur þetta berlega fram. Leiðarahöfundur telur hlutverki verkalýðs- hreyfingarinnar hér á landi nánast lokið. Nú eigi hún að hjálpa sín- um litlu bræðrum í vanþróuðu löndunum. Það er rétt að sam- tök launamanna eru mjög sterk í norðan- verðri Evrópu og þau hafa umfram annað mótað hið norræna þjóðfélagsform. Á al- þjóðlegum ráðstefnum koma fulltrúar þeirra þjóðríkja, sem búa við lökustu lífskjörin, oft að máli við okkur Norðurlandafull- trúana og hvetja okkur til enn frekari dáða. Lífskjör okkar dragi þá upp. Það sé ekki raunsætt mat Stéttarfélög Því fer fjarri að verkefn- um verkalýðshreyfíng- arinnar sé lokið, segir Guðmundur Gunnarsson. Verkalýðs- hreyfíngin stendur á vegamótum. að auka megi samkeppnishæfni okkar landa með því fá okkur til þess að sleppa áunnum réttindum. Það verði einungis til þess að þeir glati því litla sem þeim hafi tekist að ávinna sér. Samtök launamanna í Norður- Evrópu hafa áratugum saman var- ið verulegum fjárhæðum í margs- konar aðstoð við stéttarfélög í van- þróuðum löndum. Margskonar námskeið um virka verkalýðs- hreyfingu og iðnskólar eru víða reknir fyrir fjármagn sem kemur frá norrænu verkalýðshreyfing- unni. Við höfum einnig ítrekað beitt okkur gegn fjölþjóðafyrir- tækjunum þegar þau hafa nýtt sér ódýrt vinnuafl vanþróuðu þjóðanna við ómanneskjulegar aðstæður. Hér má t.d. minna á nýlegt dæmi um IKEA. Á Islandi búum við í öruggara samfélagi en flestir aðrir. Börn okkar eiga kost á friðsælu um- hverfi og skólagöngu. Þetta um- hverfi hefur verið mótað af verka- lýðshreyfingunni oft í harkalegri baráttu við atvinnurekendur og stjórnmálamenn nær alla síðustu öld. Baráttunni er ekki lokið, við er- um á hraðferð inn í þjóðfélag harðnandi markaðshyggju. Um- ræðunni stjórna fjölmiðlar í eigu fjármagnseigenda. Auglýsingar og kostun ræður nú ríkjum. Fákeppni í matvöruverzlun veldur því að hér á landi eru mestu okurbúllur í víðri veröld. Þær eru stærstu auglýs- endur og kostunaraðilar þátta í fjölmiðlum og jafnvel frétta- tengdra þátta í ríkisútvarpinu, auk þess að vera helstu styrkjendur stjórnmálaflokkanna. Umræða um þetta er í lágmarki í fjölmiðlum, frekar er fjallað um „rangfærslur" neyt- endakannana. Stjórn- völd búa okkur mesta vaxtaokur í heimi. Miklar kjarabætur væru í að þvinga þau og fjármagnseigendur til þess að sleppa því kverkataki sem þeir hafa á heimilum landsmanna. Stjórnmálamenn komast athugasemda- laust upp með að kenna verkalýðs- hreyfingunni um að bætur almannatrygg- ingakerfisins hækki ekki, þrátt fyrir að Alþingi ákveði þessar bætur. Verkalýðshreyfingin mótmælti því að stjórnvöld hækkuðu bætur ekki jafnmikið og almennar launahækk- anir. En fjölmiðlar taka ekki á þessu og fyrirtækin og stjórnvöld standa til hlés á meðan ákveðnum verkalýðsforingjum er endurtekið att í að níða niður önnur verkalýðs- félög. Sumir fjölmiðlar stilla mál- um þannig upp að helstu viðsemj- endur þessara stéttarfélaga virðast ekki vera fyi'irtækin heldur önnur stéttarfélög og formenn þeirra. Það getur verið erfitt að vera ábyrgur og hafna kollsteypulauna- hækkunum, sem geta haft öfug áhrif og leitt til lélegs atvinnu- ástands og minnkandi kaupmáttar. En það er auðvelt að lofa óraun- sæjum kjarabótum og kenna svo öðrum um að ekki sé hægt að standa við þau. Verkalýðshreyfing- in og samtök atvinnurekenda höfn- uðu 1990 kollsteypuaðferðinni og efnahagsstjórn stjórnmálamann- anna og þvinguðu fram skynsemis- stefnuna. Það hefur valdið því að tekist hefur að hækka lægstu laun og kaupmátt meir á einum áratug en mörgum þar á undan. Atvinnuöryggi, skapandi og sjálfstæð vinna, sem gefur mögu- leika á eftir- og símenntun er það sem launamenn vilja. Einstaklings- hyggja vex og samneysla hefur misst þýðingu. Flestir verða að reikna með að þurfa að skipta um starf minnst tvisvar á starfsævinni. Ef iðnaðarlönd ætla að fylgja tækniþróuninni og standast sam- keppnina, verður vinnuaflið að staðaldri að vera á starfsmennta- námskeiðum. Því fer fjarri að verkefnum verkalýðshreyfingarinnar sé lokið. Verkalýðshreyfingin stendur á vegamótum. Hún hefur ekki fylgt þeim þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa og nokkrir af forystu- mönnum hennar virðast ekki hafa áttað sig á því. Það hefur valdið deilum innan hreyfingarinnar und- anfarið, sem nauðsynlegt er að leysa fyrir þing ASÍ næsta haust. Ef það tekst ekki mun sameinuð verkalýðshreyfing heyra sögunni til en eftir munu standa nokkur sterk félög og launafólk víða á landsbyggðinni mun standa ber- skjaldað. Höfundur er fornmður Rafiðnaðarsambands lslands. Guðmundur Gunnarsson > GOLFBUDIN.IS www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.