Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 65
UMRÆÐAN
Hverjir hagnast á breyting-
um á fæðingarorlofi?
• ■ jreinsumn
gsm 897 3634
Þrif á rimlagluggarjölcium.
FRUMVARP til
nýrra laga um fæðing-
ar- og foreldraorlof
var lagt fram á Al-
þingi í lok síðustu viku
og stendur til að af-
greiða það með hraði
á næstu dögum. Sú
mikla ferð sem er á
þessu frumvarpi sætir
furðu, enda eru með
því lagðar til svo rót-
tækar breytingar að
eðlilegt er að um þær
yrðu einhverjar um-
ræður á hinu háa
þingi. Þessi málsmeð-
ferð gæti þó bent til
þess að málið sé við-
kvæmt og verið sé að reyna að
koma í veg fyrir að allar stað-
reyndir málsins líti dagsins ljós.
Fæðingarorlof
Við skoðun á frumvarp-
inu kemur í ljós, segja
Sigríður Andersen og
Soffía Kristín Þórðar-
Soffía Kristín
Þórðardóttir
Sigríður
Andersen
dóttir, að í því felst gíf-
urlegt misrétti, stór-
kostlegar skatta-
hækkanir og sérstak-
lega umfangsmikil
forsjárhyggja.
Frumvarpið miðar að því að
lengja fæðingarorlof, koma á
greiðslum til foreldra í fæðingar-
orlofí og koma á svo kölluðu for-
eldraorlofi. Einnig kemur fram í
greinargerð með frumvarpinu að
því sé ætlað að jafna rétt foreldra
til töku fæðingarorlofs.
Við skoðun á frumvarpinu kemur
í ljós að í því felst gífurlegt mis-
rétti, stórkostlegar skattahækkanir
og sérstaklega umfangsmikil for-
sjárhyggja. Forsjárhyggjunni er
gefinn laus taumur í skjóli svo-
nefnds jafns réttar foreldra til fæð-
ingarorlofs. Réttur þessi er í reynd
annað og meh-a en nafnið gefur til
kynna. Réttur foreldra er nefnilega
lagður að jöfnu við skyldu þeirra
til töku fæðingarorlofs. Hvorki er
hugað að misjöfnum aðstæðum
fólks né hvað það sjálft telur sér
og sínum fyrir bestu. Þriggja mán-
aða fæðingarorlofi mega foreldrar
náðarsamlegast deila með sér að
eigin hentisemi en móður verður
gert að taka þrjá mánuði og föður
gert að taka aðra þrjá óháð því
hvort þetta hentar fjölskyldunni
yfirleitt. í þessu á að felast mikið
réttlæti og jafnræði. Ekki má svo
gleyma jafnræðinu sem þau börn
upplifa sem einungis eiga að annað
foreldrið. Þau börn hafa náttúru-
lega ekkert við það að gera að hafa
meira samneyti við það foreldri
sem þó við nýtur. Þetta kallast í
greinargerðinni með frumvarpinu
,jöfn foreldraábyrgð" en er auð-
vitað ekkert annað en misrétti.
Eitt er þó það sem frumvarpið
nær að teygja jafnt yfir alla. Stór-
kostlegar skattahækkanir sem út-
gjöld þau sem frumvarpið kveður á
um kalla á. Mánaðarleg greiðsla í
fæðingarorlofi skal vera 80% af
meðaltali heildarlauna mánuðina
fyrir fæðingu barns. Aætluð heild-
arútgjöld vegna þessa munu vera
vel á fjórða milljarð króna á hverju
ári. Þessi útgjöld munu falla á alla
landsmenn með aukinni skattbyrði
á atvinnulífið og minni von laun-
þega um launahækkanir.
Hvað greiðslur í fæðingarorlofi
varðar má svo hugleiða hverjum
þær breytingar sem lagðar eru til
þjóna helst. Ekki er gert ráð fyrir
neinu þaki á bótagreiðslurnar.
Bankastjóri með milljón krónur á
mánuði í tekjur mun því geta feng-
ið tæpar fimm milljónir út úr þess-
um bótasjóði á meðan heimavinn-
andi foreldri getur búist við tæpum
tvö hundruð þúsundum. Athyglis-
vert er að námsmönnum er ein-
hverra hluta vegna gert hærra
undir höfði en heimavinnandi for-
eldrum en námsmönnum verður
tryggð tæp hálf milljón.
Getur verið að þetta frumvarp sé
tilkomið vegna þrýstings frá þeim
sem síst, og í raun ekkert, hafa við
þennan bótarétt að gera? Lang-
skólagengnu fólki sem einhveiTa
hluta vegna telur svo oft að það
eigi kröfu á alla aðra þegar að
framfæri þeirra kemur. Það er
ljóst að með frumvarpi þessu mun
íslenskum bótaþegum fjölga svo,
að um frekari fjölgun verður varla
að ræða.
Soffía Kristfn er háskólanemi og
Sigríður er lögfræðingur.
www.mbl.is
l&í? í ftoriL$irne-<;
Blóðbankinn verður með blóðsöfnun
í Borgarnesi, miðvikudaginn 3. maí kl. 10-18
í húsi Björgunarsveitarinnar Brákar.
Blóðgjöf er lífgjöf.
fálBLÓÐBANKININ
- geföu meö hjarta
i
BRONCO fjallahjól dömu og herra 24“-26"|
DIAMOND Street dömu og herra 24"-26" |
BRONCO með dempara 20” 24"-26'
BRONCO Duo Shock 24‘-26'
Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar
GIANT tveggja dempara
samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði
_____I GIANT City dömu og herra___I SCOTT fjallahjól_
GIANT fjallahjól
vérslið I serverslun
ettir einn manuo. Vandið valið oc
anoMeci viví
■eOTTU=£ EUROSTAR ÓÍAMOND
DIOMOND og BRONCO barnafjallahjól |
SCOTT ál með dempara
Ármúla 40
Sími: 553 5320
lÁerslunin
VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR
Hjálmar, bamastólar, grifflur,
blikkljós, bjöllur, hraöamælar,
brúsar, töskur, körfur, dempara-
gafflar, hjólafestingar á bíla
og margt fleira.
5% staðgreiðslu
afsláttur
Upplýsingar um raögreiðslur
veittar í versluninni
AI4RKI
Verö stgr. frá kr. 20.805 11126.505
Verð stgr. frá kr. 27.455 t'1 28.405
Verð stgr. frá kr. 24.130 1,125.555
Verð stgr. kr. 29.925
Verð stgr. frá kr. 25.555
Verðstgr. frá kr. 26.505
Verð stgr. frá kr. 36.955