Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 27 Innflutt andakjöt sýkt af taugaveikibróður NYLEGA greindist salmonella typhimurium í innfluttum anda- bringum og andaleggjum hér á landi. Að sögn Halldórs Runólfs- sonar yfirdýralæknis var um að ræða franskar andabringur og læri sem ekki var farið að selja í matvöruverslanir en voru á boð- stólum hjá nokkrum veitingahús- um. Innflytjandinn, GV heildverslun, hafði aflað tilskilinna leyfa til inn- flutnings en þegar teknar voru stikkprufur af kjötinu kom í ljós að það var sýkt af salmonellu typhimurium sem er taugaveiki- bróðir. Halldór segir að umrædd send- ing af kjöti hafi verið innkölluð í fullri samvinnu við GV heildversl- un en alls var um að ræða 200 kíló af andabringum og leggjum. Halldór segir að íslensk yfirvöld hafi fram til þessa haft mjög strangt eftirlit með innfluttu hráu kjöti og þessar niðurstöður sýni að ekki sé of varlega farið. „Svíar hafa verið að lenda í svip- uðu með innflutt kjöt frá Frakk- landi. Svo virðist sem sýnatökum þar sé ábótavant. Kjötvörurnar sem um ræðir komu frá vönduðu fyrirtæki sem framleiðir hágæða- vörur. Eftir að hafa verið í sam- bandi við fyrirtækið ytra mun það skoða hvemig staðið verður að fullkomnari sýnatökum í Frakk- landi þannig að um áframhaldandi innflutning geti verið að ræða.“ 10,6% hækkun á Prop- an-gasi Gasfélagið ehf. í Straumsvík hefur hækkað verð á gasi um 10,6% sem meðal annars Morgunblaðið/Sverrir Allra best er að geyma gaskútana við hliðina á grillinu III' Einar Farestveit&Co.hf Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900 má rekja til verðhækk- unar erlendis. Gasfélag- ið ehf. er eina fyrirtækið hérlendis sem flytur inn propan-gas. Þá er fyrir- tækið að taka í notkun nýja gaskúta sem upp- fylla Evrópustaðla. Veitum tækniráðgjöf og önn- umst uppsetningu ef óskað er. „HÆKKUNIN á propangasi nem- ur' 10,6% hjá Gasfélaginu en síðan verð ég að vísa á smásöluaðila á gasi varðandi hækkunina alla leið til viðskiptavina sem er e.t.v. mis- jöfn,“ segir Örn Amarson, for- stöðumaður Gasfélagsins ehf. í Straumsvík þegar hann er inntur eftir verðhækkun á gasi sem m.a. er notað við eldun á gaseldavélum og gasgrillum. „Hækkunina hjá okkur má rekja til hækkunar erlendis, til aukinna fjárfestinga hjá Gasfélaginu ehf. vegna aukinna öryggiskrafna' og endurnýjunar á hylkjum og bún- aði,“ segir Örn. Skilagjald á kútunum „Hjá Gasfélaginu eru gashylkin í stöðugri endurnýjun. Arið 1997 hóf Gasfélagið að flytja inn nýja teg- und, 9 kg gaskúta, fyrir grillin. Eldri tegundin var flutt inn frá Bandaríkjunum og uppfyllir því ekki Evrópustaðal sem við verðum að gera eftir að Island staðfesti EES-samninginn. Gömlu kútana verðum við með áfram en þeir munu úreldast smám saman þar til þeir hverfa af markaðnum. Við eram þeir einu hér á landi sem flytja inn propan-gas en svo er t.d. Isaga með aðrar gastegundir. Þess má geta að það er skilagjald á kútunum og viðskiptavinir fá þá endurgreidda. Ef þá vantar meii-a gas fai*a þeir með kútinn á bensín- Svona geta gaskútarnir orðið séu þeir geymdir undir grillinu stöð og fá nýjan og borga þá ein- göngu fyrir innihaldið. Munurinn á nýju kútunum og gömlu er að lögunin er önnur á nýju kútunum, þeir eru efnismeiri og talsvert hærri,“ segir Öm. Varnaðarorð um staðsetningu kúta „í framhaldi af þessu er gott að koma því á framfæri að fólk hafi ekki gaskútana undir grillinu. Það er gert ráð fyrir því á mörgum teg- undum grilla en það er ekki heppi- legt. Það safnast alltaf feiti í botni grillanna og oft þegar verið er að grilla myndast mikill hiti inni í grill- inu sem beinlínis kveikir í feitinni. Það myndast mikill eldur í þessu lokaða rými, eldtungur teygja sig út um öll op á grillinu og þar á með- al út um opið á botni grillsins. Eld- urinn stendur þá beint niður á ga- skútinn, hitar hann mikið og brennir í sundur gasslönguna. Hylkin eiga alls ekki að vera í hita. Allra best er að geyma gaskútana til hliðar. Ég er með kúta hér í fyr- irtækinu sem geymdir hafa verið undir grillum og sýni oft fólki hvað getur gerst ef þeir eru geymdir þar,“ segir Örn. Morgunblaðið/Sverrir ST0PP! ELFA - GRIPO Innbrota-, öryggis- og brunakerfi fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Bjóðum nú sett á frábæru verði: Þráðkerfi frá kr. 13.410 stgr. Þráðlaus kerfi frá kr. 29.900 ÚRVAL AUKAHLUTA: Sírenur, reykskynjarar, hreyfiskynjarar, fjarstýringar, hringibúnaður og fl. SUMAR AF6K2»$LU TIMAR • •PID . 21.00 á fimmtudögumi Verslanir fim. 10. EE Hi 21. ZM fös. lau. 10.00 til 19.00 10.00til 18.00 Stjörnutorg, veitingastaöir og Kringlubíó eru me& opió alla daga fram eftir kvöldi. P R R 5 E MI|Vh J R R T R 5 L II R UPPLÝSINGASÍMI 588 7788 SKRIFSTOIUSÍMI 568 9200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.