Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stofnfundur Samfylkingarinnar haldinn f Borgarleikhúsinu 5. og 6. maf Fimm íslenskir fiallgöngumenn leggja upp í leiðangur um miðjan maí Ríkisút- varpið biður for- mann Frjáls- lyndra af- sökunar BJARNI Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, hefur fyrir hönd stofnunarinn- ar beðið Sverri Hermannsson, formann Frjálslynda flokksins, afsökunar á þeim leiðu mistök- um sem áttu sér stað í Kast- ljósþætti í síðustu viku þegar formönnum annarra þing- flokka en þingflokks Frjáls- lyndra var boðið að koma fram í þættinum. Tekið er fram að Ríkisút- varpið hafi ávallt haft það að leiðarljósi að gæta óhlut- drægni og að svo verði áfram. Hefur beðist afsökunar á kynningu þáttarins Gísli Marteinn Baldursson, annar stjórnandi Kastljóss í Sjónvarpinu, bendir á að Kast- Ijósið hafi þegar beðið Frjáls- lynda floklánn afsökunar á því að stjórnmálaumræðu með formönnum fjögurra stærstu þingflokkanna hafi verið kynnt sem umræða formanna þing- flokkanna. „Það voru þær ekki eins og fram kom í þættinum mánudaginn 1. maí sl.,“ segir Gísli Marteinn. „Stjórnendum Kastljóssins er fúlikunnugt um að Frjálslyndi flokkurinn er einn þingflokkanna. Ef Kast- ljósið væri með umræður með formönnum allra þingflokk- anna væru Frjálslyndir að sjálfsögðu meðal þátttakenda." Kastljósið fylgir hlut- leysisstefuu Sjónvarps Gísli Marteinn bendir á að Bjarni Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins hafi ítrekað afsökunarbeiðni til Frjálslynda flokksins og að þar komi fram að allir þættir Ríkisútvarpsins fylgi að sjálf- sögðu hlutleysistefnu stofnun- arinnar. „Og Kastljósið er svo sannarlega þar á meðal,“ segir Gísli Marteinn að síðustu. Morgunblaðið/Sverrir Friðjón Þórleifsson, Bjarni Garðar Nicolaison, Haukur Parelius, Ásmundur ívarsson og Magnús Aðalmundsson. Bandarísk stjórnvöld hætta að rugla GPS-boð frá gervitunglum Nákvæmni GPS- tækja eykst tífalt Fjallgöngumennirnir frá vinstri: Stefna á tind Mount McKinley FIMM íslenskir fjallgöngumenn hyggjast klífa Mount McKinley, hæsta fjall N-Ameríku, um miðjan maimánuð. Leiðangursmenn eru Ásmundur ívarsson, Friðjón Þór- leifsson, Magnús Aðalmundsson og Bjarni Garðar Nicolaison úr Flug- björgunarsveitinni í Reykjavik og Haukur Parelius úr Hjálparsveit skáta, Garðabæ. Leiðangurinn er tileinkaður fimmtfu ára afmæli Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík á þessu ári. Hæsti tindur Mount McKinley eða Denali, sem er upprunalegt nafn fjallsins, er 6.194 metrum fyr- ir ofan sjávarmál en fjallið er við jökulbelti í Denali-þjóðgarðinum í Alaska. Aðaltindur fjallsins var fyrst klif- inn árið 1913 af landkönnuðunum Hudson Stuck, H.T. Karstens, W. Harper og R. Tatum. Nokkrir ís- lenskir leiðangrar hafa klifið fjallið sfðan Arnór Guðbjartsson kleif það fyrstur íslendinga 21. júní 1979. BANDARÍKJAMENN hafa hætt að trufla GPS-sendingar til almenn- ings. í yfirlýsingu frá Bill Clinton Bandaríkjaforseta 1. maí sl. segir að þessi ákvörðun, sem tók til gildi á miðnætti í fyrrinótt, hafi í för með sér að notendur GPS tækninnar geti nú staðsett hluti með tíu sinn- um meiri nákvæmni en áður. Ingimundur Þorsteinsson, eig- andi Aukaraf, sem hefur sett GPS- tæki í mörg hundruð ökutæki und- anfarin ár, fagnar þessum tímamót- um og segir að ákvörðunin muni leiða til enn frekari notkunar á GPS-tækninni og gera hana mun nákvæmari. GPS-tæknin, sem byggist á mót- töku merkja frá gervitunglum í sér- staka GPS-móttakara, var þróuð af bandaríska vamarmálaráðuneytinu til hernaðarnota. Þessi tækni er nú útbreidd um allan heim og einkum notuð við loft-, vega- og sjósam- göngur, fjarskipti, björgunarstörf, olíuleit, námuvinnslu og fleiri nota. Ákvörðunarinnar beðið lengi Ingimundur segir að þessarar ákvörðunar hafi verið beðið lengi en enginn hafi vitað hvenær hún yrði tekin. Hann segir að notendahópur- inn sé orðinn stór og mikill þrýst- ingur hafi verið á bandarísk stjórn- völd að hætta að skekkja GPS- merkin. Ingimundur telur að not- endahópurinn eigi eftir stækka mikið því notkunarmöguleikarnir eigi eftir aukast verulega. Seljend- ur tólf rása GPS tækja, eins og handheldu tækjanna sem almenn- ingur kaupir mest, hafa ekki ábyrgst meiri nákvæmni en 100 metra, þótt framleiðendur hafi gefið upp 10-15 metra nákvæmni. Tæki af þessari gerð kosta nálægt 15 þús- und krónum en fáanlegur hefur ver- ið leiðréttingarbúnaður sem hefur kostað þrisvar sinnum meira en ódýrustu GPS-tæki. Akvörðunin sé því besta mál fyrir notandann, því notkunarmöguleik- arnir aukist. Þannig geti notandi t.d. notað GPS-tækið til að staðsetja örnefni, grófstaðsetja lóðamörk, bíla á bílastæðum o.s.frv. Sömuleið- is aukist verulega allt öryggi við björgunarstörf þar sem þörf er á mikilli nákvæmni við staðsetningar í vondum veðrum og litlu skyggni. Glenda Jackson meðal gesta STOFNFUNDUR Samfylkingar- innar sem formlegs stjómmálaflokks verður haldinn í Borgarleikhúsinu 5. og 6. maí undir yfirskriftinni Jöfnum leikinn - í samfélaginu. Leikkonan Glenda Jackson, þingmaður breska Verkamannaflokksins, er einn þeirra erlendu gesta sem munu sitja stofn- fundinn. Flytur hún ávarp við setn- ingu fundarins og verður á meðal framsögumanna í málstofu um hnatt- væðingu og stöðu íslands síðdegis á föstudag. Meðal annarra gesta á fúndinum verður Ole Stavad, ráðherra og vara- formaður danska Jafnaðarmanna- flokksins, og mun hann einnig flytja ávarp við setningu fundarins. Glenda Jakcson er heimsþekkt leikkona og hefur hún hlotið tvenn Óskarsverðlaun á ferlinum. Hún var kjörin á þing fyrir breska Verka- mannaflokkinn árið 1992 og hefur setið á þingi síðan. 4.000 Iqörseðlar höfðu borist í gær í formannskjöri I gær rann út frestur til að senda inn kjörseðla í póstatkvæðagreiðslu um formann Samfylkingarinnar. Rúmlega 9.000 manns eru á kjör- skrá og síðdegis í gær höfðu kjör- stjórn borist um 4.000 atkvæðaseðl- ar. Stefnt er að því að talning hefjist aðfaranótt föstudags. AIls eiga rúmlega 900 manns rétt á að sitja stofnfund Samfylkingarinnar sem þingfulltrúar og taka þátt í at- kvæðagreiðslum. Að sögn Einars Más Sigurðssonar, formanns undir- búningsnefndar stofnfundarins, verða þó bæði stofnfundurinn og málstofiir á fundinum öllum opin sem áhuga hafa. Setningarathöfnin hefst kl. 10 á föstudag og laust fyrir hádegi á að kynna úrslit í formannskjörinu. Kl. 13.30 fer fram kynning á lögum hins nýja stjómmálaflokks og kl. 14 hefjast umræður þar sem þingmenn Samfylkingarinnar og fundarmenn ræða stjómmál líðandi stundar. Á fundinum á íostudag verður kos- ið í framkvæmdastjóm, flokksstjóm og embætti varaformanns, ritara og gjaldkera og formanns fram- kvæmdastjómar. Að sögn Einars Más hafa ekki borist formleg fram- boð til þessara embætta en Margrét Frímannsdóttir hefur ein lýst yfir að hún gefi kost á sér til varaformanns. Umræður í sjö málstofum Umræður fara fram í sjö málstof- um um hin ýmsu viðfangsefni stjóm- mála framtíðarinnar síðdegis á föstu- dag og á föstudagskvöld og koma framsögumenn víða að úr þjóðfélag- inu. Kl. 17-19 verður haldin málstofa um jafnaðarstefnuna við breyttar að- stæður undir stjóm Einars Karls Haraldssonar. Framsögumenn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og Berit Andnor, þingmaður sænska jafnaðarmannaflokksins, Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASÍ, og Karl Steinar Guðnason, for- stjóri Tryggingastofnunar. Síðdegis verður einnig málstofa sem ber heitið Hnattvæðingin og staða íslands undir stjóm Þórunnar Sveinbjamardóttur þingmanns. Framsögumenn verða Glenda Jack- son, Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri AÍ, Aðalsteinn Leifsson, starfs- maður fastanefndar ESB í Ósló, og Þórir Guðmundsson, upplýsingafull- trúi Rauða kross íslands. Á föstudagskvöldið fara svo fram umræður í fimm málstofum. Ágúst Einarsson prófessor stýrir málstofu um auðlindir og almannahagsmuni, Ásta R. Jóhannesdóttir alþingis- maður stýrir málstofu sem ber titil- inn Sátt í fjölþættu samfélagi - 7000 nýir íslendingar, Kristrún Heimis- dóttir stýrir málstofu um nýja pólitík og ný vinnubrögð, Katrín Júh'usdótt- ir, varaformaður Ungra jafnaðar- manna, stýrir málstofu undir yfir- skriftinni Hvemig breytum við íslandi í þekkingarþjóðfélag? og Ein- ar Már Sigurðsson stýrir málstofu undir heitinu Hvemig viljum við byggja landið? Á laugardag fara fram almennar stjómmálaumræður um niðurstöður umræðna í málstofum og um stjórn- málaályktun stofnfundarins. Gert er ráð fyrir að fundinum Ijúki kl. 15-16. „Við teljum þetta vera sögulega stund í íslenskum stjórnmálum því þama sameinast félagar úr fjórum flokkum sem hafa átt fulltrúa á Al- þingi,“ segir Einar Már. Hann sagði að mikil áhersla væri lögð á umræðumar í málstofum fundarins þar sem safnað yrði í vega- nesti fyrir hinn nýja stjómmálaflokk og hnumar skerptar í íslenskum stjómmálum. Miklar umræður hafa orðið að undanfömu um nafnbreytingu á Samfyjkingunni. Einar Már sagðist eiga von á að umræður færa frarn á fundinum um nafn þegar rætt yrði um lög flokksins. Ekki væri þó gert væri ráð fyrir að lögin yrðu endan- lega afgreidd fyrr en á fyrsta lands- fundi flokksins. Ekki hefur verið af- ráðið hvenær hann verður haldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.