Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 79 Arthur Hiller KANADAMAÐURINN Arthur Hill- er (f. í Edmonton, Alberta 22.11. ’23) nálgast, óðfluga áttræðisaldur- inn og hefur sjálfsagt sagt sitt síð- asta orð á hvíta tjaldinu. Hann var ekki maður mikilla sæva en engu að síður bráðflinkur fagmaður sem á að baki margar góðar afþreyingar- myndir og nokkrar framúrskarandi og afai’ skemmtilegar. Love Story (’70) fór sigurför um heiminn og er sjálfsagt þekktasta verk hægláts verkmanns sem gekk á braut frá síðustu mynd sinni þegar hann þótt- ist þess fullviss að nokkurra milljón dala handrit Joes Esterhaz yrði aldrei að ærlegri kvikmynd. Aðrir urðu þó til að ljúka tökunum á vondri mynd sem stendur undir nafni: The Alan Smithee Film: Burn, Hollywood, Burn (95), en sú hefð hefúr skapast að nota þetta manns- nafn ef leikstjóri afneitar verki. Á 40 ára ferli hefur Hiller fengist við flestar greinar kvikmyndanna og unnið íyrir öll stóru kvikmynda- verin í HoIIywood. Hann leikstýrði stríðsmyndinni Tobruk (66) og söngleiknum Man ofLa Mancha (72). Kvikmynd hans, Nightwing (80), var hinsvegar hryllingsmynd - arfaléleg reyndar. Best hefur hon- um tekist til við dramatísk, mannleg samskipti og dökkleitar gaman- niyndir. Hiller hefur verið meira kominn uppá árangur ieikara sinna og handritshöfunda en margir aðrir leikstjórar sem standa framarlega í kvikmyndaborginni. Var t.d. einkar heppinn í samvinnu við Paddy Chayefsky, Neil Simon og ekki síst Erich Segal, höfund metsöluróm- ansins Love Story. Menn höfðu ekki niikla trú á þeirri framleiðslu. Hiller varð að bcrjast fyrir tilurð hennar, setti sjálfur mikið fé í framkvæmd- ina, framleiddi hana að lokum sjálf- ur og stóð uppi sem stórríkur maður er vellan var búin að slá öll aðsókn- armet frá Honolulu til Húsavíkur. Kvikmyndin varð einn stærsti og óvæntasti smellur sögunnar. Að lokinni herþjónustu í kana- diska flughemum stundaði hann há- skólanám í Alberta og Toronto áður en hann sneri sér alfarið að kvik- myndum hjá kanadisku sjónvarps- stöðinni CBC. Þaðan lá leiðin suður yfir landamærin þar sem Hiller skapaði sér nafn sem leiksljóri á kröfuhörðum tímum sjónvar- psmynda, sem voru teknar í beinni útsendingu. Þetta var um og eftir 1960 þegar Hiller hafði gert eina bíómynd, The Careless Years (’57), en fékk ekki virkilegt tækifæri fyrr en fimm árum síðar. Að loknum þremur, lítt eftirminnilegum mynd- um fékk Hiller fyrsta umtalsverða handritið uppí hendumar, The Am- ericanization efEmiIy(’64), sem íjallaði um stríðsátök með kald- hæðnum augum handritshöfundar- ins góðkunna, Paddy Chayefsky. Ja- mes Gamer og Cobum vom daðfínnanlegir sem Bandarískir stríðsandstæðingar og hin (þá) feik- ivinsæla Julie Andrews fór með að- alkvenhlutverkið, en í því hlutverki tók hún lagið í fyrsta sinn. Hiller varð smám saman eftir- sóttur sem ömggur fagmaður og átti mörg kassastykki á þessum ár- um. The OutofTowners(’70), byggð á leikriti Simons um utanbæj- arfólk (Jack Lenxmon og Sandy Dennis), sem lendir í hremmingum í New York, var eitt þeirra. The MYNDBÖND Snúinn svanasöngur eyes wide shut drama/speniva 'k'k'h Leikstjóri: Stanley Kubrick. Hand- rit: Stanley Kubrick og Arthur Schnitzler. Aðalhlutverk: Tom Cmise, Nicole Kidman og Sidney Pollack. (159 mín.) Bandaríkin 1999. Sam-myndbönd. Bönnuð inn- an 16 ára. Ungfrúin opnar sig ROMANCE DJÖRF ★ Leikstjórn og handrit: Catherine Breillat. Aðalhlutverk: Caroline Trousselard, Sagamore Stévinin. (100 mín.) Frakkland 1999. Sam- myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. HÉR ER náttúrlega á ferð alveg stórmerkileg kvikmynd, burtséð frá gæðum hennar. Hún er svana- söngur eins merkasta kvikmynda- gerðarmanns sög- unnar, Kubrieks, og þar að auki ein sú umtalaðasta síðustu árin. Meg- inástæðan fyrir umtalinu er hinn óralangi tími sem meistarinn liðni tók sér í að skapa verkið, reyndar svo langur að honum entist ekki ævin í að fullklára það, sem er hin mesta synd því við fáum þar með aldrei að vita hvort myndin sé ná- kvæmlega eins og hann vildi hafa hana. Sú hugsun truflaði mig kannski er ég horfði á hana og ég er ekki viss um að ég hafi fyrir vikið náð að njóta hennar sem skyldi. En að allri forsögu og orðspori slepptu þá stendur eftir mynd sem á köflum er ansi áhrifamikil og ber augsýni- lega handbragð meistarans. Atriðið þar sem Cruise flækist inn á leyni- félagsfundinn er einkar magnað og veldur nokkrum vonbrigðum hversu endasleppt sú flétta er í raun. Vægi hennar hefði að ósekju mátt vera mun meira og þá á kostn- að sálarangistar Kidman sem var langdregin, ruglingsleg og fremur óáhugaverð. I heildina nokkuð snúinn en spennandi svanasöngur. ÞAÐ ER ekki sama Jón eða séra Jón segir gamla orðatiltækið. Ekki heldur hvort það er karl eða kona, það er deg- inum ljósara. Það er nefnilega alltof oft rýnt í það af hvoru kyninu höf- undar listaverka eru og afstaða tekin út frá því. Það kemur bersýnilega í ljós hér. Staðreyndin er sú (burtséð frá því hversu öðru- vísi myndin hefði orðið) að ef karl- maður stæði að baki „Romance“ hefði hún einfaldlega hvorki feng- ist sýnd í bíóum hérlendis né verið gefin út á myndbandi, takk fyrir. Eg er ekki einu sinni viss um að bíóstjórar hefðu haft nokkurn áhuga á henni. Ef karlmaður hefði staðið að baki myndinni væri hún nefnilega álitin enn ein djarfa myndin um þarfir ófullnægðrar franskrar konu og þau ævintýri sem hún kemur sér í til þess að svala þeim. En nei, þessi mynd er gerð af konu og því á hún vitan- lega að veita mun betri innsýn í tilfinningalíf kvenna. Ég er kannski svona vitlaus og tilfinn- ingalega heftur en það eina sem ég fæ séð frábrugðið í þessari mynd frá öðrum djörfum myndum er að mun meiri áhersla er lögð á kyn- færi karla. Hvílíkt innsæi! Skarphéðinn Guðmundsson Ryan O’Neal ber Ali McGraw, brúði sína, yfir þrepskjöldinn í hinni ofurvinsælu Love Story, sem kom fram tárunum á jafnvel forhertustu karlrembum. Plaza Suite (’71) var annað. Hún var byggð áþremur einþáttungum Sim- ons, með Walther Matthau fremstan í þreföldu hlutverki, þar sem hann fékk fyrst að sanna fjölskrúðuga gamanleikhæfileika sína svo um munaði. I þessum myndum hafði Hiller sannað sig sem snjall tæknimaður (The Amcricanization of Emily) og hæfileikaríkur leiksljóri í öðrum. Stíllinn var ekki sérlega pers- ónulegur og varð það reyndar aldrei, en tökin á efninu og leikur- unum voru önigg og árangurinn vel yfir meðallagi. A milli Simonmynd- anna kom svo sjálf Love Story, þessi ógnarvinsæla, þriggja klúta of- urtragedia um ungt og ástfangið par (Ryan ÓNeal og Ali McGraw), sem dauðinn skilur að. Hvað sem væmnu eftiinu viðvíkur, laðaði Hil- ler fram trúverðugan Ieik hjá báð- um leikurunum, þótt þeir verði seint sagðir hæfileikaríkir. Ray Milland átti firnagóðan leiksem faðir Jack Lemmon og Sandy Dennis í hremmingum í dagsferð til New York í The Out of Towners. O’Neals og McGraw dó svo huggulega að Hiller vatt sér beint í tökur á The Hospital, annað handrit eftir háðfuglinn Chayefsky. Myndin þykir eitt besta verk þeirra beggja. Margsaimaðir hæfileikar Hillers við gerð svartra gaman- mynda vöktu mikla at- hygli, m.a. stjómenda 20th Century Fox, sem réðu Ieiksljórann til að gera Silver Streak (76). Utkoman sveik engan; leiksljómin, tækniviiman, sagan og leikhópurinn óborganleg. Næst uppá teningnum var Mak- ingLove (82), veikburða tilraim Hollywood til að sýna hvað hún var orðin fijálslynd í afstöðu sinni til samkynhneigðra. Myndin er um giftan Iækni og heimilsföður til margra ára (Michael Ontkean), konu hans (Kate Jackson) og skáldið hýra (Ilarry Hamlin), sem kemst uppá milli þeirra og dröslar læknin- Arthur Hiller kíkir í gegnum linsima í mynd- inni Man of La Mancha, einni fárra sem hitti ekki í mark á blómaskeiði leiksljórans. SIGILD MYNDBOND THE BABE 1991 ★★★% Eftirminnilegust fjölmargra mynda um hafnabolta og hafna- boltahetjur. John Goodman leikur titilhlutverk hins vandmeðfarna, að því er virðist vitgranna Babe Ruth, sem er ein skærasta stjarna sem gert hefur garðinn frægan í sögu hafnaboltans og þá sérstak- lega hins sögufræga liðs New York Yankees. Hér er goðsögnin sýnd eins og hún var: drykkfelt, kvensamt átvagl, engin tilraun gerð til að hvítþvo hana á nokkurn hátt. Útkoman sannfærandi og slá- andi með Goodman í óborganleg- um ham í sínu langbesta hlutverki. Að auki líkamlega fæddur í það. Trini Alvarado og Kelly McGillis standa sig einnig fjarska vel sem eiginkonur hans og myndin situr í manni sem óvenju hreinskilin út- tekt á dáðri en meingallaðri ofur- hetju. THE HOSPITAL (1971) ★★★% Kolbikasvört gamanmynd, byggð á óskarsverðlaunahandriti háðfuglsins góðkunna, Paddys Chayefskys (Network). Sem vann í rauninni til flestra verðlauna á ferlinum fyrir þetta eitraða verk um stórborgarsjúkrahús, plagað af öllum mögulegum uppákomum sem ómögulegum: Afleitu starfs- fólki, galdralæknum, hómópötum, geðsjúklingum, morðingjum. George C. Scott er eftirminnilegur í sínum næstbesta (á eftir Dr Strangelove), gamanleik sem út- taugaður yfirlæknir með vitfirring (Diana Rigg), á hælum sér. Hill sýnir hér best hvers hann er megnugur og heldur þétt um firrt efnið svo útkoman verður áleitin satíra með hvössum ádeilubroddi á ástand heilbrigðiskerfisins. Rigg er óvenju röggsöm og myndin firnavel gerð í alla staði. (Tónlist etir Elmer Bernstein, taka Haskell Wexler) og vann verðskuldað Silf- urbjörninn í Berlín. SILVER STREAK 1976 ★★★ Blásaklaus farþegi (Gene Wild- er) flækist inn í slæma atburðarás þegar morð er framið um borð í lest á leið til Chicago. Gamansam- ur útúrsnúningur á „The Lady Vanishes" og inniheldur óborgan- legan kafla með Wilder og Richard Pryor. Frammistaða þess síðar- nefnda skaut honum upp á stjörnuhimininn á ljóshraða. Er í rauninni það besta sem sést hefur til þessa ólánsama afburðaleikara hingað til. Afþreying sem óhætt er að mæla með fyrir alla aldurshópa. Með Ned Beatty, Jill Clayburgh, Patrick McGoohan o.fl. góðum. um útúr skápnum. Myndin hefði getað orðið fyrsta heiðarlega til- raunin til að gera athyglisverða mynd um samkynhneigð, en fellur of oft niður á sápuóperuplanið til að standa undir væntingum. HiIIer stýrði enn og aftur handriti Simons í myndinni The Lonely Guy (’84), gamanmynd um tvo lánlitla, bijóstumkennanlega piparsveina, sem Steve Martin og Charles Grodin léku ekkert of vel. Betur tókst til með Outrageous Fortune (’87), eld- hressa gamanmynd sem fleytti Bet- te Midler uppúr öldudalnum sem hafði verið hlutskipti hennar um árabil. Gene Wilder og Richard Pryor slógu eftirminnilega í gegn í Silver Streak, fyrstu myndinni sem þeir léku saman í, en þeir áttu eftir að leika saman í fjölda mynda. Ein þeirra er See No Evil, Hear No Evil (’89). Hún tókst mun verr til. Þeir fé- lagar eru að vísu oft meinfyndnir sem vinnufélagar - annar blindur, hinn heyrnarlaus - en handritið er misjafnt og stundum smekklaust. Leiksfjórinn hafði ekki sungið sitt síðasta. Liðlega sextugur gerði hann The Babe (92), enn eina topp- myndina. Viðfangsefnið var horna- boltagoðsögnin Babe Ruth. Árið 96 kom Carpool, mislukkuð gaman- mynd með Rheu Perlman og Tom Amold. Ári síðar litusvo mistökin An Alan Smithee Film: Burn, Holly- wood, Bum, dagsljósið. Hún er sljömum prýdd endaleysa sem Hill- er neitaði að láta orða sig við. Hann gerði hinsvegar nokkrar góðar sjónvarpsmyndir á siðasta áratug. Hiller var kjörinn / heiðurssæti for- seta Bandarísku kvikmyndaakad- emíunnar - The Academy of Motion Picture Art and Sciences (ASCAP), 1993. Sæbjörn Valdimarsson / dans og veislur í allt sumar dans brúðarvalsinn free style salsa & mambó bugg & tjútt opnar æfingar fyrir keppnisdansara. veislusalur til leigu Sóknarsalurinn • brúðakaup • afmæli • útskriftir Sími 561 9797 smiðjan Skipholt 50 a / 105 Reykjavik / Sími 561 9797 / danssmídjan@simnet.is VfSA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA (SLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sfmi 525 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.