Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 70
70 MIÐVTKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugfélagið tekur við ^afgreiðslu íslandsflugs ÖLL afgreiðsla íslandsflugs var flutt jrfir á afgreiðslu Flugfélags íslands í Skerjafirði um leið og flugi félagsins til Gjögurs og Siglufjarðar var hætt sem og flugi milli Bíldudals og ísafjarð- ar. í frétt frá íslandsflugi kemur fram að áfram verður flogið til Sauðárkróks og Bíldudals og að farþegar sem eiga bókað flug þangað eigi hér eftir að mæta í afgreiðslu Flugfélags íslands. Fram kemur að bókunarsími fé- lagsins verður óbreyttur og að umboðsmenn félagsins á Bíldu- dal og Sauðárkróki muni sinna bókunum og upplýsingagjöf um flug félagsins. Þá muni félagið sinna áfram leiguflugsverkefnum innanlands sem utan. Ráðstefna um lífsvið- horf Reyk- víkinga REYKJAVÍKURBORG býður til ráðstefnunnar Farsæld og fánýti miðvikudaginn 3. maí í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavík- ur kl. 18-20. Ráðstefnunni er ætlað að varpa Ijósi á breytt lífsviðhorf og verðmætamat Reykvíkinga á næstu tveimur áratugum. Fjallað verður um viðhorfs- breytingar og breytta heims- mynd í kjölfar alþjóðavæðingar, lífsstíl og siðferðilegt verðmæta- mat, markaðshyggju og sam- neyslu. Jafnframt verður velt vöngum yfir verðmætamati Reykvíkinga næstu tvo áratugi. Ráðstefnan er liður í verkefn- inu „Framtíðarborgin - lang- tímastefna fyrir Reykjavík" og er síðasta ráðstefnan af fjórum sem haldnar eru. Verkefninu er ætlað að efla lýðræðislega um- ræðu og skapa grundvöll fyrir borgarana til að hafa áhrif á það hvernig borg Reykjavík verður í framtíðinni. Frummælendur: Jón Ólafs- son, heimspekingur, Hansína B. Einarsdóttir, forstjóri, Andri Snær Magnason, rithöfundur og Elísabet Þorgeirsdóttir, rit- stjóri. í pallborðsumræðum taka þátt þau Árni Björnsson, fyrr- verandi yfirlæknir, Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari, Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar og Krist- ján Kristjánsson, KK tónlistar- maður. Fundarstjóri er Stefán Jón Hafstein. Boðið verður uppá hressingu. Ráðstefnunni verður sjón- varpað á Skjá 1. Fyrirlestur í Kenn- araháskóla Islands Áhrif tölvu- væðingar á námsgreinar skólanna ANNA Kristjánsdóttir, prófess- or við Kennaraháskóla íslands, flytur fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar KHI miðviku- daginn 3. maí kl. 16.15. Fyrirlesturinn ber yfirskrift- ina: „Hver eru áhrif tölvuvæðing- ar á námsgreinar skólanna? Höf- um við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ „Anna mun fjalla um heildstæð áhrif upplýsingatækni á kjarna skólastarfs; námsgreinar og kennsluhætti. Meðal spurninga sem hún tekur til athugunar eru: Hvers vegna er iðulega, undir yf- irskrift upplýsingatækni, kennt það sem verður úrelt á mjög skömmum tíma? Hvernig skila fjárfestingar sér þar sem búnað- ur er keyptur áður en menn gera vandaðar áætlanir um notkun? Þó mun hún leggja meiri áherslu á spumingarnar: Hvaða hug- myndir gera skólamenn sér um áhrif upplýsingatækninnar á nám og líf barna og unglinga? Hvernig getur skólinn liðsinnt við að vinna úr því vitræna áreiti sem óhaminn og fjölbreyttur flaumur upplýsinga veldur?“ seg- ir í fréttatilkynningu. Anna Kristjánsdóttir býr að áratuga langri reynslu af nýtingu upplýsingatækni á sviði mennta- mála. Hún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og skrifað greinar um þessi mál bæði hér á landi og er- lendis og verið í forystu fyrir um- fangsmiklum verkefnum innan- lands og fjölþjóðlega. Nokkru ítarlegri kynningu er að finna á heimasíðunni www.khi.is/~ak Fyrirlesturinn verður í stofu M-201 í aðalbyggingu Kennara- háskóla íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Atvinna og velferð í Reykjavík FIMMTÁNDI fundurinn í fundaröð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um græna at- vinnustefnu og nýja sókn í vel- ferðarmálum verður í Reykjavík fimmtudaginn 4. maí. Frummælendur verða þing- mennirnir Kolbrún Halldórs- dóttir og Ögmundur Jónasson en fundarstjóri Sigríður Stef- ánsdóttir. Fundurinn verður haldinn í Versölum að Hallveigarstíg 1, hefst klukkan 20:30 og er öllum opinn. £ Combi Camp tjaldvagnar TITAN Sportbúð Títan - Seljavegi 2-101 Reykjavík Netfang: titan@isa.is - Vefsíða: www.isa.is/titan Ólafur Þ. Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Súnans, afhendir Hildi Björk Hilmarsdóttur, formanni Krafts, símana. Síminn gefur Krafti tvo GSM-síma SÍMINN hefur fært Krafti tvo GSM- súna með Frelsisáskrift að gjöf. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Ólafur Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynn- ingarmála Símans, afhenti Hildi Björk Hilmarsdóttur, formanni Krafts, súnana með ósk um að þeir myndu nýtast félaginu vel. Kraftur ætlar m.a. að nota símana til að bjóða upp á reglulegan símatíma fyrir féiagsmenn sína. Símarnir eru af gerðinni Benefon Twin, sem er nýkominn á markað- inn. Benefon Twin er gerður bæði fyrir bæði tíðnisviðin, sem notuð eru í GSM-kerfí Símans og búinn ýmsum kostum, t.d. dagbók, reikni- vél og framhlið sem hægt er að skipta um. Síðast en ekki sist eru allar valmyndir í Benefon Twin á fslensku og er þetta annar GSM- sfminn frá Benefon, sem Sfminn fær íslenskaðan með þessum hætti. Merkjasala hjarta- sjúklinga LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga, LHS, standa fyrir merkjasölu um land allt dagana 4. og 5. maí. Seld verða hjartalöguð barmmerki með ár- í'.HeTfjfúpj talinu 2000 og ^ kosta þau 500 krónur. Ágóðanum af sölunni verður einkum varið til að styrkja endurhæfingarstöðvar um land allt, en þeim hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Lands- samtök hjartasjúklinga eru öflug sjúklingasamtök með um 3.400 fé- lagsmenn, segir í fréttatilkynn- ingu. Þau gefa út bæklinga og blað- ið Velferð sem kemur út 3-4 sinnum á ári og áttu þátt í gerð fræðslumyndbandsins Hjartans mál. Samtökin reka skrifstofu á Suðurgötu 10 í Reykjavík. Fyrir áratug fóru forystumenn LHS um landið og stofnuðu tíu deildir á haustmánuðum árið 1990. Deildirnar hafa síðan starfað óslit- ið og af vaxandi þrótti og munu minnast áratugar starfsemi á hausti komanda. Neistinn, styrkt- arfélag hjartveikra barna, varð síð- an 100. deildin innan LHS árið 1995. LHS hafa staðið fyrir nokkrum söfnunum á starfsferli sínum og gefið margar góðar gjafir til sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og endurhæfingarstofnana að verð- mæti um 200 milljónir kr. á núvirði. Innbrot og hnífstungur meðal verkefna Helgin 28. apríl til 2. maí ÁSTANDIÐ var þokkalegt í mið- borginni aðfaranótt laugardags og unglingar undir útivistaraldri ekki áberandi. Tveir voru þó fluttir á lögreglustöð vegna ungs aldurs og fimm fullorðnir handteknir vegna ölvunar. Aðfaranótt sunnudags var ástandið svipað og unglingar ekki áberandi. Maður var handtekinn við veitingahús þar sem hann hafði dregið upp hníf og ógnað nær- stöddum. Aðfaranótt mánudags var einnig talsverður erill hjá lögreglu við að sinna ölvuðu fólki sem sumt hafði lent í átökum innan veitingastaða og utan. Um helgina voru 34 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. All- mikið var um hættulegan hrað- akstur um helgina og 113 manns teknir fyrir of hraðan akstur. T.d. var maður tekinn á 146 km hraða á Sæbraut þar sem er 60 km há- markshraði. Á laugardagskvöld var bifreið ekið ofan í brunn í austurborginni. Var brunnlokið ekki á brunninum og ekki sjáanlegt á vettvangi. Á sunnudagskvöld varð árekstur á Hringbraut við Tjamarendann. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en hann var meiddur á hendi, hné og hálsi. Tvö böm hlutu minni háttar meiðsli um helgina við að hjóla ut- an í bifreiðir. Ástæða er til að minna foreldra á að hleypa ekki bömum smurn of ungum á hjólum út á umferðargötur. Verðmætum stolið úr bifreiðum og íbúð Tilkynnt var innbrot í sumar- bústað í Kjós á laugardag. Gluggi var spenntur upp og stolið sjón- varpstæki og fleiru. Síðdegis var tilkynnt að farið hefði verið inn í bifreið í miðborginni og stolið íþróttatösku með íþróttafatnaði, farsíma, myndavél og fleim. Nokkru síðar var tilkynnt innbrot í aðra bifreið í austurborginni. Bif- reiðin var ólæst. Úr henni vom tekin dýrmæt hljómtæki og ýmis- legt fleira. Stolið var verðmætum úr fletri bifreiðum um helgina og vom sumar þeirra ólæstar. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um mann sem brotið hafði rúðu í verslun í miðborginni og gripið með sér eitthvað af vömm úr glugganum. Manninum var veitt eftirför að Amtmannsstíg, en þar var hann handtekinn af lögreglu og færður á lögreglustöð. Á mannin- um fannst meint þýfi, veruleg verð- mæti. Á sunnudagsmorgun var til- kynnt innbrot í kjallaraíbúð í Bú- staðahverfi en þar hafði verið stolið miklum verðmætum. Útidyr vom opnar þegar íbúi kom heim og allt á rúi og stúi í íbúðinni. Um kl. 4 aðfaranótt laugardags kom maður inn á veitingastað við Laugaveg og leitaði ásjár dyra- varða, illa skorinn á kvið. Mun hann hafa verið skorinn af manni fyrir utan. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar á Grettis- götu. Síðar um nóttina var tilkynnt um eld utandyra við verslun í Bakka- hverfi, kveikt hafði verið í plast- bökkum undan matvælum. Eldur barst í þil hússins, skemmdir urðu á því og einhver reykur barst inn á lager. Síðar um nóttina kom maður til lögreglumanna við Laugaveg 22 og kvaðst hafa verið laminn af 3-4 mönnum. Maðurinn var bólginn á nefi og blóðugur í andliti. Honum var ekið á slysadeild af lögreglu- mönnum. Gasi beitt á mann með gangstéttarhellu Um kl. 2 á sunnudag braut ölv- aður maður rúðu í anddyri lög- reglustöðvarinnar, kom svo á móti lögreglumönnum með gangstéttar- hellu á lofti. Gasi var beitt á mann- inn, hann síðan færður á slysadeild þar sem skolað var úr augum hans og gert að eldra sári á höfði. Tilkynnt var um fimm sinubruna framan af helginni. Allir voru þeir minniháttar. Á laugardagskvöld var tilkynnt um eld í bálkesti á Laugarnes- tanga. Er lögreglumenn komu á vettvang neitaði eigandi bálkastar- ins að tala við þá. Slökkviliðið var fengið á vettvang til að slökkva eld- inn. Aðfaranótt sunnudags komu lögreglumenn að brennandi núm- erslausri bifreið út við Gróttu, slökkvilið var fengið á staðinn til að slökkva eldinn. Sprenging í bifreið Aðfaranótt mánudags var til- kynnt um eld í bifreið á bílastæði við Suðurlandsbraut. Slökkvilið slökkti eldinn en bifreiðin er mikið brunnin. Um þrjúleytið aðfaranótt þriðju- dags kviknaði í bifreið í Dísarási, slökkvilið kom og slökkti. Vinur eigandans var að gæta bifreiðar- innar, hann sá eldbjarma og fór að kanna hvað væri að gerast og er hann kom út varð sprenging í bif- reiðinni sem var alelda og við það fékk hann áverka í andliti og á vinstri hendi. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.