Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 80
80 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
HOLLYWOO
A Grcatly Expandcd and Much Improued
Compcndhim of Mowie Clichés,
StcrcotypcS; Obligator/ Sccncs,
Hackneycd Formulas, Shopworn
Convcntions and Outdated Archetypcs
36ER ERI' i
Litlar stelp-
ur með
gleraugu
“ segjasatt
„The Bigger Little Book of Holly-
wood Clichés" eftir Roger Ebert.
Endurbætt útgáfa bókarinnar The
Little Book of Hollywood Clichés.
172 bls. Virgin Publishing, London,
1999. Eymundsson, 1.595 krónur.
ÞÚ sérð baðkar fullt af rjúkandi heitu
vatni í bíómynd - þá veistu að einhver
Á eí'tir að fara úr íotunum og fara í
Dað. Það getur verið mjög gagnlegt
að vita hvað gerist næst í bíómynd.
Sérstaklega ef þú ert búinn að veðja
við vini þína. Þú verður mjög vinsæll
(eða þá mjög óvinsæll) ef þú veist allt-
af hver er morðinginn, hver á eftir að
deyja og hver krækir í sætu stelpuna.
Ef þú kærir þig um svoleiðis vin-
sældir er ráð að kíkja í þessa litlu bók.
í henni er samsafn af klisjum úr
heimi kvikmyndanna. Höfundurinn
skrifar aðeins hluta bókarinnar, rest-
in er samantekt á ábendingum ann-
arra klisjuáhugamanna. Svo er þessu
raðað snyrtilega í stafrófsröð - hinum
ýmsu reglum sem gott er að kunna.
Pulsureglan er mikilvæg: Enginn
borðar meira en tvo bita af pulsu í
Wómynd. Og reglurnar eru fleiri... Öll
símanúmer í bíómyndum byrja á 555.
Sá sem gengur afturábak í hryllings-
mynd mun deyja. Litlir strákar með
gleraugu segja ósatt. Ef enginn er
nakinn fyrsta hálftímann þá mun
enginn enginn fækka fötum í mynd-
inni. Það er ágætt að vita það.
Þetta er eins og að kíkja aftast í
svörin og svindla. Þú gægist bak við
tjöldin og kemur upp um Hollywood-
brellumar. Það er samt ákveðin
áhætta fólgin í því að lesa. Sumsstað-
ar er gengið svo langt að ljóstra upp
hvemig myndir enda og fleiri álíka
óþokkabrögð er víða að fínna í bók-
inni.
Aukaverkanir frá lestrinum geta
A->vo verið að þú hættir að horfa „eðli-
lega“ á bíómynd. Þú færð klisjuveik-
ina - horfír bara eftir klisjunum og
gleymir að njóta myndarinnar.
En allt er þetta saklaus dægradvöl.
Þetta er bók sem þú lest í flugvél því
hún er fín til að grípa niður í. Hún er
stútfull af heimasmíðuðum kvik-
myndahugtökum í bland við
heimskulegar alhæfingar - sumar
klisjumar æði langsóttar en oft
skemmtilegri fyrir vikið.
Ég fann flestar uppáhaldsklisjum-
ar mínar í bókinni. Énginn kveður í
•^pk símtals og allir hlaupa alltaf beint
eftir götunni þegar bílar elta þá. En
ég saknaði bandaríska-fána-klisjunn-
ar. Fáninn, sem birtist í öllum Holly-
woodmyndum um sigur mannsa-
ndans, er ein fyrirsjáanlegasta
klisjan. En þeim sést greinilega yfir
það í Hollywood-landinu. Það þyrfti
einhver að benda þeim á það.
Silja Björk Baldursdóttir
• •
BJORTU LJOSIYARPAÐ A DISKOÆÐIÐ
Dæmi um útfærslu á plötuumslögum árið 1978.
Að eilífu... diskó
Sumir
höfundar
í DAG er diskóið dáið. Dagar þess
eru löngu taldir, þótt það lifl enn í
döprum hjörtum. En hvað var
merkilegt við diskó? Hvað var þetta
diskó? Við gætum reynt að skil-
greina það, og sclja það í pínulítinn
flokk, sem ódýra fjöldaframleidda
tónlist sem mætti svo sem hafa gam-
an af. En þá værum við að gera lítið
úr áhrifum þess. Diskóið var ekki
bara tónlist. Diskó var Iifsstðl. Og
áhrif þessa lífsstíls voru margvísleg,
bæði góð og slæm.
Við sem eftir lifum verðum að
sætta okkur við, að það verður ekki
Iitið framhjá diskóinu þegar horft er
til baka og fortíðin rifjuð upp.
Diskótímabilið er hluti af mann-
kynssögunni hvort sem okkur líkar
betur eða verr. í bókinni Saturday
Night. Forever rekja höfundamir
sögu diskósins og koma ansi vfða
við.
Diskó með eigin augum
Þeir hittust fyrir tilviljun, höfund-
ar bókarinnar, Alan Jones og Jussi
Kantoncn. Þeir áttu ekkert sameig-
inlegt - þangað til þeir áttuðu sig á
þvi, að báðir elskuðu diskóið og
söknuðu þess. Og þeir hófust handa
við að skrifa. Það sakaði ekki að þeir
komu úr ólikri átt. Áhugasvið Eng-
Iendingsins Alan Jones var og er
hryllingsmyndir, sem hann heldur
fyrirlestra um. Finninn Jussi Kan-
tonen var hinsvegar með bestu plöt-
usnúðum f heimalandi sínu - dældi
diskói f Ianda sfna, og var að auki
meistari ársins 1979 í diskódansi.
Báðir lifðu þeir og hrærðust í dis-
kóheiminum, hvor á sinn hátt.
Þeir skrifa út frá eigin reynslu og
upplifun, en ekki sem óvirkir áhorf-
endur - þeir vita hvað þeir tala um.
Þeir festa hér á bók yfirgripsmikla
þekkingu sína á tímabilinu.
Þeir sem vom á staðnum vita
hvað gerðist. Fyrir hina sem ekki
vom beinir þátttakendur er erfítt að
vita sannleikann - „var þetta svona í
raun og vem“? Á þennan hátt láta
margir sig dreyma um að fá gest úr
fortíðinni til að svara mörgum
ósvömðum spurningum. Það er
ómetanlegt að geta spurt fólk úr
spjömnum sem sá allt með eigin
augum. Þannig er þessi bók í raun
gagnleg hcimild fyrir seinni tíma
grúskara. Það er aldrei að vita
hveiju sagnfræðingar, félagsfræð-
ingar eða tónlistarfræðingar fram-
tíðarinnar koma til með að beina
sjónum að. Kannski diskóið fái ein-
hvern tfmann uppreisn æm?
Diskó er ekki bara diskó
Á bókarkápu lofa höfundamir því
að opna augu þeirra sem lesa. Og þá
sérstaklega augu þeirra sem halda
að diskó sé bara „YMCA“, Bee Gees-
bræður, glitrandi augnskuggi og
glansandi föt. Diskó var bæði annað
og meira.
Diskóið varð að alþjóðlegri tísku-
bylgju, en hafði þrifist lengi áður og
þá f mun hreinni mynd. Vinsældir
þess jukust jafnt og þétt og á endan-
um snerist allt um diskó. Diskó varð
söluvara og almenningseign. Áður
hafði diskóið verið cinkaeign inn-
Titill: The Voices ofMarrakcsh.
Höf: Elias Canetti. Útg.: Marion
Boyars, 1993. Bókin er 103 bls. og
má panta f Bóksölu stúdcnta.
SUMIR höfundar ráða yfir svo
góðri frásagnartækni að þeir geta
lýst sandi á hundrað blaðsíðum með
þeim árangri að lesturinn verður
bara allt í lagi. En bara
allt í lagi. Því miður eru
til höíúndar sem halda
að góð frásagnartækni
sé nóg og falla í þessa
frekar þurru sandgryfju
„góðs texta“. Svo eru til
höfundar sem ráða yfir
svo góðri frásagnar-
tækni að þeim dettur
ekki til hugar annað en
þannig eigi það að vera.
Hún bara er í blóðinu og
pennanum en í höfðinu
er allt annað og svo
miklu meira. Þannig höf-
undur var Elias Canetti.
The Voices of Marra-
kesh segir frá nokkurra
vikna dvöl Canettis ein-
hverntíma á sjöunda áratugnum í
Marokkó. Bókin er óljóst sambland
af ferðasögu og frábærum hugleið-
ingum höfundarins um það sem
fyrir augu ber. Hann er dreginn
áfram af mjög svo heilbrigðri for-
vitni og nær að láta allt daglegt líf
koma sér við með einhverjum
hætti. Það er enginn eiginlegur
þráður í bókinni en Marrakesh og
sterkt sjónarhorn Canettis ramma
hana inn. Einn kaflinn fjallar um
úlfaldamarkað í borginni, sá næsti
hvernig best er að velja sér brauð-
hleif en sá næsti um betlara. Og
svo framvegis. En vangaveltur um
frekar stirt sambýli gyðinga, araba
og Evrópumanna á staðnum ganga
í gegnum allt saman.
Þótt aldrei komi fram hvaðan
höfundur er að koma eða hvert að
fara gæti manni ekki staðið meira á
sama. Canetti er svo öruggur leið-
sögumaður að frásögnin líður
áfram eins og ljúfur draumur. En
það er varla hægt að lýsa þessari
bók betur en kápan gerir. Lestur-
inn er einhvemveginn eins og læð-
ast inn í þessa hvelfingu. Og vona
að enginn komi.
Elias Canetti fæddist 1905 í
Búlgaríu en fluttist með fjölskyldu
sinni til Englands og síðar Austur-
ríkis þar sem hann lærði efnafræði.
Arið 1938 flúði hann undan nasist-
um til Englands aftur og gerðist
enskur ríkisborgari 1952. Hann
skrifaði leikrit, ritgerðir, ferða- og
skáldsögur en er líklega þekktastur
fyrir bækurnar Auto-da-Fe (The
Tower of Babel) og Die Gerettete
Zunge (The Tongue Set Free) svo
og skrif sín um Franz Kafka. Can-
etti hlaut Nóbelsverðlaunin 1981.
Hann lést 1994.
Huldar Breiðfjörð
Diskótímabilið er sveipað töfraljóma í
huga margra. Sumir minnast þess með
eftirsjá, aðrir með hryllingi, enn aðrir
misstu af því - voru einfaldlega ekki
fæddir. Silja Björk Baldursdóttir glugg-
aði 1 bók, fyllta ljúfsárum minningum,
um sögu diskósins.
vígðra. En þegar fjöldinn
var kominn á bragðið
komu peningamir í spilið
og kapphlaupið hófst um
að græða sem mest á neyt-
endunum. Tónlistin varð
smám saman ódýr söluv-
ara og ómcrkilegri fyrir
vikið.
Fleiri vilja en geta
Fyrir þeim sem ekki
þekktu til hljómaði diskó-
tónlistin öll eins.
Margir héldu því að þeir
gætu samið diskólög og
orðið frægir. Fjölmargir
freistuðu gæfunnar og
reyndu að slá í gegn. I bók-
inni segir frá Þjóðverjum
sem vildu verða stjörnur en í
flýtinum skolaðist enskufra-
mburður eitthvað til þannig
að Tequila rimaði við Ven-
ezuela (söngkonan var
Sandra sem seinna söng lagið
vinsæla Maria Magdalena).
Höfundar bókarinnar hafa
tekið saman ansi skemmtileg-
an lista yfir tilraunir tónlistar-
manna til að skipta um ham og
gerast diskóstjömur.
Sumum tókst vel upp en öðr-
um sfður. Mikki Mús sendi meira að
segja frá sér diskóplötu og þar var
að fínna lög cins og Macho Duck.
Allir vildu vera með. Og það yljar ef-
laust mörgum íslendingnum um
hjartarætur að tvisvar í bókinni
rekst hann á samlanda sína. Upp era
taldir Arni Egilsson og Thor Bald-
ursson og minnst lítillega á framlag
þeirra til diskótónlistar. Það er
ánægjulcgt að rekast á fulltrúa okk-
ar litla lands í svona stórri bók.
Kvikmyndirnar fóru ekki var-
hluta af diskóæðinu. í bókinni er yf-
irlit yfir bíómyndir, bæði gamlar og
nýjar, sem fjalla um diskóið. Sem
fyrr - margir af vilja gerðir en tekst
misvel upp. A1 Pacino sýndi von-
lausa diskótakta (Cruising - 1980)
en Patrick Swayze skaust upp á
stjörauhimininn á hjólaskautum
(Skatetown USA - 1979). Brasilíu-
menn áttu sína diskómynd: Vamos
Cantar Disco Baby (1979) og Þjóð-
veijar Disco-Fieber (1980).
Diskó alls staðar
Ekkert er bókahöfundum óvið-
komandi þegar diskó er annarsveg-
ar.
Diskóið var tónlist, diskóið var
ákveðnir diskódansar, diskódrykk-
ir, diskódóp. Og líka diskóföt. OIIu
Nocturna: Grand-
daughter of Drac-
ula (1979) og Love
First Bite
(1978).
eru gerð ítarleg
skil í bókinni í
bland við fróð-
lciksmola. Sagt er
frá mamii sem dó
í loftræstikerfí
skemmtistaðarins Studio 54. Hann
fannst þegar lyktina af rotnandi
líkamanum lagði um allt,. Hann hafði
verið að reyna að komast inn á stað-
inn - þú þurftir að vera nógu sætur
eða frægur.
Dansmenningin fær sinn skerf,
öllum helstu danssporanum er lýst
svo þeir sem heima lesa geti prófað.
Og hjólaskautadiskóið fær sérkafla í
bókinni. Jimmy Carter og Játvarður
Bretaprins reyndu báðir hæfni sína
á hjólaskautum þegar mesta æðið
gekk yfír. Klámmyndaiðnaðurinn
tók við sér og myndir eins og Roller
Babies litu dagsins ljós. I bókinni
era svo yndislegar ráðleggingar úr
gömlum tímaritum og bókum um
hvemig þú átt að klæða þig til að
falla í hópinn eða þá skera þig úr.
Regluleg diskókennslubók.
Lífsstíllinn diskó hafði áhrif. Nú
gastu dansað eins og þú vildir, einn
og án félaga. Diskóið var samofíð
réttindabaráttu samkynhneigðra og
diskóið fléttaði ólíka kynþætti sam-
an. En smám saman fór glansinn af
diskóinu. Subbulegt lífernið tók sinn
toll, eyðni kom til sögunnar, lög-
reglan komst í spilið og fólk gafst
upp á tónlistinni. Diskóið úrkynjað-
ist og töfrarnir dvínuðu. En það lifír
í minningunni - viðbjóðslegt tímabil
en fallegt á sinn hátt.
Forvitnilegar bækur