Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 12
12 MIDVIKL'DAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLADIÐ
FRÉTTIR
Tugþúsundir sóttu vflringasýningu í Smithsonian fyrstu helgina
Mikill áhugi
og mikil
umfjöllun
n. Mnrcninhlnflíö.
Washington. Morgunblaöið.
TUGIR þúsunda sóttu Víkingasýn-
inguna í Smithsonian-safninu í
Washington, höfuðborg Bandaríkj-
anna, um síðustu helgi, en sýningin
var opnuð almenningi á laugardag.
Mikil ánasgja ríkir meðal aðstand-
enda með þann áhuga sem almenn-
ingur og fjölmiðlar í Bandaríkjunum
sýna sýningunni. Þannig eru yfir-
gripsmiklar forsíðugreinar um vík-
ingana í nýjustu heftum hinna virtu
tímarita Time og National Geo-
graphic og talsvert hefur verið fjall-
að um nýju sýninguna í fjölmiðlum í
Washington undanfama daga, bæði
á öldum Ijósvakans og einnig dag-
blöðum.
Biðraðir mynduðust við anddyri
sýningarinnar á köflum um sl. helgi,
en hjá kynningardeild Smithsonian-
stofnunarinnar fengust þær upplýs-
ingar að aðsóknin hefði verið sam-
kvæmt áætlunum. Þær gera enda
ráð fyrir að heildaraðsókn á sýning-
unni geti orðið allt að 25
milljónum gesta.
Fox-sjónvarpsstöðin
greindi frá sýningunni í
morgunþætti sínum í
tæplega hálftíma langri
fréttaskýringu, Washington-áag-
blöðin Times og Post greindu frá
henni og vikuritið Newsweek fjallaði
um hana í fjögurra blaðsíðna úttekt.
Framar vonum
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra var viðstaddur opnun sýning-
arinnar og setti málþing í tengslum
við hana ásamt Sonju Noregsdrottn-
ingu. Hann segist telja að viðbrögð
við henni séu framar vonum. „Það
hefur glatt mig sérstaklega hve allir
þeir sem að sýningunni koma eru
ánægðir. Fjölmiðlar sýna þessari
sýningu mikinn áhuga og talsvert
hefur verið fjallað um víkinga sem
slíka. Almenningur virðist einnig
áhugasamur, t.d. var geysileg að-
sókn að hátíðarsamkomu vegna sýn-
ingarinnar og mættu þar miklu fleiri
en títt er um á slíkar sýningar Smith-
sonian-stofnunarinnar," sagði Björn.
Einn helsti bakhjarl sýningarinn-
ar er Norræna ráðherranefndin.
Ráðherrar af öllum Norðurlöndum
voru viðstaddir opnun sýningarinnar
og Björn segir að meðal þeirra hafi
ríkt mikil og almenn ánægja.
„Ég tel að það hafi verið skynsam-
legt af hálfu ráðherranefndarinnar
að styrkja þessa sýningu. Þeim pen-
ingum var vel varið af hálfu Norður-
landanna," segir hann.
Menntamálaráðherra bendir á að
möguleikar íslendinga í
framhaldi af víkingasýn-
ingunni í Washington
geti verið geysilegir.
„Sýningin verður á
ferðalagi um Bandaríkin
og Kanada í tvö til tvö og hálft ár, eft-
ir því hvernig aðsókn á hana verður.
Spumingin er svo hvort spurn verði
eftir henni annars staðar og hvort
hún marki upphaf að nýjum þætti í
samskiptum okkar við aðrar þjóðir;
að þær líti á okkur öðrum augum en
hingað til eftir að hafa kynnst þess-
um þætti í sögunni," segir hann.
„Þar stöndum við íslendir.gar
vitaskuld afar vel að vígi, ásamt
Á forsíðum
Time og Nation-
a/ Geographic
Víkingarnir
taka völdin
Washington. Morgiinblaöiö.
VÍKINGASÝNINGIN hefur hlotið
mikla umfjöllun í bandarískum fjöl-
miðlum undanfarna daga og er
greinilegt að vitneskjan um fund vík-
inga á Ameríku, fimm hundruð árum
áður en Kólumbus kom þar að, vekur
mikla athygli.
Þannig eru yfirgripsmiklar for-
síðugreinár um víkingana í nýjustu
heftum hinna virtu tímarita Time og
Nationai Geographic og talsvert hef-
ur verið fjallað um nýju sýninguna í
fjölmiðlum í Washington undanfarna
daga.
Fox-sjónvarpsstöðin greindi frá
sýningunni í morgunþætti sínum í
tæplega hálftíma langri fréttaskýr-
ingu, Washington-dagblöðin Times
og Post greindu frá henni og vikuritið
Newsweek fjallaði um hana í fjög-
urra blaðsíðna úttekt.
Viðamest hefur þó umfjöllunin
verið, hingað til hið minnsta; í Time
og National Geographic. I síðar-
nefnda ritinu er sagt frá þætti víking-
anna í fundi Ameríku í 26-síðna for-
síðugrein sem ber yfirskriftina „In
Seareh of Vikings“. Á glæsilegri for-
síðumynd sést bálkösturinn af Þjóð-
hátíð í Vestmannaeyjum í öllu sínu
veldi og sex menn fyrir framan hann
að bera í hann olíu. Kemur fram í
texta við myndina að íslendingar
fagni að hætti forfeðra sinna - með
eldi, söng og fimum af drykkjarföng-
um.
Greinin tekur til víkingatímabils-
ins í sögu Evrópu, segir frá ránsferð-
um þeirra og hyggjuviti, hemaði og
menningu. Birtar era fjölmargar
ljósmyndir frá Norðurlöndum, m.a.
frá íslandi, þar sem gefin er innsýn í
daglegt líf eyjarskeggja nú, afkom-
enda víkinganna, birt opnumynd frá
Þingvöllum í Ijósaskiptunum, athygl-
inni mjög beint að kvenhetjunni Guð-
ríði Þorbjarnardóttur, m.a. birt
mynd af leikkonunni Tristan Gribbin
í Ferðum Guðríðar sem Brynja
Benediktsdóttir samdi og leikstýrir.
Rætt er við Jörmund Inga alls-
herjargoða og birt mynd af honum
við grafreit ásatrúarmanna. Þá er
mjög fjallað um kenningar fræði-
manna um Vínlandsferðir, m.a. rætt
við Pál Bergþórsson, fyrrverandi
veðurstofustjóra, sem mjög hefur
fjallað um þann þátt víkingatímabils-
ins.
„Margir fræðimenn telja nú að vík-
ingar hafí lagt sitt af mörkum til,
fremur en brotið niður mótuð
evrópsk samfélög á ferðum sínum. Á
tímum hversdagslegrar grimmdar
vora víkingamir einfaldlega snjallari
hrottar; rændu til að mynda klaustr-
in vegna þess að þar voru peningam-
ir. En hinir norrænu menn vora auk-
inheldur kaupmenn og stjóm-
spekingar sem færðu út evrópskan
sjóndeildarhring," segir í grein Nat-
ional Geographic.
Ef eitthvað er, tekur vikuritið
Time dýpra í árinni hvað varðar áhrif
víkinganna og mikilfengleik. Þar seg-
ir á forsíðunni í yfirskrift myndar af
höfðingja að víkingasið, „The untold
saga of the vikings“ - sagan af vík-
Morgunblaðið/Ásdís
Sýningargestir á leið á Víkingasýninguna í Smithsonian-safninu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna,
en tugir þúsunda sóttu hana um síðustu helgi.
Grænlendingum. Athyglin er dregin
að okkur með öðram hætti en hingað
til hefur verið gert og þótt við vitum
satt að segja ekki hvað það getur
gefið okkur í nútímanum, er ljóst að
sóknarfærin era gríðarleg," sagði
Bjöm Bjarnason ennfremur.
„Söguleg stund“
„Víkingasýning Smithsonian-
stofnunarinnar er, eins og ég hef áð-
ur orðað það, íslenskur og norrænn
menningarviðburður," segir Jón
Baldvin Hannibalsson, sendiherra
Islands í Washington. „Það er hvorki
meira né minna en verið að endur-
skrá fyrsta kaflann í amerískri sögu.
Þegar sá sem að því stendur heitir
Smithsonian er enginn lengur sem
rengir það,“ bætir hann við.
Sendiherrann bendir á að ekki sé
aðeins verið að tala um eina sýningu
sem standi uppi í nokkra mánuði; um
sé að ræða farandsýningu sem fara
muni til margra helstu borga Banda-
ríkjanna og einnig norður yfir landa-
mærin til Kanada og aukinheldur
gefi Smithsonian út heilmikið ítar-
efni í tengslum við sýninguna, t.d.
mjög vandaða bók sem sæti nokkr-
um tíðindum fyrir þá sök að fræði-
menn þeir sem að henni standa end-
urmeti sögulegt hlutverk Leifs
Eiríkssonar.
„Nú er ekki lengur rætt um mis-
heppnað landnám eða
dæmi um eitthvað í nor-
rænni sögu sem í raun og
vera mistókst. Þvert á
móti segir dr. Fitzhugh,
sýningarstjóri Víkinga-
sýningarinnar, í inngangi sínum, að
dreifing mannkynsins um þessa
jarðarkringlu hafði tekist um öll
meginlönd utan það að Atlantshafið
var óbrúanlegt bil og óyfirstíganleg-
ur þröskuldur. Sögulegt hlutverk
Leifs Eríkssonar var að loka hringn-
um. Hann er því ekki aðeins fyrsti
Evrópumaðurinn svo vitað sé sem
finnur og nemur lönd í Ameríku,
hann er einnig fyrsti maðurinn í ver-
öldinni sem lokar þessum hring. Þar
með á hann sinn sögulega sess sem
landkönnuður og sægarpur í fremstu
röð.
Þetta er eitthvað sem Smithson-
ian-stofnunin segir og er miklu
meira sögulegt hlutverk en Islend-
ingar hafa nokkurn tímann mannað
sig upp í að ætla honum,“ segir Jón
Baldvin um Leif heppna
Eríksson.
Hann tekur fram að
ekki sé við því að búast að
almenningur í Bandaríkj-
unum muni undireins til-
einka sér nýja vitneskju um víking-
ana og vesturferðir þeirra, slíkt taki
ár og áratugi að seytla niður skóla-
bækur, heimildakvikmyndir og ann-
að efni sem sé á boðstólum í banda-
rískum skólum.
„Með þeim hætti kemst þetta á
endanum til almennings. Með þessu
hefur Kólumbusi verið steypt af
stalli. Þetta er svo sannarlega sögu-
leg stund," sagði Jón Baldvin.
Fyrsti hiuti am-
erískrar sögu
endurskráöur
!<■. <•!
. t*0
íarL.. ■■
>'■ <í.\i
'•'A >■ _____
apSX
*** **«•>»
Morgunblaðið/Ásdís
L V V / !
mm mm
.m -Káifjiiiw
^rr 8 ~jj
Ungur lesandi með Time en yfírgripsmiklar forsíðugreinar um víkingana eru í nýjustu heftum hinna
virtu tímarita Time og National Geographic.
L
ingunum sem ekki hefur enn verið
sögð.
„Þeir voru 500 áram á undan Kól-
umbusi til Nýja heimsins. Nýjar
rannsóknir sýna á hvern hátt þeir
höfðu áhrif á okkur - og gera enn,“
segir í forsíðutextanum.
Yfirskrift greinarinnar sjálfrar,
sem er 10 blaðsíður, er „The Am-
azing Vikings“, og þar segir að þótt
víkingarnir hafi haft orð á sér fyrir
grimmd, hafi þeir einnig verið hand-
verksmenn, landkönnuðir og fylgj-
endur lýðræðis.
í greininni er blómaskeiði víking-
anna gerð mjög góð skil, ekki síst
þætti íslands, stofnun alþingis og ís-
lendingasögunum. Síðan segir að
hinar grófu útlínur menningar vík-
ingatímans og afreka hafa verið sér-
fræðingum kunnar lengi, en nýjar
vísindarannsóknir á íslandi og ann-
ars staðar í Evrópu, Grænlandi og
Kanada varpi nýju ljósi á málið og
unnt sé nú að fylla á nákvæmari hátt
inn í heildarmyndina.
„Við hin höfum nú tækifæri til að
kynnast þessum uppgötvunum af
eigin raun með sérlega yfirgripsmik-
illi sýningu í National Museum of
Natural History í Washington sem
ber yfirskriftina Víkingar: Saga
Norður-Atlantshafsins,“ segir svo í
úttektinni í Time.
Þar kemur einnig fram að norræn-
ir menn hafa ekkert síður verið sið-
væddir en aðrar þjóðir Evrópu. Bók-
menntir þeirra, hin epísku
Eddukvæði og íslendingasögurnar,
hafi verið hómerískar í uppbyggingu
og dramatík.
„Ólíkt Kólumbusi komu víkingarn-
ir sér ekki upp byggð til frambúðar í
Norður-Ameríku í fyrstu tilraun.
Þær milljónir Bandaríkjamanna sem
hafa hinn minnsta í sér vott af vík-
ingablóði era þó enn þar - og láta til
sín taka,“ segir svo í lok greinarinnar.