Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Sverrir
„Mót sem þessi eru kóramenningunni afar nauðsynleg. Við höfum heyrt hér í mörgum góðum kórum og nokkrum frábærum," segir meðal annars í um-
Qöllun um lokatónleika Norræna kvennakóramótsins sem haldnir voru í Valsheimilinu siðastliðinn sunnudag.
Raddir þús-
und kvenna
TONLIST
Valsheimilið
NORRÆNT
KVENNAKÓRAMÓT
Kórar Norræna kvennakóramóts-
ins sungu saman; kórstjórar voru
Sigrún Þorgeirsdóttir, Margrét J.
Pálmadóttir, Tove Ramlo, Solvieg
Ágren, Sibyl Urbancic, Anne-Mari
Taulio, Raakel Solvin og Jóhanna
Þórhallsdóttir. Sunnudag kl. 17.
NORRÆNA kvennakóramótinu,
sem haldið hefur verið í höfuðborg-
inni síðustu daga, lauk á sunnudag-
inn með stuttum tónleikum í Vals-
heimilinu þar sem allir kórar mótsins
sungu saman nokkur lög. Það er nú
reyndar vafamál hvort orðið tónleik-
ar eigi við um slíka samkomu; - fyrst
og fremst er þetta félagslegt fyrir-
bæri að konurnar komi allar saman,
því varla gerir nokkur ráð fyrir því
að söngur meir en níu hundruð
kvenna geti verið af sömu gæðum og
söngur hvers kórs fyrir sig. í fyrsta
lagi eru hópamir ekki samæfðir
nema rétt fyrir þessa tónleika; í öðru
lagi er stærðin ein svo yfirgengileg
að einn kórstjóri getur varla haft yf-
irsýn yfir allan hópinn, hvað þá að all-
ur hópurinn sjái vel hvað kórstjórinn
er að gera. Valsheimilið dugði varla
til, því konumar stóðu í mörgum röð-
um meðfram langveggnum og einnig
meðfram báðum skammveggjunum.
Hljóðið barst líka til áheyrenda í lif-
andi „stereói" en vandamálið var
bara að erfitt reyndist að halda jöfn-
um hraða hjá kórnum stóra. Þá var
það líka vandamál að hver þjóð söng
„sín“ lög af mestum þrótti. Mest var
það áberandi í grænlenska laginu,
þar sem grænlenski kórinn tók ekk-
ert tillit til stjórnandans og söng sitt
lag fullum rómi og af miklum móð og
hita og nánast stakk hinar m'u hundr-
uð konurnar af. Það sem best kom út
var mótslagið, Sápukúlur eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur við ljóð Stein-
gerðar Guðmundsdóttur, en lagið var
samið fyrir mótið, og sennilega það
sem mest hefur verið æft af þessu
sameiginlega prógrammi. Hægu lög-
in voru undantekningarlaust betri en
þau hröðu; Hvile eftir Agathe Backer
Grondahl var mjög vel sungið, - lagið
líka sérstaklega fallegt. Annað slíkt
lag var finnska þjóðlagið On suuri
sun rantas autius. Þar náði kórinn
upp mjög góðum samhljóm og þá
varð þessi risavaxni kórhljómur líka
undursamlegur. Abbalagið Thank
you for the music stóð hjörtum
kvennanna greinilega nærri, og þessi
frábæra útsetning Ingegerds Idars
var mjög fallega flutt og af hjartans
einlægni. I tónleikalok var mótslagið
Sápukúlur flutt aftur. Þar með lauk
fyrsta norræna kvennakóramótinu
sem haldið er. Mót sem þessi eru
kóramenningunni afar nauðsynleg.
Við höfum heyrt hér í mörgum góð-
um kórum og nokkrum frábærum.
Kóramir hittast, bera saman bækur
sínar og bera sig saman hver við ann-
an. Það hlýtur að vera þeim bæði
hollt og gott. Niðurstaðan hlýtur að
verða meiri söngur og betri söngur
og það er mikilvægt.
Bergþóra Jónsdóttir
bara konur“
Gunnar Gunnarsson og Sigurð-
ur Flosason.
Nýjar plötur
• SÁLMAR lífsins er ný plata þar
sem Sigurður Flosason saxófónleik-
ari og Gunnar Gunnarsson organisti
leika 14 sálmalög frá ýmsum tímum.
Lögin eru útsett af þeim félögum og
er áhersla lögð á spuna af ýmsum
gerðum. Margir sálmanna tengjast
stórhátíðum kirkjuársins og ýmsum
kirkjulegum athöfnum, svo sem
skím, fermingu, brúðkaupi og útför.
Elstu sálmalögin em frá 15. öld, en
þau yngstu frá síðustu áratugum.
Sigurður og Gunnar fluttu sálma-
spuna sinn á tvennum tónleikum í
Hallgrímskirkju sl. haust og á jóla-
tónleikum í Langholtskirkju.
Utgefandi erMál ogmenning.
Upptökur fóru fram í Hall-
grímskirkju afStafræna hljóðupp-
tökufélaginu. Upptökumaður var
Sveinn Kjartansson. Verð: 2.190 kr.
TONLIST
Ýmir
NORRÆNT
KVENNAKÓRAMÓT
Fjórir norrænir kórar sungu:
Finlands Svenska Damkörsför-
bund, sljórnandi Anne-Mari Taulio;
Florakören, stjórnandi Ulf
Lángbacka; Gospel-systur,
stjórnandi Margrét Pálmadóttir;
Vantaan Naislaulajat, stjórnandi
Ari Pamanen; og Vandaamit,
stjórnandi Kaisa Párnánen.
Föstudagskvöld kl. 22.
ÞAÐ kom upp í huga mér á
föstudagskvöldið gamalt Dátalag;
Konur, þar sem Rúnar Gunnarsson
söng svo innilega vísindalega sann-
færandi: „Uti í heimi eru konurnar
svo margar, - að kringum jörðina
þær næðu ef þær stæðu í röð“.
Konur fylltu hvern _ krók og kima
Karlakórshússins Ýmis - mörg
hundrað norrænar konur sem sam-
an voru komnar til að syngja og í
röð hefðu þær hefðu orðið drjúgur
spotti í röðinni hans Rúnars. Flest-
ir tónleikagesta vora augljóslega
líka þátttakendur í Norræna
kvennakóramótinu sem stendur yf-
ir hér þessa dagana, og hefðu tæp-
lega fleiri komist fyrir í húsinu svo
stappað var þar. Finnlands-sænska
kvennakórasambandið reið á vaðið.
Urval kóra innan þessa sambands
söng saman nokkur lög og byrjaði
vitaskuld á Vem kan segla förutan
vind. Þetta kunnu konurnar mæta-
vel og sungu fallega. Rómantískt
ættjarðarljóð, En sommardag i
Kangasala eftir Alfred Anderssen,
var líka prýðilegt. Annað sem þessi
140 kvenna kór söng var fremur
dauft og slappt, innkomur óklárar
og í heild illa samæft. Þá steig á
stokk hluti þessa finnsk-sænska
stórkórs; Florakoren, sem starf-
ræktur er við háskólann í Ábo eða
Turku. Stjórnandi þessa kórs var
Ulf Lángbacka. Þessi ung-kvenna-
kór söng aðeins tvö lög, en gerði
það snilldarlega vel. Söngstíllinn
var þjóðlegur; - hvað á maður að
segja; - finnsk-úgrískur? og minnti
svolítið á hina frábæru karelísku
kvennasveit og kantelegrúppu
Várttiná. Þessi hressilegi söngur
gladdi mjög. Stórkór finnsk-
sænska kvennakórasambandsins
tók svo við aftur og söng nokkur
lög, þar á meðal hið finnska „undir
dalanna sól“, Kalliolle kukkulalle,
sem jafnvel smæstu kórar á Islandi
hafa í handraðanum. Söngurinn var
sem fyrr frekar daufur og litlaus.
Það vantaði hins vegar hvorki lit
né líf í íslenskar Gospelsystur undir
stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Þessi kór syngur dável og með
sönggleðina að vopni hlýtur hann
að hræra við jafnvel harðsvíruðustu
spýtukörlum. Eins og nafn kórsins
gefur til kynna er efnisvalið að
mestu amerísk og afró-amerísk lög,
bæði negrasálmar og soul-stand-
ardar svo eitthvað sé nefnt. Lítil
grúppa innan úr kórnum söng sóló
á móti rest í laginu Feeling Good,
og gerði það mjög vel. Vel hefði
farið á því að fá góðan einsöngvara
til liðs við kórinn, því flest ef ekki
öll þessara laga bjóða upp á að góð-
ur soul- eða blues-söngvari sýni þar
listir sínar. Besta lag Gospelkórsins
var Oh Happy Day.
Vantaan Naislaulajat-kórinn frá
Finnlandi var jafn stilltur og penn
og Gospelkórinn var frjálslegur og
lifandi. Söngur finnska kórsins var
líka ekki bara litlaus heldur einnig
líflaus með öllu. Merkilegt hvað
mikið var státað af velgengni kórs-
ins í prógrammtexta. Stjórnandinn
var stífur og ómúsíkalskur og kór-
inn eins. Það besta hjá þessum kór
var dægurslagarinn The Land of
Music eftir Ilkka Kuusisto. Innan
þessa kórs er svo starfræktur ann-
ar minni, Vandaamit, sem Kaisa
Párnánen stjórnar. Litli kórinn
söng aðeins tvö lög; - tvo negra-
sálma, og skilaði með stakri prýði.
Bergþóra Jónsdóttir
Frábær
Flóru-
kór
TONLIST
R á ð h ú s R e y k j a v í k 11 r
NORRÆNT
KVENNAKÓRAMÓT
Florakören frá Háskólanum í Ábo
í Finnlandi söng norræn lög;
stjórnandi Ulf Lángbacka.
Laugardagskvöld kl. 20.30.
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ söng
Florakören frá Ábo í Finnlandi tvö
lög á kvennakóratónleikunum í
Ými. Það var greinilega nóg til að
kveikja í mörgum til að koma og
hlusta á heila tónleika með þessum
skínandi góða kór á laugardag-
skvöld. Ef það er hægt að lýsa töfr-
um þessa kórs í einu orði, þá er
verður það sköpunargleðin sem
verður fyrir valinu. Verkefnavalið
hlýtur að skrifast á ábyrgð kór-
stjórans, Ulfs Lángbacka, og það er
frábærlega saman sett blanda af
gömlu og nýju; tónlist sem samin er
fyrir kvennakóra, og jafnvel fyrir
akkúrat þennan kór, og þjóðlögum
og eldri tónlist í góðum útsetning-
um. Kórstjórinn býr greinilega yfir
mikilli hugmyndaauðgi og öllum
göldrum er beitt til að ná fram því
ríkasta og auðugasta í söngblæ sem
ég minnist að hafa heyrt. Litróf
kórhljómsins er ótrúlega mikið og
margslungið. Þar þjónar hljómur-
inn tónlistinni fyrst og fremst.
Hljómmikill höfuðtónn er ekki alltaf
það sem gildir, og stundum er gróf-
ur og breiður brjósttónn það sem
þjónar tónlistinni best. Það virðist
heldur ekki vera neinn ótti við að
experimenta í þessum fína kór;
bæði raddlega, músíkalskt og á ann-
an hátt. Ég veit ekki hvort framleg-
ar uppstillingar, dansspor, hreyf-
ingar og jafnvel tilbrigði við
macarena eru skrifuð inn í þá tón-
list sem slíkt var viðhaft í, en alltént
dillaði kórinn sér bæði og dansaði í
nokkram laganna; allt greinilega
vel æft og mótað af tónlistinni.
Heppinn er Flórukórinn að því
leyti að þar era margir fínir ein-
söngvarar innanborðs, og fengu
tónleikagestir að heyra í mörgum
þeirra. Minna Nyberg söng afar fal-
lega einsöng í tregaþrungnu þjóð-
lagi Láksin miná kesáyöna
kaymáán í útsetningu Einars Eng-
lunds. Dreams eftir verðlaunatón-
skáldið Erik Bergman er feikna-
skemmtilegt verk, með alls kyns
hljóðum og óhljóðum, og kórinn
naut þess að búa til þessa mögnuðu
munnhljóðafantasíu draumalands-
ins. Triumph att finnas till eftir
annað verðlaunatónskáld, Karin
Rehnqvist, við ljóð Edith Söder-
gran var ekki síður frábær tónsmíð.
Þetta var sterkt og svipmikið verk
þar sem styrkleikinn var byggður í
kringum ögrandi ómstríður lítilla
tvíunda. Laulusild við kvæði úr
Kalevala var aldeilis frábært með
tígulegri kóreógrafíu. Finnsku þjóð-
löginn sem Flórakórinn söng vora
flest útsett af Jenny Wilhelms og
vora stórkostlega flutt. Jenny þessi
útsetti líka fyrir kórinn íslenska
Hjaðningarímu, þar sem einkenni
íslenska þjóðlagsins, taktskipti og
tvísöngur, voru nýtt, en á allt öðra
vísi hátt en nokkru íslensku tón-
skáldi hefur hingað til dottið í hug
að gera. Tónleikum Flórakórsins
lauk með Finlandiasálminum. Það
væri gaman að fá að heyra einhvern
tíma aftur í þessum skemmtilega
kór. Ulf Lángbacka er greinilega
frábær kórstjóri, sem kann lagið á
að vinna með ungu fólki, og hefur
þor til að bjóða upp á nýja, flotta og
forvitnilega tónlist og sitthvað fleira
í mjög svo óhefðbundnum búningi.
Þetta var frábær skemmtun.
Bergþóra Jónsdóttir