Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 33 LISTIR Nær til hi artans Áhugaleiksýning ársins Ljósmynd/Atli Vigfússon Úr áhugaleiksýningu ársins, Sfldin kemur og sfldin fer. Sfldin kemur og sfldin fer TONLIST III j ó m d i s k a r HEILÖG MESSA Tónlist: Gunnar Þórðarson.Texti: sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. Aldamótakórinn (skipaður söng- fólki úr Kammerkór Hafnarfjarðar, Kór Víðistaðasóknar og Alfta- neskórnum). Kammersveit Hafnar- fjarðar. Þórunn Guðmundsdóttir, sópran. Sigurður Skag-fjörð, barit- on. Stjórnandi: Ulrik Olason. Tekið upp í Víðistaðakirkju 21. og 23. febrúar 2000. Upptökustjórn og hljóðblöndun: Gunnar Smári Helga- son. Hljóðblöndun: Hljóðsmárinn, stafræn upptaka. títgefandi: Vfði- staðakirkja, Hafnarfirði. Dreiflng: Skifan. títgáfan er styrkt af Menn- ingarsjóði F.Í.H. VK 001 GUNNAR Þórðarson er þekktari en svo að hann þurfí kynningar við - eða, svo vitnað sé í frekar þunnan (í blaðsíðum) bækling eða innslag með þessum nýja hljómdiski hefur hann verið ejnn vinsælasti lagahöfundur okkar Islendinga undanfarin 30 ár, samið yfir fjögurhundruð lög, sem gefin hafa verið út á hljómplötum; stjórnað upptökum og útsett tónlist á fjölda hljómplatna; samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp - og fyrir Sinfóníuhljómsveit Islands. Og hver man ekki eftir Hljómum og Trúbroti? Og svo kemur þessi höfð- ingi úr Strandasýslu og Suðurnesj- um með trúarlegt verk, Heilaga messu, sem búið er að frumflytja bæði við messugerð og á konsert - og birtist nú á hljómdiski. Messan er ekki hefðbundin að því leyti að textar eru á íslensku (sumir frumsamdir af séra Sigurði Helga Guðmundssyni, sóknarpresti í Víði- staðakirkju) og endar á lofgjörð til Guðsmóðurinnar (Ave Maria), að viðbættum Postludium, stuttum lokakafla með tilvitnunum. Allt er þetta aðgengileg og falleg tónlist og vitnar um innlifun tónskáldsins í efnið og sanna auðmýkt. Sumir þátt- anna rísa hærra en aðrir hvað snert- ir fegurð melodíunnar og í áhrifa- mætti og krafti hljómanna (með hjálp „páknanna" ). Mér þóttu þeir kaflar, sem eru með hefðbundinn texta messunnar (svo sem Kyi-ie, Sanctus og Agnus Dei) einna áhrifa- mestir, sem leiðir hugann að því hvort hinir „hefðbundnu" textar (að íslenskri hefð) séra Sigurðar Helga hafi verið viss fjötur á andagift tón- skáldsins og frelsi. Það er einsog tónlistin verði einhæfari, bæði í tjáningu og úrvinnslu allri (sbr. Gloriu-kaflann). Reyndar má líka segja að „hómófónískt og (víðast) hægflæðandi tónmálið sjálft (engin polyfónía hér eða flóknar og lærðar aðferðir tónskálda með öðruvísi bakgrunn en Gunnar) sé frekar ein- hæft til lengdar, þó að sumir þætt- irnir séu mjög fallegir og grípandi melodískir. Ave María í lokin heyrir einnig undir þá skilgreiningu. Margt er, þráttfyrir vissan skort á andstæðum, bæði í ytra formi, hraðavali og etv. rytmískum tilþrif- um, mjög fallega skrifað fyrir við- eigandi valin hljóðfæri, ekki síst í einsöngsköflum og reyndar víðast- hvar. Það mátti einnig heyra fallega „krómatík", sem leiddi hugann á stundum fremur til sálumessu en hátíðannessu. En messan hefur óneitanlega góðan heildarsvip og er sjálfu sér samkvæm. Þórunn Guðmundsdóttur og Sig- urður Skagfjörð leysa einsöngshlut- verk mjög vel af hendi, Þórunn með „eterískum" tærleika og Sigurður með karakter og reisn. Kór og hljómsveit eru einnig_ fyrsta^ flokks undir öruggri stjórn Úlriks Ólason- ar. Svo er og um upptöku og hljóð- blöndun. Þetta er fallegt og „innlifað" verk (tekur u.þ.b. 3 stundarfjórðunga), stundum áhrifamikið. I það minnsta nær það til hjartans. Oddur Björnsson SAMKEPPNI Þjóðleikhússins um athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú verið haldin sjöunda leikárið í röð og í þetta skipti óskuðu alls níu félög eftir að sýningar þeirra kæmu til greina við valið. Dómnefnd Þjóðleikhússins í ár var skipuð Stefáni Baldurssyni þjóðleikhússtjóra, Melkorku Teklu Ólafsdóttur, leiklistarráðunauti Þjóðleikhússins og Margréti Guð- mundsdóttur leikkonu. Dómnefndin valdi að þessu sinni sem athyglis- verðustu áhugaleiksýningu leikárs- ins 1999-2000 sýningu leiklistar- hóps Ungmennafélagsins Eflingar í Reykjadal á Síldin kemur og sfldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steins- dætur í leikstjórn Arnórs Benónýs- sonar. Verður sýningin sýnd í Þjóð- leikhúsinu laugardaginn 13. maí kl. 20. í umsögn dómnefndar um sýn- inguna segir m.a.: „Óhætt er að segja að félagar í leiklistarhópi Efl- ingar notfæri sér kosti verksins til hins ýtrasta, þannig að úr verður bráðskemmtileg og kraftmikil sýn- ing. Leikstjórinn, Arnór Benónýs- son, hefur unnið ötullega að því að virkja sköpunargleði leikaranna og annarra sem að sýningunni standa. Leikarahópurinn er stór en sam- stilltur og er ánægjulegt að verða vitni að skemmtilegri samvinnu kynslóðanna í sýningunni, en hér leikur hópur nemenda við Fram- haldsskólann á Laugum við hlið eldri og reyndari leikara félagsins. Hvað leikinn varðar er sýningin óvenjulega jöfn og heilsteypt, og á sviðinu lifna fjölmargar skýrar og skemmtilegar persónur. Framsögn og framganga leikendanna er að jafnaði skýr og óþvinguð. Hópatriði eru úthugsuð og kraftmikil, ekki síst söngatriðin, en tónlistin á ríkan þátt í að gefa sýningunni líf og lit. Leikrýmið er skemmtilega nýtt, leikið er í báðumendum salarins og á brú endanna á milli. Það sem ekki síst einkennir sýningu leiklistar- hóps Eflingar er leikgleðin sem stafar frá hópnum, og í heild sinni vitnar þessi sýning um metnað og dugnað leikfélagsins, leikstjóra og allra aðstandenda hennar. Leikfélög sem hafa sýnt áhuga- sýningu ársins í Þjóðleikhúsinu frá upphafi eru eftirtalin: 1994. Leikfélag Hornafjarðar: Þar sem djöflaeyjan rís e. Einar Kárason. Leikstj. Guðjón Sigvalda- son. 1995. Freyvangsleikhúsið, Eyja- firði: Kvennaskólaævintýrið e. Böðvar Guðmundsson. Leikstj. Helga E. Jónsdóttir. 1996. Leikfélag Sauðárkróks: Sumarið fyrir stríð e. Jón Ormar Ormsson. Leikstj. Edda V. Guð- mundsdóttir. 1997. Leikfélag Selfoss: Smá- borgarabrúðkaup e. Bertolt Brecht. Leikstj. Viðar Eggertsson. 1998. Freyvangsleikhúsið, Eyja- firði: Velkomin í Villta vestrið e. Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikstj. Helga E. Jónsdóttir. 1999. Leikfélag Keflavíkur: Stæltu stóðhestarnir e. Stephen Sinclair og Anthony McCarten. Leikstj. Andrés Sigurvinsson. Reykvísk ljóð og tónar í Columbia-háskóla Morgnnblaðið. New York. Hrafnhildur Hagalín og Pétur Jónasson að lokinni dagskránni Reykja- vík 2000 í Deutsches Haus við Columbia-háskóla. Fjartónleikar um ljósleiðara REYKJAVÍK 2000 var yfirskrift dagskrár sem flutt var í Deutsches Haus við Columbia-háskóla í New York 19. aprfl sl. Hrafnhildur Hagalín leikritaskáld og Pétur Jón- asson gítarleikari kynntu þar ís- lenskar tón- og ritsmíðar. Áhersla var lögð á verk núlifandi og yngri kynslóðar listamanna í Reykjavík, í tilefni af menningarborgarárinu. Þessi klukkustundarlanga dag- skrá hófst með lestri Hrafnhildar Hagalín úr eigin leikverki, Hægan Elektra, sem nú er á sviði Þjóðleik- hússins. Fluttar voru ljóðaþýðingar á ensku úr verkum skáldanna Ein- ars Más Guðmundssonar, Þorsteins frá Hamri, Matthíasar Johannes- sen, Gyrðis Elíassonar, Sjóns, Lindu Vilhjálmsdóttur, Braga Ólafssonar, Elísabetar Jökulsdótt- ur, Jónasar Þorbjarnarsonar og Sigfúsar Bjartmarssonar. Pétur Jónasson lék gítarverk eftir þá Kjartan Ólafsson, Atla Heimi Sveinsson og Ilafliða Hallgrímsson. Þá frumflutti hann verkið Equilibr- ium eftir Huga Guðmundsson sem stundar nám í tónsmíðum við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hafði verkið verið samið sérstaklega af þcssu tilefni. Það var deild sænskra fræða við háskólann sem stóð fyrir dagskránni en framlag islensku lislamannanna er hluti af vetrar- verkefni dcildarinnar um kynningu á menningu Norðurlandanna. Auk Columbia-háskóla var dagskráin styrkt af Ameriean-Scandinavian Foundation, Flugleiðum og M 2000. Leikverk Hrafnhildar, Eg er meistarinn, var opnunarverk nor- rænnar Ieiklistarhátíðar við Col- umbia-háskóla árið 1995. Umsjón með þeirri hátíð var í höndum for- stöðukonu sænskudeildarinnar, Verne Moberg. Hafði Verne spurn- ir af nýju verki Hrafnhildar og lýsti yflr áhuga á að kynna það í New York. Hægan, Elektra hefur nú verið þýtt á ensku og verður leikrit- ið á meðal verka í safnriti um evrópsk kvenleikritaskáld sem væntanlegt er á næsta ári f útgáfu Oxford University Press. Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Háskólabíói nk. föstudagskvöld verður ljósleiðara- tækni nýtt til að flytja hljóð og mynd úr Hallgrímskirkju, þar sem Hörður Áskelsson mun leika á orgel kirkjunnar í Orgelsinfóníu Camille Saint-Saéns - en samtímis leikur Sinfóníuhljómsveitin á sviðinu í Há- skólabíói. Hljóðið úr Hallgríms- kirkju mun óma úr hátölurum í Há- skólabíói og tónleikagestir geta fylgst með organistanum í beinni út- sendingu úr Hallgrímskirkju á breiðtjaldi í bíóinu. Ástæða þess að hljóð og mynd eru flutt húsa á milli á þennan hátt er einfaldlega sú að í Háskólabíói er ekkert orgel, en orgel gegnir stóru hlutverki í sinfóníu Saint-Saéns. Sinfóníuhljómsveitin leitaði til Landssímans til að kanna hvort fyr- irtækið vildi stuðla að því að hug- myndin gæti orðið að veruleika. Þar var henni ákaflega vel tekið, að sögn Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra, og mun Landssíminn styrkja tón- leikana með myndarlegum hætti. Einnig var leitað til tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu, hljóðfyrirtækinu EXTON og Háskólabíói, sem munu sjá um framkvæmdina, auk tækni- manna Landssímans og Háskóla- bíós. Óli Öder, hljóðtæknimaður hjá EXTON, er einn þeirra sem hafa umsjón með verkefninu og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að lokinni hljóðprafu í gær að allt virtist ætla að ganga upp. „Hljómsveitar- stjórinn veifaði sprotanum og það kom hljóð úr orgelinu á sama tíma,“ sagði hann. „Organistinn er með skjá fyrir framan sig, þar sem hann sér stjórnandann - og stjórnandinn sér orgelið og organistann á breið- tjaldinu fyrir aftan hljómsveitina. Svo er sett stórt og mikið hljóðkerfi sitt hvoram megin, á svipuðum stað og pípurnar væra ef það væri pípu- orgel á staðnum - þetta er hljóð- mynd.“ -------------- Hannes Scheving í Eden NÚ stendur yfir 6. einkasýning Hannesar Scheving í Eden í Hvera- gerði. I þetta sinn sýnir Hannes 42 akrflmyndir og era þær flestar unn- ar á sl. tveimur árum. Sýningin stendur til 14. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.