Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Víða í Evrópu var efnt til óeirða 1. maí
Hörð átök við lögreglu
í Berlín og London
London, Berlín. AP, AFP, Daily Telegraph.
AP
Stytta af Winston Churchill sést hér krýnd
móhíkanakambi gerðum úr grastorfi. Tölu-
vert eignatjón varð í óeirðum sem komu upp
á stöku stað í borginni á 1. maí. og er tjónið
metið á um 60 milljónir króna.
HÁTT á annað hundrað lög-
regluþjóna varð fyrir meiðsl-
um og hundruð öfgasinna
voru handtekin í óeirðum sem
urðu í Berlín 1. maí, á hátíðis-
degi verkalýðsins. Einnig
kom til óeirða í miðborg
London þar sem 95 voru
handteknir, 38 særðust og
eignatjón er talið nema um
hálfri milljón punda, eða um
60 milljónum króna.
I London voru það mótmæli
gegn alþjóða kapítalisma sem
leystust á stöku stað upp í
átök milli óeirðaseggja og lög-
reglu, þótt mótmæli færu í
flesta staði friðsamlega fram.
Við hlið Downingstrætis, þar
sem breski forsætisráðherr-
ann býr, var lögregla grýtt
með múrsteinum og flöskum
og þá segir fréttastofa BBC
verslanir víða hafa verið
rændar í miðborginni og bíl-
rúður brotnar, auk þess sem
óeirðaseggir hafi kastað bæði
múrsteinum og flöskum.
Að sögn Scotland Yard
særðust níu lögregluþjónar í
átökunum á mánudag, sem
Tony Blair, forsætisráðherra
Breta, hefur fordæmt sem „til-
gangslaust ofbeldi“. Viðbúnaður
Lundúnalögreglunnar vegna mót-
mælanna var með mesta móti og
voru rúmlega 5.500 lögreglumenn á
vakt, auk þess sem 9.000 lögreglu-
menn til viðbótar voru á bakvakt.
Neil Simms, einn mótmælend-
anna, sagði í viðtali við dagblaðið
Daily Telegraph að hann hefði
komið til London til þess eins að
valda vandræðum. „Ég er hér ... til
að notfæra mér rétt minn til að
vera stjórnleysingi. Vonandi
eigum við eftir að valda
glundroða og eyðileggingu,“
sagði Simms.
Hundruð mótmælenda voru
handtekin í Kreuzberg, einu
hverfa Berlínar, á mánudags-
kvöldið þegar hátt í 10.000
vinstri öfgasinnar grýttu lög-
reglu og skutu að henni flug-
eldum. Pá reistu óeirðasegg-
irnir einnig götuvígi sem þeir
kveiktu í og urðu á annað
hundrað lögreglumenn fyrir
meiðslum í átökunum. Undan-
farin ár hafa vinstri öfgasinn-
ar efnt reglulega til óeirða í
Berlín á frídegi verkamanna
og voru á sjöunda þúsund lög-
reglumenn á vakt í borginni
af þessu tilefni.
I austurhluta Berlínar
efndu síðan um 1.200 nýnas-
istar til mótmælagöngu undur
ströngu eftirliti lögreglu, veif-
uðu þýska fánanum og hróp-
uðu „Þýskaland fyrir Þjóð-
verja“. Ekki kom þó til óeirða
þar sem lögregla hindraði hóp
150 stjórnleysingja í að brjót-
ast inn í gönguna.
Einnig kom til óeirða í
Hamborg í Þýskalandi og þá voru
sex manns handteknir í Kaup-
mannahöfn.
Mótmælagöngur fóru þó víðast
annars staðar friðsamlega fram og
tóku m.a. tugir þúsunda þátt í mót-
mælagöngu í Madrid á Spáni.
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 2S
MM
Úr 3. málsgrein
27. greinar umferðariaga
nr. 50/1987
Lögreglan
í Reykjavík
• Eigi má stöðva ökutæki
eða leggja því á gangstétt
eða gangstíg, nema
annað sé ákveðið.
• Sama á við um umferðar-
eyjar og svipaða staði.
|! Bílastæðasjóður
Reuters
Palestínskur íbúi Bagdad hreinsar íbúð sína eftir að hún varð fyr-
ir flugskeyti í fyrrakvöld. Tvær mágkonur hans og fjögur barna-
börn særðust í árásinni.
Irönum kennt um
árásir á Bagdad
Bagdad. AFP. ^
ÁTTA íbúar Bagdad særðust í
flugskeytaárásum á borgina
nokkrum klukkustundum eftir að
íranskir skæruliðar með bæki-
stöðvar í írak skutu sprengjum á
höfuðborg írans í fyrrakvöld. Ir-
aska fréttastofan INA kenndi
stjórnvöldum í Iran um flug-
skeytaárásirnar á Bagdad.
Eitt flugskeytanna lenti í svefn-
herbergi íbúðar í eigu Palestínu-
manns. „Tvær mágkonur mínar,
sem eru báðar barnshafandi, og
fjögur barnabörn mín særðust,"
sagði eigandi íbúðarinnar, Said
Mahmoud Said.
Said missti meðvitund þegar
flugskeytið sprakk en særðist ekki.
INA sagði að sex fjarstýrðum
flugskeytum hefði verið skotið á
borgina og tveir karlmenn hefðu
særst, auk palestínsku kvenn-
anna og barnanna.
Fréttastofan sagði að „útsendar-
ar í þjónustu stjórnarinnar í íran“
hefðu verið að verki. „írakar gera
stjórnvöld í íran ábyrg fyrir þess-
ari löðurmannlegu árás og áskilja
sér rétt til að svara henni."
Sex manns
særast í Teheran
Nokkrum klukkustundum áður
særðust sex manns þegar sprengj-
um var skotið á Teheran. Hreyfing
íranskra skæruliða, sem eru með
bækistöðvar í írak, lýsti sprengju-
árásunum á hendur sér. Hreyfing-
in kvaðst hafa skotið sprengjunum
á höfuðstöðvar írönsku öryggislög-
reglunnar til að fylgja eftir mót-
mælum námsmanna gegn harð-
línumönnum í klerkastjórninni í
Iran.
Skrifstofur VÍS eru
opnar frá 8-16 alla
virka daqa í sumar.
VÍjr
þar sem tryggingar snúast um fólk
Skrifstofur VÍS í útibúum Landsbankans á Höfn f Hornafirði og í Ólafsvík eru opnar frá 9:15-16:00.
Sími 560 5000 í þjónustuveri VÍS er opinn frá 8:00-19:00 alla virka daga.