Skírnir - 01.01.1861, Blaðsíða 81
Schmúz*
FRÉTTIR.
83
ebr smáríki, sem livert hefir sín lög og fjárhag, en öll hafa þau
eitt allsherjar þíng og eina bandastjórn; þessi stjórnarskipan er þó
ekki eldri en frá 1848; og eru aöalatrifei hennar þessi. Allsherjar-
þing þeirra er tvídeilt. 1. er standaþing eí)r fylkjaþing (Standerath),
til þessa þíngs kýss hver cantona, hvort sem hún er stór efer lítil,
2 þíngmenn, og hver hálfcantona einn þíngmann. A þessu þíngi
eru alls 44 menn. 2. þjóSþíngi (Nationalrath); á þetta þíng er
kosií) eptir manntali, einn þingmaBr fyrir hverjar 20,000 innbúa.
A þessu þingi eru nú 120 þingmenn. Bern, sem er fjölmenn-
ust, kýs flesta (23), þarnæst Ziirich (13) Argau og Wadt 10 hvor
og s. frv, Schwiz, Unterwalden, Schaffhausen og Glarus 2 hvor,
en Uri og Zug 1 hvor. Landstjórnin heitir bandaráb, og sitja í því
7 menn, en yfir því er bandaforseti, og svosem allsherjar gobi.
í hverri cantonu er og forseti. Stjórn þessi er hagleg og ódýr.
Bandaforsetinn hefir í tekjur 10,000 fr. (líkt og stiptamtmabr á ís-
landi), og allr kostna&r til allsherjar bandastjórnar er 3j mill. fr.,
og er mebtalinn kostnaSr til þínganna. En þar hjá eru fylkja-
sjóbir; Bern er aubugast og hefir í árstekjur urn mill. fr., og
öll fylkin til samans hafa í tekjur 23 mill. fr., en þar meb er taliÖ
sveitaþúngi, póstagjald og flest sem gjöldum vibvíkr. Tekjurnar
eru mest tekjuskattr og lausafjártíund, sem þó er ekki há, ebr l^
af þúsundi, en jarbatíund er hvergi nema í Canton Wadt og nokkr-
um hluta af Bern.
Undir skildi frjálsra laga og góbrar landstjórnar lifa sundrleitar
þjóbir í fullri sátt og hollustu hvor vib abra. I Schweiz eru meira en
tveir þriðjúngar manna þýzkir (1,750,000), en hinir valskir, annaÖ-
hvort frakkneskir ebr ítalskir. í Canton Wadt og Neuenborg og í
sumum hlutum af Wallis, Freyburg og Bern, búa Frakkar (550,000);
en ítalir í Tessin og nokkrum hluta af Graubiinden (130,000), en
í nokkrum hluta þessa fylkis búa ruddavalskir ebr Bomanar (45,000).
Eins er trúin deild. Meginhluti landsmanna, nærfellt §, eru Kal-
vínstrúar (lj mill.), en tæp milljón er pápiskrar trúar. í Uri, Zug,
Unterwalden, Schwiz, Appenzell, Wallis, Tessin, Soloturn, Freyburg,
St. Gallen, er þorri manna pápiskr. I Bern, Graubúnden, Basel,
Thurgau, Zúrich, Schaff'hausen, Wadt, Neuenburg, Appenzell er
6*