Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1905, Side 7

Skírnir - 01.12.1905, Side 7
Trú og sannanir. 295 hliðina og fullkomnunar-hugsjónum sínum á hina, hafi fremur tilfinning fyrir því nú en áður, að þeir séu sjálf- um sér nógir? Eða að þessi heimur með öllu sínu mat- arstriti og eftirsókn eftir einskisverðum hlutum og eymd •og ójöfnuði og rangsleitni sé sjálfum sér nógur? Er nokk- ura lifandi vitund aðgengilegra nú en nokkuru sinni áður að hugsa til þess að skilja við ástvin sinn að eilífu? Er það frá nokkuru sjónarmiði sennilegt, að þráin eftir óenda- lega ríkum kærleika — líftauginni í trúarbrögðnnum — sé nokkuru daufari nú, en hún hefir áður verið? Hitt virðist miklu líklegra, að trúarþörfin hafi aldrei verið jafn-mikil og nú. Menningin magnar sársaukann, og reynsla mannkynsins er sú, að ekkert örfi trúarþörfina fremur en hann. Margvísleg grein er fyrir því gerð, hvernig á því standi, að trúarbrögðin hafa kulnað, mörgu um kent. Sumir kenna um úreltum kenningum kirkjunnar. Aðrir því, að henni hafi ekki tekist að verða menningarhug- sjónum þjóðanna samferða, og að hún hafi sumpart orðið eins og utanvelta í framsókninni, sumpart fjandsamleg henni. Aðrir leita að orsökunum hjá vísindunum. Ekki svo að skilja, að gætnir vísindamenn fullyrði að jafnaði, að þeim sé kunnugt um neinar sannanir gegn trúarbrögð- unum. Prófessor Huxley, einn af allra gáfuðustu og ákveðnustu andstæðingum kirkjunnar á síðara helmingi síðustu aldar, kveður jafnvel svo ríkt að orði, að frásag- an í Nýja testamentinu um illa andann, sem fór í svínin, ríði ekki bág við nokkurt þekkingaratriði, svo hann viti til. En þeir, sem leita að orsökunum fyrir trúardeyfðinni og fráhvarfinu frá trúarbrögðunum hjá vísindunum, halda því fram, að engin sú þekking, er vísindi nútímans hafa fært mannkyninu, staðfesti trúarbrögðin. Og mikið af þeirri þekkingu bendi í öfuga átt. Það væri efni í heila bók, en ekki í stutta tímarits- ritgjörð, að rannsaka þá grein, er menn gera fyrir því, hve örðugt trúarbrögðin eiga nú aðstöðu í veröldinni. ‘Orsakanna er sjálfsagt að leita bæði hjá kirkjunni og vís-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.