Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 12

Skírnir - 01.12.1905, Page 12
300 Trú og sannanir. Eftir Lúkasar guðspjalli hafa konurnar yerið margar r þrjár konur þær, er með Jesú höfðu komið úr Galíleu, og nokkurar aðrar konur með þeim. Þær verða einskis landskjálfta varar, svo að frá sé skýrt, og steininum heflr verið velt frá gröfinni, þegar þær koma þangað. Þær fara inn í gröfina, og finna líkið þar ekki. En meðan þær voi'u að furða sig á þessu, sjá þær, að tveir menn standa hjá þeim í skínandi klæðum. Þeir yrða á konurn- ar, en minnast ekkert á það, að lærisveinarnir eigi að fara til Galíleu, til þess að fá að sjá Jesúm. Konurnar fara til lærisveinanna og færa þeim fregnina. Ekki er einu orði á það minst, að nokkur þeirra hafi orðið nokk- urs vör á leiðinni. Eftir þessari frásögn birtist Jesús fyrst tveimur lærisveinum sínum, sem eru á leið frá Jerúsalem til Emaus, sjálfsagt þeim sömu, sem Markús segir, að hafi ætlað út á landsbygðina. En Lúkas getur ekkert um «annarlega mynd« á honum, heldur segir, að augu þeirra hafi verið svo haldin, að þeir þektu hann ekki. Jesús fór með þeim inn í þorpið Emaus og settist til borðs með þeim. Og meðan þeir sátu við borðið, opnuðust augu þeirra, svo að þeir þektu hann. En þá hvarf hann þeim. Því næst birtist Jesús 11 lærisveinum sinum í Jerú- salem, talaði við þá og snæddi með þeirn. Síðan fór hann með þá út til Betaníu og varð þar uppnuminn til himins. Ekki er með einu orði á það minst í frásögn Lúkasar, að lærisveinarnir hafi nokkuru sinni séð Jesúm í Galíleu, og hafi svo verið, þá er þessi frásögn stórkost- lega ónákvæm og beinlínis röng. Jóhannesar guðspjalli segist enn annan veg frá. Það getur ekki um nema eina konu, sem komið hafi til graf- arinnar um morguninn, Maríu frá Magdölum. Þegar hún kemur þangað, sér hún, að steinninn hefir verið tekinn burt. Hún hleypur þá til tveggja lærisveinanna, verður einskis vör á leiðinni, og segir þeim, að líkið hafi verið tekið burt úr gröfinni, og hún viti ekki, hvað af því sé orðið. Lærisveinarnir fara að forvitnast um þetta, sjá, að líkaminn er horfinn og ekki annað eftir í gröfinni en dúk-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.