Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 15

Skírnir - 01.12.1905, Page 15
30» Trú og sannanir. getið og nota þau á engan hátt til stuðnings lífsskoðun sinni. Nú er sannleikurinn sá, að fyrir mörgum »krafta- verkum« í kaþólskri kirkju eru svo rikar sannanir, að þeim verður alls ekki jafnað saman við sannanirnar fyrir upprisu Krists. Mörgum íslendingum þykir þetta að lík- indum furðulegt, og ef til vill ótrúlegt. Hér á landi eru menn alment gersamlega ófróðir um það, sem gerst hefir í kaþólskri kirkju, og gera sér í hugarlund, að það, sem hún hefir að bjóða umfram prótestantiskan rétttrúnað, sé ekki annað en hégiljur og hindurvitni. En því fer sva fjarri, að fyrir mörgum »kraftaverkum« hennar eru svo- ramefldar sannanir, sem framast verður á kosið. Rétt til dæmis ætla eg að benda á »kraftaverk« þau, er sagt er að hafi gerst í Frakklandi á gröf Paris ábóta, Jansenistans nafnfræga. Eg fer eftir frásögn skozka heim- spekingsins Davíðs Hume í ritgjörð hans um kraftaverk (»Of Miracles«). Ekki er hætt við, að sá rithöfundur geri of mikið úr sönnunum fyrir kraftaverkum, því að í þess- um kapítula bókar sinnar er hann einmitt að leita við að sanna það, að engin kraftaverk hafi nokkuru sinni komið fyrir í heiminum. Alment var fullyrt að sjúkir fengju lækning, heyrn- arlausir heyrn og blindir sýn á þessari helgu gröf. Mörg af þessum kraftaverkum segir Hume, að viðstöðulaust hafi verið sönnuð frammi fyrir dómurum, sem enginn hafl grun- að um hlutdrægni, og að áreiðanlegir og nafnkendir vott- ar hafi borið þeim vitni; og þetta hafl gerst á þeim tím- um, er mentun var mikil, og á ágætasta sjónarsviði, sem þá hafi verið til í veröldinni. Frá kraftaverkunum var skýrt á prenti. Jesúítar, sem voru hálærðir menn, gerðu sér alt far um að hnekkja vitnisburðunum, því að þeir áttu mjög í höggi við Jansenista; og þeir höfðu valdstjórn- ina á sínu bandi. Samt tókst þeim aldrei að hnekkja kraftaverka-vitnisburðunum, né gera grein fyrir, í hverju veilan væri fólgin. »Hvar finnum vér annan eins atvika- fjölda, er allur stefnir að því að staðfesta einn viðburð?«

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.