Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 17

Skírnir - 01.12.1905, Page 17
Trú og sannanir. 305 samlegt, að menn véfengi þá viðburði, sem eru alveg ein- stæðir í reynslu mannkynsins, ef ekki er unt að færa rikar sannanir fyrir þeim. Nú er svo ástatt um aðalvið- burð kristninnar, upprisu Krists frá dauðum, eins og áður hefir verið vikið að, að sannanirnar fyrir honum eru ekki svo ríkar, að þær fullnægi efagjörnum mönnum, af því að viðburðurinn er talinn einstæður, ekki að eins af þeim sem rengja hann, heldur og af kristnum mönnum lang- fiestum. Hér veltur sannfæringin áreiðanlega fyrir mörg- um, mörgum miljónum manna um allan siðaðan heim á þessu, hvort upprisa Krists er í raun og veru einstæður viðburður, eða hvort færa má órækar sannanir fyrir því, að sams konar viðburðir séu að gerast á vorum dögum. Fáist engar sannanir, er styðji trúna á upprisu Krists, eru óneitanlega mjög miklar horfur á því, að sú trú líði undir lok, áður en afar-langt líður, eftir þeirri stefnu, sem mannsandinn hefir tekið á síðari tímum. Reynsluvís- indin virðast vera að gagntaka hann svo, að það verður innan skamms gagnstætt eðli hans að byggja sínar æðstu og dýrmætustu vonir á ósönnuðu máli. Og trúarþörfin leitar sér þá fullnægju á nýjum brautum. En fari svo, að órækar sannanir fáist fyrir því, að nákvæmlega sams konar viðburðir gerist enn eins og þeir, sem skýrt er frá síðast í guðspjöllunum -— að andar framliðinna manna geti enn tekið á sig gerfi, sem ekki verður greint frá mannlegum líkama — þá fer að verða í meira lagi óað- gengilegt fyrir skynsama og gætna menn að afneita þunga- miðju-viðburði kristins heims. Þá fer ekki að verða þörf á jafn-ríkum og jafn-nákvæmum sönnunum fyrir upprisu Krists eins og annars. Þessar sannanir fullyrða spíritistar, að þeir hafi fund- ið. Ekki fáfróðir, trúaræstir alþýðumenn á útkjálka menn- ingarheimsins, heldur menn af öllum stéttum, en einkum vel mentaðir menn, víðsvegar um heiminn, og þar á meðal nokkurir af ágætustu vísindamönnum í sjálfum menningar- miðdeplum veraldarinnar. Þeir segjast hafa horft á anda framliðinna manna taka á sig mannlegan líkama. Það 20

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.