Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 42

Skírnir - 01.12.1905, Page 42
330 Williara James. blindbylur frumagnanna og persónuleikinn sem bólur í brimsogi tilyerunnar, örlög þeirra skifta engu og þær valda engum verkunum. Guð forfeðra vorra varð við persónulegum þörfum manna, hann skifti við hvern ein- stakling í smákaupum; guð vísindanna verzlar aðeins við heiminn í heild sinni; hann er stórsali. En þessi skoðun vísindanna virðist James gnmnsæ, því þegar vér skoðum hlutina frá sjónarmiði almennra laga náttúrunnar, þá höfum vér fyrir oss tákn hlutanna fremur en sjálfa þá, eins og þeir eru í raun og veru, en jafnskjótt og vér tökum hvern einstakan og persónulegan hlut út af fvrir sig, þá höfum vér fyrir oss veruleika í -orðsins fylsta skilningi, og þegar alt kemur til alls, þá er það 3em fram fer í sálum vorum sá veruleikinn, sem fyrir oss hefur aðalgildið; þar finst oss sem hreyfistraumar heimsins renni. I trúnni er persónuleikinn og örlög hans aðalatriðið, -og í öllum trúarbrögðum kemur það fram, að einhverju sé ábótavant í eðli mannsins og að ekki verði ráðin bót á því, nema með aðstoð æðri kraftar. Það er eins og mannssálin sé tvískift; á aðra hlið séu ófullkomleikarnir, en á liina hliðina hæfileikinn til að losna við þá, eins konar betri helft sálarinnar, sem jafnframt standi i sam- bandi við œðra afl sömu tegundar og geti fengið styrk þaðan. A siðari árum hafa menn æ meir og meir snúist að því að rannsaka hina svo nefndu undirvitund manns- ins, og Jarnes telur sanni næst, að betri helft mannsins sé fyrst og fremst undirvitundin. Þar sem meðvitund vorri sleppir, tekur undirvitundin við, og um hana verða hin æðri öfl tilverunnar að streyma, til þess að komast inn i meðvitund vora. Þar eru landamærin, þar sem mætist hin skynjanlegi og skiljanlegi heimur annars vegar og dularheimurinn eða hinn yfir náttúrlegi heimur hins vegar. Úr honum eru margar hugsjónir vorar runnar, og vér heyrum honum því til í enn dýpra skilningi en sýnilega heiminum. Hinn ósýnilegi heimur er verulegur, því hann hefurverkanir í sýnilega heiminum, fyrir áhrif þaðan verðum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.