Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 46

Skírnir - 01.12.1905, Page 46
334 Friedrich de la Motte Fouqué og ísland. og mentaðir til þess að kasta rýrð á oss fyrir það, að' vér erum »fátækir, fáir og smáir«. Friedrich de la Motte Fouqué er fæddur 12. febr. 1777 i Brandenburg og- var hann kominn af fornri frakkneskri ætt; var hann sonarsonur eins af vildustu hershöfðingjum Friðriks mikla er getið hafði sér ágætan orðstír í Slesíu- ófriðinum. Langfeðgar hans á Frakklandi höfðu kendir verið við hermensku og riddaraskap og af þeim anda hafði skáldið de la Motte Fouqué tekið talsvert í arf og kom það bæði fram í lífi hans og skáldskap. Gekk hann snemma í hermannastétt og var með í Rínarherförinni 1794, en hætti þó við hermensku um hríð og tók með miklum áhuga að leggja stund á bókmentir og skáldskap. I frelsisstríðinu 1813 hafði hann dregið saman sjálfboða- riðul valdra manna og færði Prússakonungi og var hann með i nokkrum aðalbardögum, en heilsunnar vegna varð hann að fá laush; fór hann úr herþjónustu með majórs nafnbót og gaf sig upp frá því eingöngu við bókiðnum og skáldskap. Hann var aðallega »episka« skáldið eða sagnaskáldið rómantiska skólans og tók hann efnið í skáld- rit sin úr hinni norrænu fornöld eða miðaldatímanum. Hann lifði í hugsjónum riddaraaldarinnar og trúði á þær, enda gerði hann að sínu orðtaki hið forna riddara-orðtak: A Dieu mon ame, Ma vie au Roi, Mon coeur au Damesr L’honneur pour moi: »Guði gef eg sál mína, en grami fjör mitt, hjartað hreinum frúvum, en særnd mína eina sjálfum geymi eg mér«. Trúrækni, riddaragöfgi og ástir eru því aðalþættir í skáldskap lians, og þótt hann sé þvingaður allvíða, þá lýsir hann samt auðugu ímyndunarafli og allmiklu skáld- legu innra lífi, en hins vegar fer hann utan við verulega lifið og skapferlislýsingarnar (karaktérarnir) eru merglitlar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.