Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 52

Skírnir - 01.12.1905, Page 52
Einar Benediktsson. Einar Benediktsson er auðkendur frá öðrum skáldum. Á hverju hans kvæði er fangamark, sem ekki verður um vilzt. Lesendur Skírnis mundu t. d. ekki lengi liat'a verið í vafa um það, liver ort liefði kvæðið »Kvöld í Róm«; þó ekkert nafn hefði undir því staðið. Náttúrulýsingin i byrjun kvæðisins, myndin af fljótinu, þá saga Rómaborgar í fjórum vísum og hálfri, séð á borði elfarinnar »eins og sýning skuggamynda á tjaldi«, hver mynd skýr og sterk eins og hún væri mörk- uð í marmara, og loks stórfeld kenn- ing um tilverutak- mark Rómaborgar, um samband allra EINAR BENEDIKTSSON sálna við alheims- sálina, um örlög listarinnar, um tima, rúm og eilífð, þrungin af andríki, orðgnótt og krafti — alt ber þetta skýr og óyggjandi einkenni skáldsins Einars Benediktssonar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.