Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 55

Skírnir - 01.12.1905, Page 55
Einar Benediktsson. 343 Þegar ljósið deyr er alt dapurt og svart, með deginum vangi bliknar. Nú vaknar af rökkurmoldum margt, í minningum dauðum kviknar. Feigðargrunur er fólginn í hverju orði. »Þegar ljósið •deyr«; roðinn hverfur af kinnum því meir sem dagur dvín á lofti. Uggurinn færist yfir. Rökkrið verður eins konar kirkjugarður, »rökkurmoldir«, en þar er ekki alt kyrt, því garðurinn fer að rísa og dauðar minningar lifna; þær þyrpast að ferðamanninum og þær getur hann ekki riðið af sér. En þessar afturgöngur úr grafreit endur- minninganna eru að eins fyrirboði annars verra: Nú er ei tóm fyrir dvala og draum. Dauðs manns hönd grípur fast í taum svo hesturinn hnytur og dettur, — hnykkir í svipan hnjám af jörð, heggur sköflum í freðinn svörð og stendur kyr eins og klettur. Svo kemur skýr og lifandi lýsing á afturgöngunni og flótt- anum heim að bænum, og bragarhátturinn breytist enn: Ogæfuþrungin og ygld á brá sig yfir húsþekjur breiðir dauðamóksvættur, er drungann frá dauflegri óttu seiðir. Ágæt er þessi hugmynd um dauðamóksvætt, er seiði drung- ann frá lágnættinu. Eins og endurminningar prestsins voru aðdragandinn að því, að draugurinn birtist honum, þannig verða nú draumar fólksins forspilið fyrir neyðar- ópinu, sem vekur það úr fasta sveíni. Söguna hefur skáldið notað vel og breytt henni eins ■og þurfti, til þess að gera atburðinn sem eðlilegastan og geigvænlegastan. Eins og sagan er sögð í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, þá verður ekki séð, að síra Oddur hafi svikið Solveigu í neinu. Skáldið lætur hann hafa tælt hana (sbr. »svo mælti fijóð, svikið er svifti sig lífi«) og þá verður heift hennar skiljanlegri. Sagan lætur presti vera

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.