Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 62

Skírnir - 01.12.1905, Page 62
350 Einar Benediktsson. hann og stjórnaði náttúruöflunum sjálfum: »Hvaða maður er þetta, að ba>ði vindar og sjór hlýða honum?«. Engu síðri er lýsing skáldsins á áhrifunum, sem »tón- anna slagur« hefur á sjálfan hann. Kvæðið er gallalaust meistaraverk. Mörg fegurstu kvæði Einars Benediktssonar eru ýmist eingöngu eða jafnframt nátturúlýsingar t. d. »Sumar- morgun í Asbyrgi«, »Norðurljós«, »Undir stjörnum«r »Stjarnan«, »1 Slútnesi«, »Nótt«, »Haugaeldur I.«, »Hljóða- klettar« o. fl. Eg get ekki stilt mig um að taka enn nokkur dæmi til þess að sýna hvernig hann lýsir náttúr- unni. Þetta er byrjun á kvæðinu »Nótt«: Fyrir ströndum æðir hafsius audi, uppreist [ireytir móti sjálfs síns veldi — biimgrön teygir hátt að hamri og sandi, hvæsir köldutn neistum djúps af eldi. Dauður gaddur grúfir yfir landi; glerblá skikkja fjalls um öxl sig vefur. Eins og hreiður hrafnsins bringu undir hvíla í nótt og myrkri vistiar grundir. Dalur fast í faðmi heiða sefur. Hér er liið rétta snið og svipur á öllu, hvort heldur er persónugerving, orðaval eða líking. I kvæðinu »Hljóða- klettar« lýsir hann tíbránni svo: Af tibránni stafar sem titrandi glit á tímans líðandi bárum. og hann talar um skar kveldroðans (»blaktir í kveldroðans skari«) og »í fjarlægð Jökulsá langspilið slær«. í Ásbyrgi aftur á móti: Lætur við eyra sem lífæð þjóti. Leikur þar »Jökla« í grjóti. Fangamark árinnar, band við band, blikar, í sveitina grafið.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.