Skírnir - 01.12.1905, Síða 64
352
Einar Benediktsson.
þá skilur hann þau svo vel og getur talað við þau likt
•og maður talar við mann. Eg vel eina vísu sem sýnis-
horn, þótt erfitt sé að velja, þegar alt er jafnfagurt:
Tysfjóla! Krjúp þú með króimna fríða
og kystu þá mold, seni þú blómgast á;
þó heimti hún blöðin þín himinblá,
af hisminu aftur skal rísa þinn kraftur.
Þú hrörnar, en upphafs þíns öfl eru sterk,
þau yngja undir gaddimrm sólskinsins verk.
Hefðu upp, Blákolla, hjálminn þinn fríða;
því hann skal þitt eigið leiði prýða.
Og Vorperla, leyfðu Ijósinu inn
í litla viðkvæma barmiun þinn,
því senn döknar aftansins sólroðna kinn
og sumrið er byrjað — að liða.
Þessi vísa getur jafnframt verið dæmi upp á braglist
Einars Benediktssonar. Hann býr sér löngum til bragar-
hætti sjálfur, eftir því sem efnið er i hvert sinn. Eg hef
áður minst á hvernig hann skiftir um hátt í kvæðunum
»Hvarf síra Odds frá Miklabæ« og »Haugaeldur«. En sér-
staklega er hann slunginn í því að nota tilbreytni hend-
inga í lok vísuorða, ríma stundum saman tvö eða fieiri
vísuorð hvert á eftir öðru, en láta stundum hendingar
kveðast á yfir stærra millibil. í þessu kvæði lætur hann
í hverju erindi síðasta orð fyrsta vísuorðs endurtakast í lok
sjöunda vísuorðs. A þennan hátt verður rímið þægilega fjöl-
breytt og þó skýr hljómþráður gegnum hvert erindi.
Einar Benediktsson hefur unnið þrekvirki, er hann
þýddi Peer Grynt (Pétur Gaut) Ibsens á íslenzku. Þá þýð-
ingu hafði hann í smíðum frá því veturinn 1888—89 og
þangað til 1901 — formálinn er ritaður 6. apríl 1901; til
þýðingarinnar kveðst hann hafa varið samtals heilu ári
og tvíþýtt meginið af ritinu, en marga kafla þess hafi
hann þýtt oftar en tvisvar, enda er það ekki ósennilegt.
Ritið kom út í 30 eintökum og kostar hvert 100 kr. Með
því einu móti hugðist þýðandinn mundu ná kostnaðinum
aftur, þar sem kaupendur vrðu jafnan fáir, þótt venjulegt