Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1905, Side 67

Skírnir - 01.12.1905, Side 67
Einar Benediktsson. P ó t u r G a u t u r. (Spilar og syngnr). »Eg læsti af minn Edensluud, fór út með lykli í hönd og stefndi fleyi út fjörð og sund. Mörg fögur kona grót þá stund við salta sævarströnd. Til suðurs, heim, til sælla lands. skar súðin kaldan ál. En þar sem pálminn knytir krans í kringum flóðmörk hafs og sands, ég kynti knararbál. Svo steig ég á minn gjarðagamm, sú gnoð er hold og bein. — I löðri knúði ég fleyið fram. Eg flyg. Því nærð ei væng né hramm. Eg kvaka á grænni grein. Anítra, pálmans eðla vín það ertu, finn ég nú. Angorageitarosturinn, sá alheimsfrægi kosturinn, er sjálfur síðri en þú« (4. þáttur bls. 180-181). S á m a g r i. »Menn líkjast sér eins og úthverf treyja eða þá rótthverf á tvennan hátt. Þeir ljósmynda eins, nú orðið, á tvo ólíka vegi í París, sem þér vitið. Annaðhvort beint eins og á er litið eða öfuga mynd, er menn nefna svo. I heuni skiftast öll skuggamót með skakkri birtu. Hún þykir ljót, en líkingin finst þar, með húð og ham, ef hún verður aðeins kölluð fram. Ef nú ein sál hefur afmyndað sig í öfuga svipinn á lífsins göngu, þá verður hún þar fyrir alls ekki að öngu, en er afhent sem verkefni fyrir mig. Hún fær þá meðferð hjá mér, sem á við,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.