Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 80

Skírnir - 01.12.1905, Page 80
368 Er Snorri Sturluson höfundur Egils sögu? »Melabók hafi geimt hinn upphaflega Landnámutexta um landnám Skalla-Gríms, enn hin tvö Landnámuhandritin, Hauksbók og Sturlu- bók, tekið sinn texta úr Egils sögu«, og segist vera mér alveg sam- dóma um »þetta«, enda hafi hann »sett fram sömu skoðun í for- mála Landnámu útgáfunnar 1900«. Það er rjett, að hann hefur séð, að Hauksbók og Sturlubók hafa hjer notað Egils sögu. Enn hitt er mjer vitanlega ekki rjett, að hann hafi nokkurs staðar »sett það fram«, að Melabók hafi hjer varðveitt hinn upphaflega Land- námutexta, og hvergi hef jeg fundið það í Landnámuformálanum. Þetta veit jeg ekki til að neinn hafi sjeð á undan mjer nema Guðbr. Yigfússon, sem hefur komist að sömu niðurstöðu í hinu ní- útkomna riti sínu (og F. York Powell’s) Origines Islandicæ (I 49. —50. sbr. 10. bls.), sem jeg fjekk ekki fir en eftir að ritgjörð mín var prentuð. I brjefi, sem jeg hef fengið frá próf. F. J., efcir að þetta var skrifað, segir hann og, að orðið »þetta« hjá sjer á þess- •um stað eigi að eins við síðari málsliðinn. Bjöen M. Ólsen.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.