Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1905, Side 81

Skírnir - 01.12.1905, Side 81
Matthías Jochumsson. Sjötiu ára afmæli. Þjóðskáldið Matthias Jochumsson varð sjötugur 11. nóv. 1905. Þessa afmælis hans hefir verið minst á ýmsan hátt. Akureyrarbúar hafa haldið honum heiðurssamsæti, Reykja- víkurbúar hafa sent honum heillaóskir sínar og Davíð östlund, útgefandi kvæða hans, hefir geflð út bók um hann um leið og hann sendir út 4. bindið af kvæðum hans. Skírnir ætlaði líka að minnast skáldsins í sambandi við dóma um þessar bækur, en af ófyrirséðum atvik- um getur sú grein ekki komið fyr en í næsta hefti. Verður Skírnir því í þetta sinn að láta sér nægja að flytja mynd af skáld- inu. Þeirri rnynd fylgir sú ósk, að skáld- ið megi enn sitja lengi heill og hress vor á meðal og kveða oss sem fyr sína máttugu sigursöngva, sem sýnileg imynd þeirrar æsku sem er sterkari en ellin. G. F.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.