Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 92

Skírnir - 01.12.1905, Page 92
380 Útlendar fréttir. hefir aldrei viljað uuna finskunni jafnréttis við hina sæusku tungm Rússastjórn hefir látið þær þrætur afskiftalausar og ekkert gert fyr en nú á síðustu árurn til þess að þrengja rússnesku máli inn á Finna. Finnaflokkuriun hefir því alt fram að 1899 hallast meir að Rússum en Svíaflokkurinn; hann hefir lengi hatað alt, sem rúss- neskt er. A síðustu árum hefir innbyrðis ósamlyudi milli flokk- anna slotað. Þó hefir finski flokkurinn verið miklu gæflyndari í viðureigninni við Rússa en hinn sæuski, að minsta kosti framan af. Frá 1903 hefir verið skipað svo fyrir, að rússneska skyldi vera not- uð á öllum opiuberum skjölum frá finsku stjórninni og til hennar. Einn af helztu foringjum Finnaflokksins, Yrjö-Koskinen fríherra, sagði um þetta, að úr því að Finnar á anuað borð yrðu að hafa á stjórnarskjölunum annað mál en finsku, þá væri eðlilegt, að Rúss- um findist það fremur eiga að vera rússneska en sænska. Komist nú á frjálsleg stjórnarskipun í Rússlandi, eins og telja má víst, þá verður Finnland framvegis, eins og það áður var, sór- stakur ríkishluti með stjórn og löggjöf út af fyrir sig. Eftir boð- skap Riissakeisara verður stjórn landsins frjálsari en nokkru sinni áður. Merkur maður danskur, N. C. Frederiksen (uú nydáinn), ritaði fyrir nokkru grein um framfarir Finnlands og segir þar meðal annars: »Framfarir Finna á síðari árum eru miklar og merkilegar bæði að því er snertir mentun og verklegar framkvæmdir. Meuningar- lífið er svipað og í Danmörk, aðeins er kirkjulífið ef til vill áhrifa- meira hjá lægri stéttunum, en frjálslegar trúarskoðanir almennari meðal hinna. Þjóðskólirnir, sem nú eru reistir um alt landið og öll börn hafa aðgang að, standa þó í engu sambandi við kirkjuua. Þeir eru fullkomnari en dönsku alþ/ðuskólaruir. Yfir höfuð má hvervetna sjá byrjun til aflmikils meuniugarlífs. Verklegar framfarir eru ef til vill meiri en í nokkru öðru landi Norðurálfunnar. Þar með er þó ekki sagt, að Finnar séu í þeim efnum á undan öðrufn þjóðum. En breytingarnar, sem þar hafa orðið, eru svo stórkostlegar, frá fátækt til velmeguuar, að aunað eins þekkist vart annarstaðar en í Ameríku. Aðalatvinnuvegir landsins ern skógrækt og akuryrkja. Timbur er nú flutt þaðan. út fyrir 100 milj. marka um árið, og hefir öll sú timburverzlun skapast þar á siðari helming næstliðinnar aldar, og mest á síðasta aldarfjórðungnum. Við ósa hinna stóru áa standa sögunarmyllur, pappírsverksmiðjur og fleiri verksmiðjur, og samgöugurnar við önu-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.