Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 14

Skírnir - 01.08.1906, Page 14
206 A fjörunni. Skírnir. hvað kæmi á eftir! Sigmundur karlinn færi þá ekki al- veg þurbrjósta á næstu fjöru! En svo hvarf hann aftur að listinni. Það var ekki víst, að Eiríki þætti nógu mikill atgang- ur í þessu, sem enn þá var komið. Það þurt'ti að taka í hraukana, til þess að sá gamli fyndi verulega að því bragðið. Þá fór hann að leita að einhverju, sem aukið gæti lifið í leiknum, og það rétta varð því nær strax fyrir honum — sem sé hafið. Sjórinn — ekki eins og hann lá núna, steinsofandi; það var ómögulegt að yrkja um hannn þannig. Heldur eins og hann var þegar hann fór í almætti sitt. Allar kenningarnar um sjóinn þutu fram í huga hans.. Hann varð »jötundreyri«, »Mhnis æðaflóð«, »sollið eyja- band«, »sonur Loka« og »Nóatún í heljarham«. Ægir, Rán og dætur þeirra háðu þar samdrykkju og skessuleik til skiftis. Miðgarðsormur byltist í djúpinu og blés eldi og eitri og rótaði upp öldunum, sem óðu grenjandi, hvít- fextar og ferlegar upp að hleininni, þar sem sviftingarnar stóðu milli landvarnar-berserksins og óvætta þeirra, sem hann átti í höggi við. Hræsvelgur stóð á heimsenda, lamdi með vængjunum og egndi alla óvætti hafsins til atlögu. Þar komu katthveli, búrhveli, hrosshveli, náhveli, blá- hveli, lyngbakar, kembir og rauðgrani, og óðu uppi. Bein- hákarla og blöðruseli vantaði heldur ekki í lestina. Haf- menn, með stór, augnalokalaus augu, óðu upp í geirvörtur á tvítugu dýpi, og sjóskrímsli, á stærð við meðal kirkjur, öll þakin skeljum og með glerglugga á skrokknum, óðu upp í fjöruna, glentu upp ginin og gláptu á svifting- arnar.---------- Honum var sem hann sæi framan í Eirik á Instu- Strönd yfir allri þessari lýsingu! En þetta féll alt prýðilega inn í braginn. Aldrei hafði honum tekist eins snildarlega. Aldrei hafði list hans stigið eins hátt!

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.