Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 15

Skírnir - 01.08.1906, Page 15
Skírnir. Á fjörunni. 207 Hann stanzaði með köflum, leit yfir það sem hann var búinn með og rifjaði það upp fyrir sér. Honum var sönn nautn að því öllu saman. En svo hélt hann áfram, með vaxandi algleymis- ákafa, hrifinn af velgengni sinni og andans auðlegð. Það var eins og ljóðadísin sjálf birtist honum í náð sinni og dýrð, opnaði honum heima sína og lokkaði hann æ lengra og lengra inn í veldi hinnar ódauðlegu íþróttar. — — »Líttu á helvítis karlinn! Hann sefur!« Sigmundur hrökk saman og leit upp. Andlitið á Grími var komið í kofadyrnar. Rétt á eftir birtist hausinn á Þorvaldi gamla, með gráan lubbann undan húfunni og grátt kragaskegg, á sama staðnum við hliðina á syni hans. »Ut með þig, svikahundurinn!« æpti Þorvaldur gamli öskuvondur. »Þú ættir skilið að vera laminn, þangað til ekkert bein tyldi saman í helvízkum skrokknum á þér!« Sigmundur brölti ofan úr þangbingnum, og kom furð- anlega fljótt fyrir sig fótunum, þótt stirðir væru, og kom út til feðganna, hvað sem þar tæki við. Þar dundu á honum skammirnar og spurningar um leið. En ekki voru beinlínis lagðar á hann hendur. Þetta kom alt saman yfir Sigmund gamla svo óvið- búinn, að honum varð algerlega ráðafátt. Það var svo sem auðvitað, að óhræsis vargurinn hafði nú leikið á hann, meðan hann var að yrkja. Hann vissi það, að ekki var til neins að segja feðgunum hið sanna um starf sitt. Það hefði að eins gert ilt verra. Hann reyndi að fara að af- saka sig, eða þó að minsta kosti að biðja sér vægðar. Honum vafðist tunga um tönn. Hann byrjaði á öllu sem honum hugkvæmdist, og hætti við það hálfsagt. Fátið á honum var svo mikið, að hann var alveg ruglaður. Hann stamaði nokkra stund og rak í vörðurnar, og loks fór hann að hágráta. — — Það sem gerst hafði frá því meðvitund Sigmundar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.