Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 28

Skírnir - 01.08.1906, Page 28
220 Horfur kirkju og kristindóms hér á landi. Skírnir, trúað eins, heldui' að skoðanir manna verða enn fieiri en sálirnar, og einnig fyrir þá sök, að fríkirkjur veita þó svo mikið frelsi, að menn verða heitari og fjörmeiri, en þar sem »stólpar« kirknanna lifa í makindum upp á náð biskups og landsstjórnar, kemur upp samkepni og sífeld- ur straumur út eða inn, þeirra, sem fara, og þeirra, sem koma. Þannig hafa myndast á þriðja hundrað kirkju- flokkar hjá enskumælandi þjóðum. Þetta veldur miklum misskilningi, öfgum, ófriði og trúarofsa. Því flestallir vitrir menn, trúaðir og vantrúaðir, eru farnir að viðurkenna, að umvendunarsýki og öfgatrú bæti alls ekki sið- m e n n i n g þjóðanna, sízt til lengdar. Batni siðirnir, batna guðirnir, sögðu hinir gömlu. En siðir eða siðmenn- ing tekur því meiri framförum, sem betur er trúað og treyst hinu g ó ð a i manneðlinu og þjóðum og félögum meira frelsi veitt og jafnrétti. En seint skilst þetta þeim sem völdin hafa, og kirkjur með fornu fyrirkomulagi skilja það aldrei meðan þær halda dauðahaldi í gjörsamlega rangar og skaðlegar skoðanir á sál og eðli manna. Af þessum staðháttum leiðir þá líkt hér á landi sem i öðrum lúth. kirkjum, að til lítils kemur að ræða um verulegar framfarir. Alt er í sjálfheldu, hvar sem á er leitað, svo allar tilbreytingar verða kák, en litlar eða engar bætui'. En svo langt er tímum komið, að við bylt- ingum má búast, úr því veruleg »siðabót« getur ekki orðið fyrri til. Fyrir ófrelsið minkar og þornar æ meir kjarninn í skélinni, þ. e. tæmast kirkjurnar meir og meir. En kjarninn d e y r ekki, guðsneistinn sloknar ekki, og guðsríkið er komið það nær, að það ber miklu sýnilegri ávexti í lögum og líknarverkum utan rétttrúaðra kirkna en innan þeirra, hvað sem með sönnu má segja um harðúð, heiðindóm og hernaðarofsa. Hverju trúir allur fjöldi ment- aðra manna nú, þótt engri kirkju fylg'i? Þeir trúa, að frelsið efli siðmenninguna, en siðgæðið. byggist á og fylgi henni; þeir trúa á a 1 m e n n a opinberun liins guðdóm- lega og — eins og Carlyle sagði — að hið yfirnáttúrlega sé orðið náitúrlegt, ef ekki hið náttúrlega orðið yfirnáttúr-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.