Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 36

Skírnir - 01.08.1906, Page 36
228 Henrik Ibsen. Skirnir. Frá því er hið síðastnefnda rit var samið og til hins næsta, »Kærlighedens Komedie«, voru mikil umbrot og breytingar í andlegu lífi höfundarins. Hann tók að ganga nær lífi þjóðar sinnar og stefna skeytum sínum beinna að því. Rit þetta var fyrst samið í óbundnu máli, og byrjaði Ibsen á því þegar eftir útkomu »Vikinganna á Háloga- landi« og gaf því þá annað nafn (»Svanhild«), en fullgjört var ritið fyrst 1862, í þeirri mynd sem það hefur birzt almenningi. Meistaraskapur höfundarins í rími, orðavali og afli kemur fyrst til fulls fram í þessu riti. Það er íyrirboði hinnar síðari einstæðu og einkennilegu Ibsens- verka, sem brutu alveg á bak aftur lítilsvirðingu og hat- ur landa, er þessi frumlegi og biturorði skáldhöfðingi dró að sér meðan smámennin álitu sér óhætt að ofsækja hann. Ekki auðnaðist honum þó að öðlast skáldlaun í Noregi, fyr en eftir það að hið næsta rit, »Kongsæmnerne«, var út komið (1864). Hafði höfundurinn byrjað á þvi riti um sama leyti sem hinu næsta á undan, 1858, en síðan lagt það frá sér og ritaði það síðan upp á fáum vikum (1863). Sýnir það einkarvel hvað góðum tökum hann hafði þá náð á list sinni og viðfangsefni. Hið sama ár fór Ibsen burt frá Noregi, og bjó nær 30 árum utan Noregs. Frá þeim tíma, er honum veittust föng á að helga sig list sinni og skáldskap til fulls og áhyggjulaust, kom hann fljótt fram fullþroskaður, með afli því og snild, sem sameinast síðan í fjölda af leikritum, er snúa sér að ýmsum efnum, íullgjör og gallalaus að list, svo að enginn leikritasmiður heimsins á sama tíma hefur hlotið algildari frægð og viðurkenning heldur en hann. Næstu stórverk hans eru: »Brandur« og »Pétur (Iautur«, sem hafa komið út i íslenzkum þýðingum eftir síra Matth. Jochumsson og höfund þessarar greinar. I báðum þessum ritum sameinar Ibsen sína háu byggingar- list leikritsins við einstæða snild og andagift í rími. »Brandur« er knúður fram af djúpri og sterkri tilfinning höfundarins fyrir ætlunarverki kristninnar i menning Norðmanna og sérstaklega fyrir bókstafsdýrkun hins vakn-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.