Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 2
194
Friðrik konnngur hinn áttundi.
konungs hins áttunda — og varð það með öðru til
þess að vekja og efla þann góðvildarhug, sem síðar
bar svo mikið á hjá sini hans og eftirmanni í kon-
ungstigninni, er vér eigum nú á bak að sjá.
Jafnskjótt sem Friðrik konungur hafði tekið ríki
eftir föður sinn látinn, snemma á árinu 1906, ljet
hann það vera eitt sitt firsta verk að taka höndum
saman við Ríkisþing Dana um að bjóða Alþingi Is-
lendinga heim. Hahn vildi af heilum hug unna oss
jafnrjettis við aðra þegna sína til að ráða málum
vorum og jafnframt skapa bræðraþel, samúð og sam-
vinnu milli þeirra þjóða, sem hann átti ifir að ráða, og
áleit þetta heimboð beinasta veginn til að koma því
fram. Alþingismenn fóru til Danmerkur sumarið 1906
og var tekið þar tveim höndum bæði af konungi og
drotningu og af ríkisþinginu og af hinni dönsku þjóð.
Af þéssari ferð stafaði skipun sambandslaganefndar-
innar. Næsta ár, 1907, síndi konungur vor oss þann
sóma að heimsækja oss ásamt ríkisþingsmönnum, og
var það hans firsta verk, er hann hafði stigið hjer
fæti á land, að undirskrifa skipunarbrjef sambands-
laganefndarinnar. Á ferð sinni hjer um land laðaði
konungur að sjer hjörtu allra þeirra, sem kintust
honum, með lítillæti sínu og ljúfmensku. Veturinn
eftir sat sambandslaganefndin ifir störfum sínum, og
varð árangurinn af þeim »Uppkastið«, sem svo mikið
hefur verið deilt um og er deilt um enn. Samt munu
allir, sem satt vilja segja, verða að játa, að nefndar-
mennirnir islensku komust þar talsvert lengra í
samningum sínum firir íslands hönd, enn nokkurn