Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 43

Skírnir - 01.08.1912, Page 43
Úr ferðasögu. 233 þakka að eg gat farið ferð þá sem sagt hefir af dálitið, mest í Skírni, en þó nokkuð í öðrum ritum líka. Og tek eg nú þar til, er eg fór frá Frakklandi yfir til Englands. II. París er nú eins og nokkurs konar skemtiborg frá Lundúnum, fyrir þá, sem nóga hafa peningana. En þeir yoru tímarnir, að erfitt var að komast þar á milli, því að oft hefir ófriður verið milli Frakklands og Englands, og einu sinni um 100 ár í senn, svo að hver kynslóðin eftir aðra leit á nábúana hinumegin sunds eins og réttdræpa óvini. Nú á dögum er fljótfarið á milli höfuðborganna, og hefir mér ekki virst eins mikill hraði á neinni járnbraut- arlest eins og á leiðinni til Calais. Og það er auðséð, að nú fer að nálgast England, því á auglýsingaborðunum ber nú mest á »liver pills«; en lifrarmeðölin eru, eins og eg hefi drepið á, sérstaklega ensk, eins og fleira, sem á að bæta úr afleiðingúm ofáts. I Calais er stigið á skipsfjöl og maður fjarlægist kalkhamrana frönsku með ótrúlegum hraða, að því er þeim virðist, sem vanastur er ganginum á póstskipunum dönsku til íslands, en hvítir hamrarnir við Dover nálægjast. Af þessum hvítu hömrum kvað vera dregið nafnið Albion á Englandi. Suður-England er vinalegt yfirferðar og sér höfuðstaðinn langar leiðir til, eða öllu heldur reykjarmökkinn yfir honum, og er Lund- únaborg illrætnd fyrir reykinn og þokuna, sem þar er stundum svo þykk, að ljós verður að loga allan daginn. En í engum bæ eru heldur eins stórir skemtigarðar með snotrum göngum, lundum og grænum grundum eins og í London (Lundtúnum ?), og er Hyde Park þeirra nafnkunn- astur. Eru þar víðir vellir og fagrir, og stígir og lauf- skygðir gangar; og breiðir vegir þar sem fyrirfólkið sýnir sig á vi8sum tímum dags, ríðandi eða í vögnum. En á sunnudögum er þar helzt almenningur, og á sunnudegi var það, sem eg kom þar fyrst. A tveim stöðum hafði dregist saman mannþyrping utan um ræðumann. Annar þeirra var að prédika, svolítið hásum rómi og ofreyndum;.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.