Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 50

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 50
240 Úr ferðasögn. notað í lútersku kirkjunni en gjört er, og þar er ensku kirkjunni betur komið. Þegar stigið var í stólinn, þá var nú guðrækninni lokið hjá mér, því að eg þóttist vita að eg mundi ekki heyra eitt einasta orð, sem mundi hugga mig, gleðja eða fræða. Og fór þar ekki á annan veg en eg hafði búist við. Það var einhver biskup sem í stólinn steig. Þar var mörgum á að skipa þá dagana, því að það var einhver biskupa- fundur í borginni. Biskup þessi var knálegur maður og hermannlegur, með harðan enskan fyrirmannsróm og að öllu hinn ókristilegasti að sjá. Að vera biskup er á Eng- landi meiri virðingarstaða en i öðrum mótmælendalöndum, og þeim er skipað á bekk með aðalsmönnum, enda eru flestir þeirra af aðalsættum. Yfirleitt má segja, að enska kirkjan sé aðal-framfærslustofnun »yngri sona«, það er að segja manna af aðalsættum, sem erfa ekki aðalseign, því að slíkt lendir hjá elzta syni. Hin nafnfræga trú- rækni og kirkjurækni Englendinga á mikið rót sína að rekja til þessa fyrirkomulags, að einungis elzti sonur erfir föður sinn; kirkjan varð svona þjóðleg og öflug af því að hún lenti í höndum aðalsins, þar sem viljinn til valdsins er mestur, og valdfimin. Englendingum hefir tekist betur til langframa en íslendingum, sem ætluðu að hafa sömu tökin, og lánaðist að miklu leyti framan af, að islenzku höfðingjarnir höfðu kirkjuna talsvert á sínu valdi; annars hefðu hinir hágöfgu aðalsmenn, Ari »prestur« og Sæmund- ur »prestur« enga sögu ritað; en svo urðu á þrettándu öld, einhver verstu og merkilegustu umskifti í sögu Islands, og er það mesta furða, hvað litla eftirtekt menn hafa veitt þessu aðalatriði; en það kemur nokkuð af því, að menn hafa verið svo þröngsýnir, að halda það guðleysi, að reyna í þessum efnum að sjá sannleikann.1) Aðrar framfærslustofnanir yngri aðalssona enskra eru herinn og flotinn, og er því iðulega sama ættin hermanna- ætt og klerkaætt, og ekki furða, þó að klerkar séu oft *) Sbr. ritgjörð mina: Úr trúarsögu Forn-íslendinga. Skirnir 1906.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.