Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 28
218
Jörgen Pétur Havstein.
Það er ljóst af þessu bréfi, að stjórnin lagði meira
upp úr tillögum stiftamtmann8 og nokkurra manna ann-
ara, bæði innan lands og utan, heldur en upp úr einróma
áliti allra helztu manna í Norður- og Austuramtinu með
amtmanninn í broddi fylkingar. En ekki miðuðu frétt-
irnar að sunnan til að snúa hug manna nyrðra, því
þær bentu allar í þá áttina, að lækningarnar væru ófull-
nægjandi. í Árnes- og Rangárvallasýslum var kláðinn
enn víða að koma upp aftur í hinu margbaðaða fé sumra
lækningamannanna, og eins í Borgarfjarðarsýslu, enda var
trúin á baðanirnar farin að dofna hjá mörgum syðra1).
Blaðið Þjóðólfur, sem lengi hafði verið nokkuð á reiki í
skoðunum sínum á þessu máli, en þó yfirleitt hallast að
lækningum, kvað upp úr með það haustið 1858, »a ð
búiðsé að reyna, og reyna til hlítar, a ð 1 æ k n-
ingar einar, hversu sem þær gefist álitlega svona á
einstökum kindum og fáu fé, hafi alls engar skorð-
ur reist fyrir eðlilegri útbreiðslu kláðans;
hann hafi haft sína eyðileggjandi framrás eins fyrir þeim«2).
Til allrar hamingju kom ráðherrabréfið ekki út fyr
en búið var að gera allar ráðstafanir haustið 1858 til að
hamla sýkinni í Húnavatnssýslu. Amtm. hafði þá skipað
fyrir um niðurskurð á öliu fé milli Miðfjarðarár og Víði-
dalsár og var því rækilega framfylgt; lofuðu bændur allir
á hinu grunaða svæði að gereyða fénaði sínum, nema
Vatnsnesingum þótti eigi næg ástæða til að eyða fé sínu
strax, vegna þess að alt fé úr fjallinu hafði litið ágæta
vel út í haustréttum, og öllu geldfé var búið að lóga þar
nema fáeinum gimbrum; kváðust þeir vilja gangast undir
‘) Á amtsfundi, er haldinn var syðra um kláðamálið 28. sept., voru
alls 24 menn, flestir tilkvaddir af stiftamtm. og sýslumönnum, og urðu
þau málalok þar, að Rangæingar sögðu sig úr lögum við kina Sunnlend-
ingana með lækningar og kváðust mundu skera, og sama var mjög á
orði i efra hlnta Borgarfjarðarsýslu. Hafði að sögn einn bóndi í Borg-
arfirði sett á haustið 1857 alls 70 fjár og var til jafnlengdar haustið
■eftir húinn að kosta upp á þessar 70 kindur 500 rd., enda var hann
farinn að trénast upp á lækningunum.
a) Þjóðólfur X. árg. hls. 150.