Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 25
Jörgen Pétnr Havstein.
216
mikið tómlæti í þeasu áriðandi máli, enda var henni nokk-
ur vorkunn, þar sem hún bæði var ókunnug sjálf og fekk
mismunandi og ósamhljóða skýrslur og tillögur héðan að
heiman. Var hér heima, eins og ljóst er af frásögn þess-
ari, barist um tvær gagnstæðar stefnur, lækningastefnuna
og niðurskurðarstefnuna, og hitnaði æ meir í kolunum.
Amtmaður nyrðra hafði ritað stjórninni í Kaupmannahöfn
6 febr. og skýrt henni frá ráðstöfunum sínum. Svaraði
hún aftur 15. apr. 1858, og þótt henni þætti eigi að svo
vöxnu máli næg ástæða til að skerast í leikinn um ráð-
stafanir þær, sem amtmaður hafði gert, þá er samt auð-
séð á bréfinu, að hún hallast eindregið að lækningastefn-
unni og álítur það ótiltækilegt, að haldið sé áfram svo
gífurlegum niðurskurði, ef sýkin breiðist frekar út. Fær
amtmaður að lokum drjúga ofanígjöf hjá stjórninni fyrir
mótspyrnu sína gegn lækningatilraununum.
Amtmaður lót þetta eigi á sig fá. Hann var sann-
færður um réttmæti stefnu þeirrar, er hann hafði tekið i
málinu, og fastráðinn í því, að láta eigi ónáð stjórnarinn-
ar aftra sér frá að fylgja fram skoðun sinni af ítrasta
megni. Hann mun hafa átt mestan þáttinn í, að margir
helztu menn í Norður- og Austuramtinu sendu beiðni til
stjórnarinnar þess efnis, að hún leyfði það að haldið væri
áfram þeim ráðstöfunum nyrðra til að sporna við sýkinni,
sem gerðar höfðu verið þangað til og amtsbúar sjálfir álitu
heppilegastar. En amtmaður lét ekki hér við sitja, held-
ur boðaði með bréfi dags. 1. mai til fundar á Akureyri
12. júlí um sumarið, og skoraði á almenning að kjósa
fulltrúa fyrir hverja sýslu til að koma á fundinn. Komu
þar alls 29 kjörnir fulltrúar og auk þess nokkrir merkis-
menn aðrir, er viðstaddir voru.
í grein einni í blaðinu Norðra kemur fram skýrt og
ljóst hugarfar þeirra Norðlendinganna í það mund, er
fundurinn hófst; en þessi eru ummæli blaðsins: »Þessi
almenni fundur Norðlendinga verður einkum að gæta
þess, að ætlunarverk hans er, eins og bréfa þeirra, er
margir merkustu menn úr hverri sýslu hafa í vor skrifað