Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 46

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 46
236 Úr ferðasögu. og gaman að vera íslendingur. Að vísu voru það Norð- menn sem mikið unnu af sigrinum fyrir Vilhjálm af Nor- mandí; það fór eins og svo oft í þessum rangskreiða heimi, sá vinnur sem verri er. Vilhjálmur var verri maður en Haraldur harðráði, og svo hafði hann og hans menn týnt og spilt norrænunni, og var það sjálfsagt mest kirkjunni að kenna. En það'þykir enskum aðalsmönnum gaman, geti þeir rakið ætt sína til einhvers af þeim sem með Vil- hjálmi voru. Að þeir með tilstyrk Landnámu gætu rakið lengra, vita þeir fæstir, eða engir, því miður fyrir oss. Meiri hluta ársins er fyrirfólkið á búgörðum sínum eða á ferðalagi. En fegursta sumartímann er það í Lundúnum, þar sem það á hús sem standa auð nema þennan stutta tíma. Svo er t. a. m. um frú Disney Leith, sem góðkunn er orðin á íslandi af margra ára komum. Var hún stödd í Lundúnahúsi sínu í Belgravía þegar eg kom til bæjar- ins, en dvelur annars annaðhvort i hinni fögru höll sinni norður á Skotlandi, eða á Wight-eyju. Frú Leith hefir ýmisiegt ritað um ísland, m. a. nokkurskonar íslandslýs- ingu handa börnum, með fögrum litmyndum. Og vel má henni falla á íslandi, að sumarlagi, að hún skuli leggja á stað norður, ár eftir ár, og vinna til að fara á mis við flest þau lífsþægindi sem hún er vön heima fyrir. Fælir sjóferðin marga frá að koma til íslands, þó að yngri séu, og ekki eigi heima í svo háum sölum, eða matist dag hvern svo, að oss hinum mundi virðast dýrðlegur veizlu- fagnaður. Frú Leith er ekkja eftir herforingja af gömlum skozkum hermannaættum, og sjálf er hún ættgöfug mjög; var afi hennar jarl af Ashburnham og minnir mig að hún segði að það yrði rakið upp til Engilsaxa á Haraldar Guðnasonar tið, en þori ekki að fullyrða það. Þangað á einnig að rekja skáldið Swinburne, og eru þau frú Leith systrabörn; var góð vinátta með frændsemi þeirra á milli þó að ýmsar skoðanir væru býsna ólíkar, því að frú Leith er trúmaður mikill (og á biblíuna held eg) eins og flest fyrirfólk enskt; en Swinburne var í óguðlegasta lagi, eftir því sem gjörist með Englendingum. Frægt er erindi eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.