Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 24
214
Jörgen Pétnr Havstein.
þegnskap Norðlendinga, er það kom upp úr dúrnum, rétt
um nýjár um veturinn, að kláðinn var kominn víða nokk-
uð um vestursveitirnar í Húnavatnssýslu. Amtmaður brá
við þegar og skipaði (21. jan.) á eigin ábyrgð niðurskurð
alls sauðfjár í sveitum þeim, er sýkin var mest, en alls
geldfjár í Húnaþingi vestan Blöndu, gegn því að aðrar
sýslur í umdæminu héti að taka þátt í skaðanum að til-
tölu við fjáreign sína1). Er það hvorttveggja, að amtmað-
ur og Norðlendingar yfirleitt töldu þetta eina ráðið til að
hefta útbreiðslu sýkinnar, og hitt annað, að í Norðurlandi
voru þá sem stóð hvorki læknar né læknisdómar, svo að
eigi þótti tiltækilegt eða vonlegt að stöðva sýk-
ina með lækningum. Kvaddi amtmaður menn úr öllum
norðursýslunum sér til aðstoðar og ráðuneytis við niður-
skurðinn og aðrar varnir, en mestu réði hann þó sjálíur
og ráðstafaði í því efni. Hélt hann amtsfund í Hólanesi
23. maí um vorið til að ræða þetta mál og voru þar sam-
þyktar Reglur til að uppræta fjársýkina í
Húnavatnssýslu og til að varna útbreiðslu
hennar. Er þar haldið fram tafarlausum niðurskurði á
öllu sýktu og grunuðu fé, ítarlegum og endurteknum rann-
sóknum á sauðfénaði og strangri gæzlu heima við hús.
Jafnframt var ályktað, að setja skyldi vörð, 20 menn, til
fyrirstöðu við Blöndu frá bygð í Blöndudal upp að jökli
og við jökulfallið. Var það tilgangurinn að reyna að
varna sýkinni að komast austur yfir Blöndu2).
Stjórnin í Kaupmannahöfn hafði hingað til sýnt all-
0 Amtmaður endaði bréf sitt með þessum orðum: „Eg fulltreysti
þvi, að mínir bæru Húnvetningar, er eg hefi skoðað sem fyrirmynd ann-
ara Islendinga hvað dugnað og drenglund snertir, láti eigi ímyndaðan
eigin hag og sérlyndi aftra sér frá að fylgja mér samhuga i framkvæmd
þess, er eitt getur frelsað þá og aðra amtsbúa frá hallæri og hungurs-
neyð“. I öðrum bréfum dags. 6. og 10. febr. brýndi amtmaður enn betur
niðurskurðinn fyrir Húnvetningum og tók fram hinar nánari roglur, er
fylgja skyldi við framkvæmd hans. Bannaði hann um leið allar lækn-
ingatilraunir, með því að þær gætu ekki samþýðst öðrum þeim ráðstöf-
unum, er gerðar hefðu verið til að sporna við útbreiðslu kláðans.
2) Norðri VI. árg. bls. 38.