Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 51

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 51
Ur ferðasögu. 241 miklir iþróttamenn, eins og orðið >muscular christianity*, vöðvakristni bendir til. Óheillastefnan, sem hinn helgi biskup Jón ögmundsson hóf öðrum fremur á Islandi, fekk miklu minni byr á Englandi, líka af því að þar bættist ekki útlend sultarkúgun ofan á svarta kirkjukúgunina, eins og á íslandi; og ekki mun það íþróttaleysi og líkams- hatur, sem svo margir af oss súpa seyðið af, til fulls hafa náð sér niðri á íslandi fyr en á 17. öld, eftir daga þeirra Odds sterka og Hrólfs sterka, sem báðir dóu skömmu eftir 1600. Sextándu aldar íslendingasögurnar eru víst nokkuð í »þjóðsögunum«, en þar þyrfti að gera betri skil. Lík- amshatrið, sem er einhver versti gallinn á því, sem menn kalla kristindóm, er annars ókristilegt, eins og má sjá af guðspjöllunum, þó að þau séu léleg sögurit og rnikið virð- ist hafa verið úr þeim felt. En af þeim virðist þó mega ráða, að Kristur hafi verið afburðamaður að afli og af- bragðs sundmaður. Og ekki þykir mér ótrúlegt, að hin dýrðlega Kristsmynd Thorvaldsens í Frúarkirkju, sem góð eftirmynd ætti að vera af í hverri kirkju á Islandi, í staðinn fyrir þessar misjafnlega vel máluðu altaristöfi- ur, hafi rétt fvrir sér um útlit hans. Það er einmitt ein- kenni hinnar æðstu listar, að ná í sannleikann, eða tals- vert af honum, jafnvel þar sem það virðist dauðlegum mönnum um megn. V. Það á ekki illa við, að snúa sér frá Pálskirkju og að Parlamentshöllinni, sem er hið veglegasta hús og ekki ósamboðið öðrum meginþættinum í hinum enska vilja til valdsins. Þinghöllin stendur við Thames-á, og er sú hlið hennar, sem að ánni snýr, 940 fet á lengd, en turnar rísa yfir höllinni svo háir, að menn verða að setja hnakkann á bak aftur áður þeir fái séð yfir upp, eins og Snorri Sturluson segir svo skemtilega í hinni óviðjafnanlegu ferðasögu Þórs til Útgarða-Loka. En það var ekki laust við, að mér fyndist eg þarna líkt á vegi staddur eins og Þór í Útgörðum, og vantaði þó bæði hamarinn og fleira; 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.