Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 27
Jörgen Pétur Havstein.
217
Húnvetninga, að uppræta sýkina og vernda amtið fyrir
frekari útbreiðslu hennar«. Lét enginn fundarmanna á
sér heyra annað, en að lækningar væru með öllu ótil-
tækilegar, enda yrði þeim ekki við komið til neinnar
hlitar. Fundurinn samdi því bænarskrá til konungs og
beiddist þess, að hinni sömu stefnu yrði framvegis fram-
fylgt í amtinu, og að frv. til reglugerðar, sem fundurinn
samþykti um valdboðinn niðurskurð, yrði gert að lögum
til bráöabyrgðar, og að stjórnin fyrirskipaði þær ráðstaf-
anir í hinum ömtunum, er væru nægilega tryggjandi til
þess, að Norður- og Austuramtinu væri ekki hætta búin
úr þeirri átt. Stóð fundur þessi í sex daga samfieytt og
voru allar tillögurnar samþyktar í einu hljóði og fundar-
gerðirnar síðan prentaðar1).
Þótt fundurinn væri svona eindreginn í tillögum sín-
um, stoðaði það alls ekkert er til stjórnarinnar kasta kom.
Ritaði hún amtm. bréf 3. nóv. um haustið, og kveðst að
vísu eigi hafa vald til að banna fjáreigendum sjálfum að
halda áfram niðurskurði, hversu bágt sem til þess sé a&
vita, en hitt kveðst hún eigi geta leyft, að embættismenn
hennar gerist oddvitar að og leitist við að koma fram
þess konar ráðstöfunum, sem bæði stjórnin sjálf og allir
sem vit hafi á hljóti að álíta rangar og til helbers skaða
fyrir helzta bjargræðisveg landsmanna. »Því verðum vér«,
segir að lokum í bréfinu, »að láta herra amtmanninn,
sýslumenn alla og hreppstjóra þá, er undir yður lúta, vita
fult og fastlega, að það sé vilji dómsmálastjórnarinnar,
að þér þrátt fyrir yðar eigin sannfæringu
um þetta mál hættið að vinna að íramhaldi
niðurskurðarins, en reynið aftur á mót,
hverí sinn stað, af fremsta megniogsvo
mjög sem í yðar valdi stendur aðhindra
niðurskurðinn, en leitast við að efla lækn-
ingar samkvæmt reglum dýralækninga-
r á ð s i n s«2).
*) Tíðindi frá amtsfundinum á Akureyri 12.—17. júli 1858. Ak. 1858,
s) Tíðindi um stjórnarmálefni íslands I, 230.