Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 56

Skírnir - 01.08.1912, Page 56
246 Ur ferðasögu. mikla fyrirtæki sem hefir kostað svo mikið af kvölum, blóði og tárum, ætli að mishepnast. Þeir sem halda að þessi mikli heimur og þessi litla, en í okkar augum þó svo óendanlega stóra jörð, og alt sem á henni er og hrærist, sé svona rétt út i bláinn, og ekki búi þar neitt meira undir, en í fljótu bragði virðist, þeir skilja auðvitað ekki hvað eg á við. En eg vona að geta útlistað það betur seinna, og held áfram að segja frá enska þinginu. Frjálslyndi eða frjálslyndari flokkurinn var kominn að völdum þegar hér segir frá, og vill sá flokkur m. a. losa skólana svolítið undan yfirráðum kirkju og klerklegs anda, og halda svolítið í hemilinn á herkostnaði, en verja aftur fénu til mannfélagsumbóta. Er hinn vitri og hugprúði Lloyd George þar fremstur í flokki. Nærri 700 miljónum er varið til énska flotans árlega, og er það býsna mikið fé. En ihaldsmenn halda því fram, að þetta sé of lítið, og ætt- jörðinni sé hætta búin ef ekki sé betur að verið, og slá yfirleitt á strengi þessarar forntízku föðurlandsástar, sem er mest sambland af elsku fyrirfólksins á sínum eignum og yfirráðum og svo heimsku gagnvart útlendingum og hatri á þeim. Og svo eru auðvitað einhverstaðar þessir stórauðugu námu- og verksmiðjueigendur, sem mest græða á því, að skipin séu bygð. En mér virðist ættjarðarástin ekki stefna rétt, fyr en hún miðar að því, að gera hverja þjóð eins og að einni ætt, þar sem hver styður annan til þess að verða það, sem hann getur bezt orðið. Og þar gætu Islendingar verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, og verða vónandi þegar þeim vex vit, því að þeir mega þjóð heita fremur en nokkur önnur þjóð, eru náskyldari hverir öðrum, og meðalgreindin meiri; eða að minsta kosti leyn- ist meiri greind með þeim. En leynist því miður oft svo, að það er varla eða ekki hægt að finna hana. Þenna dag sem eg hlýddi þarna á urhræður, leiddu einkum saman hesta sína, Wyndham, sem eg nefndi áð- án, og einhver úr flotamálastjórninni, mig; minnir það væri Mc Kenna, og horfðust í augu af engúm vinahug; báðir 'eru ræðusnillingar, og þó einkum Wyndham; það

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.