Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 78
268
Um talshætti i íslenskn.
bökuninni. Eða stendur »refar* hjer í alt annari merk-
íngu en refur = tóa?
b) »Að vera (verða) þyrnir í augum e-s = að öðrum er
illa við mann og skoðar hann sem mótstöðumann eða
hindrun, er víst allúngur talsh. Jeg hef ekki aðra úr
jurtaríkinu.
7. Loks eru nokkrir talshættir, sem eru mjer óljósir
að uppruna til, þótt hin almenna merking sje ljós. — »Að
gánga koll af kolli* = að fara frá einum til annars, svo
að hver liður í röðinni verður snortinn. Er »kollur« hjer
sama sem höfuð (»höfuð af höfði* = mann af manni)?;
það hjelt Guðbrandur Vigfússon; þó mætti vera að það
væri = þúfnakollur.
»Að vinna fyrir gíg« = að vinna fyrir ekkert, fá
ekkert upp úr vinnu sinni; en hvað merkir »gíg«?; af
»gýgur« getur það ekki komið, því að þá hlyti orðið að
vera »gýgi«, gígur = eldgigur sýnist ekki fela í sjer neina
rjetta hugsun. Bj. Hald. hefur lika »gígur« = lofthola í
eldstó; ef það er sá »gígurinn«, hver er þá hugsunin?
»Að koma e-u eða e-m fyrir kattarnef* = að eyði-
leggja e-n (e-ð). Er talsh. dreginn af græðgi kattarins
(sbr. »helvítis kötturinn jetur alt«), svo að hugsunin sje,
að alt, sem kemur nærri nefi kattarins og kjafti, sje þar
með óðar gleypt og horfið?
»Að bera kvíðboga fyrir e-u« = að vera kvíðinn um
e-ð. En hvað er »kvíðbogi«?; -bogi?, er það bogi til að
strjúka hjóðfærastrengi?
»Að láta sjer í ljettu rúmi liggja* = að hirða lítt um
e-ð. Þessi talsh. mun vera eiginlega afbakaður; »ljett eða
þúngt« rúm var vist fyrir utan hugmyndir manna á fyrri
öldum. En til var talshátturinn »að láta sér e-ð í m i k 1 u
(eða litlu) rúmi liggja« og það er skiljanlegt; »að láta
sjer eitthvað vera fyrirferðarmikið«, þ. e. stórt og merki-
legt, sem vert væri að athuga og halda fram, var eðli-
legt, og þá líka hið gagnstæða: »að liggja í litlu rúmi«,
vera fyrirferðarlítið og ómerkilegt. Eg efast ekki um, að