Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 49

Skírnir - 01.08.1912, Page 49
Úr ferðasögu. 2391 Wellington, og var einkennilegt að sj'á í þessu musteri öll þessi vígalegu og mjög svo ókristilegu minningarmerki, illúðleg ljón og kanónur, og stingur þetta mjög í stúf við helgra manna myndirnar í kaþólskum kirkjum. Mér fanst andinn þarna inni vera að sumu leyti svo líkur því sem hefði getað verið í Júppítershofi hjá Rómverjum, eða ef til vill öllu heldur í musteri herguðsins, og það virtist alveg greinilegt, að sá guð sem þarna var verið að lofa, væri eriginn allsherjarguð, heldur guð Englendinga, og sérstaklega guð fyrirfólksins enska. Areiðanlega ekki sami guðinn sem Hohenzollarafáninn yfir keisarahöllinni í Berlín heimtar til fylgis við þýzka keisarann, ætt hans og fólk. Engurn virtist neitt undarlegt, að hafa þessar vígaminningar og eftirmyndir af morðtólum í guðs húsi; en það væri fróðlegt að heyra þau hnejrkslunaróp, sem mundu kveða við, ef stungið væri upp á að reisa t. a. m. Byron líkneski í Pálskirkju, Byron, sem hefir þó sjálfsagt verið talsvert likari Kristi heldur en járnhertoginn sann- trúaði. En þó verður að segja það Wellington til hróss, að hann grét við Waterloo, þegar hann sá rauðfrakkana liggja í blóði sínu. En svo kvað Byron: The drying of a single tear has more Of honest fame than shedding seas of gore. Að þurka tár, þótt ei sé nema eitt, fær æðri frægð en manndráp geta veitt. Aldrei hefi eg heyrt sálma jafn gersneydda allri anda- gift eins og þá sem þarna voru sungnir; en söngurinn meir en bætti það upp. Það var eins og það væri engils- rödd, sem söng orðin: 0 trinity, o unity o. s. frv. Og hvílíkt organ; hvílík unun að heyra leikið af list á slíkt hljóðfæri; það er eins og dunandi foss færi alt í einu að syngja eftir því sem tónameistarinn legði fyrir hann. Ekkert huggar eins vel, ef illa liggur á manni, eins og að heyra slíkan organsöng; aldrei verður maður eins von- góður um, að alt muni fara vel á endanum, þótt erfiðlega áhorfist. Oft hefi eg furðað mig á því, að þetta sannkall- aða náðarmeðal, organsöngurinn, skuli ekki vera betur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.