Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 90

Skírnir - 01.08.1912, Side 90
280 Ritfregnir. ins og gróðrarfar og loks dyrariki þess. Ýmsir af þessuiu köflum eru aftur í mörgum undirdeildum, eftir efni, og sjnir þetta, hve margbreyttan fróðleik bókin hefir að geyma, fróðleik, sem tíðast er klæddur í svo alþýðlegau búning, að flestum mönnum, sem annars geta skilið mæit mál, en vorkunnarlaust að hafa fult gagn af bók- inni, með því líka að sk/randi inngangur er að þeim köflum, sem hættast er við að almenning mundi vanta skilyrði fyrir skilningi á efninu í. Bókin er því regluleg alþ/ðubók, sem eg b/st við að nái með tímanum mikilli hylli hjá öllum þeim mönnum, lærðum og ólærðum, sem hafa ánægju af fræðslu, sórstaklega um náttúru lands vors. En hún hefir líka afarmikið vísindagildi, og eg hygg að það megi fyllilega jafna henni, það sem hún nær, við hina frægu ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna, nema að hún hefir þann kost fyrir oss, fram yfir hana, að hún er samin á íslenzku, að eg ekki nefni það, að hún hvílir á þeirri þekkingu, sem menn hafa á náttúru landsins í byrjun 20. aldar, en hún er æði mikið meiri, en sú þakking, sem menn höfðu á síðari hluta 18. aldar. — Við þetta bætist allur sá fjöldi af heimildarritum, sem höf. vitnar f, og hl/tur að vera mikils virði fyrir þá sem vilja rannsaka sögu landssins og náttúru; í þessu tilliti gefur bókin Landfræðissögu höfundarins lítið eftir. Þessi íslandsl/sing Þorvaldar er eins og góður og fróður fylgd- armaður, sem vísar mönnum veginn um landið þvert og endilangt, yfir fjöll og firnindi, hraun og m/rar, öræfi og sanda, ár og vötn og sjóinn með, og fræðir mann um hvað eina, sem fyrir augun ber, og það er harla mart og margvíslegt; og það er ekki að furða, þó að bókin só góður vegvísari, því að hún er í því tilliti sama og höfundurinn sjálfur, en hann er líklega kunnugri landinu, náttúru þess og sögu, en nokkur annar maður, sem nú er uppi,. og er svo lótt um að lysa og segja frá, eins og margir kannast við af eldri ritum hans, að maður þreytist seint við lesturinn. Skemti- legastir eru, finst mér, kaflarnir um árferði, jökla, hraun og eld- fjöll, enda á höfundur fáa sína líka í jarðeldafræði. Annars er ógerningur að fara að tala ytarlega um hvern einstakan kaflar það yrði of langt mál. — Til sk/ringar og stuðnings I/singum og efni er í bókinni margt af kortum og fjöldi mynda, eftir útlenda eða innlenda menn, og margar þeirra mjög góðar. —■ Prentun og frágangur eru góð, nema hvað vantar allvíða brodda yfir stóra stafi. Ómögulegt er hjá því að komast, að eitthvað só af villum eða ónákvæmni í svona stóru riti og jatn-fjölbreyttu að efni, er einn-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.