Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 53
Úr íerðasögu.
245
það ennþá miklu meiri skaði, að ættingjar Byrons skyldu
brenna það rit hans sem bezt yar og mest vert um, æfi-
sögu sjálfs hans í óbundnu máli, Þeim þótti hún ekki
nógu sið8amleg. Hversu viðbjóðsleg hræsni. Eins og
Byron, þessi þýði og viðkvæmi kvennavinur væri ekki
einna siðlegastur, og þegar hami var orðinn nógu þrosk-
aður og harðnaður til að vera nógu fylginn sjálfs síns
eðli, langsiðlegastur af lávörðunum. Það er hálfgert vand-
ræðaorð þetta. Eg segi af ásettu ráði ekki siðsamastur,
því að Byron var nokkuð sér um sið. En dálitla bend-
ing um það, hvernig Englendingar voru í svonefndum
siðsemisefnum nokkru fyrir daga Byrons má sjá af því,
að jarlinn af Pembroke (ef hann hét þá ekki eitthvað
annað) þurfti um 360 stúlkur á ári; hann vildi enga leng-
ur en eina nótt. Og ekki var líf hans eitrað af illvilja
samlanda hans, eins og æfi Byrons; en þess er heldur
ekki getið, að hann hafi verið afburða gáfumaður. Þessi
Hrútur jarl mun hafa verið niðji þess Pembroke, sem
náði unnustu Shakespeares frá honum, og fekk það skáld-
jöfrinum svo mikils harms, að honum lá við að bugast.
Mann furðar á öðru eins, því að skemtilegur viðtals mun
skáldsnillingurinn verið hafa, og fríður sýnum og öflugur.
En kvenfólkið er svo undarlegt. Það var einu sinni stúlka,
sem vildi ekki Erling af Sóla, fyr en hún var að heita;
mátti neydd til að eiga hann; og svo að eg fari ekki
svona langt aftur í sögur: um daginn sá eg þokkalega
unglingsstúlku vera að kyssa hund, ferfættan hund. Mér;
fanst eg eins og skilja betur en áður, hvers vegna sumum
mannhundum getur orðið betra til kvenna en vera ætti.
VI.
Afar-eftirtektavert þótti mér hvað margir af lávörð-
unum voru íslendings- eða Norðmannalegir, en þó enginn,
eins og sá, sem einna fríðastur hefir verið í þeirri sveit,
og bláeygðastur, Byron skáld. Langbezt sýnir þetta mynd
Thorvaldsens af Byron, sem er gerð af svo mikilli list, að
sá undrast, er á hana lítur af nokkrum verulegum skiln-
16*