Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 42
Úr ferðasögu
(framhald).
Frá Lundúnum.
I.
Tveir kaflar úr þessari ferðasögu minui hafa áður
komið í Skírni, og held eg nú áfram og segi frá ýmsu,
sem mér hugsaðist meðan eg var á Englandi, og raunar
áður og síðan. Ferðasögur eru svo hentugar í höndum
þeirra, sem á kunna að halda, til að fræða og ef til vill
skemta svolítið líka; en það þarf helzt að fara saman,
einkum þar sem um eitthvað sögukyns er að ræða. Og
ferðasögur eru að ekki litlu leyti Islendingasögur, sem
oss ætti að þykja ennþá miklu vænna um, en oss þykir.
Ekki sízt er mikið af Egils sögu ferðasaga, og oft hlýtur
íslendingi að koma Egill í hug á Englandi, og skemtilegra
var að vera Islendingur þá, ólamaður, og oft höfði hærri
en allur iýðurinn. Egill hefði átt kost á að verða jarl á
Englandi, og auka þar kyn sitt svo að hann ætti nú, guð
veit hvað mörg hundruð þúsund Englendinga að afkom-
endum, og allan aðalinn. En svo fór, eins og kunnugt
er, að það eru Islendingar, sem hann á að afkomendum,
og er það vel; því að margt gott mátti af honum erfa,
og einhverstaðar er það í rótinni, þó að lítið beri á þvi
sem bezt var, ennþá. En það má óefað græða það upp.
Eg hef það af Agli og öðrum, að það er talsverð
ferðalöngun í mér, með köflum, og hefði eg sjálfsagt víða
farið, hefði eg verið eins efnaður og hann. En það er
nú ekki því að heilsa. Carlsbergsjóðnum átti eg mest að