Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 93

Skírnir - 01.08.1912, Page 93
Ritfregnir. 283 frumdrættiua að sögu þjóðar vorrar og bókmenta hennar, og talið upp helztu skáld vor á 19. öldinni. Segir kann síSan frá æfiatriS- um Steingríms Thorsteinssonar og starfi hans í þjónustu íslenzkrar menningar, hinum mörgu ágætu þýðingum hans á listaverkum annara þjóða, o. s. frv., og tekur loks til meðferðar kvæði hans. Flytur bókin 60 sýnishorn þeirra. ÞaS ei fyrir löngu viðurkent, að Poestion lætur flestum betur að þýða íslenzk kvæði, og er hrein snild á sumum þýðingum hans. Skal eg t. d. setja hór þýðinguna á kvæðinu »Norðurljósin« : Es schweben und beben, es spielen nnd flammen und schiessen zusammen die Nordlichter knisternd am tiefhlauen Himmel, wo matter hindurchblinkt der Sterne Grewimmel. Wie herrlich sie spriih’n und funkeln und gliih’n in winterlich heiterer, windstiller Nacht, die Sále des Poles durchleuchtend voll Pracht. Wie blitzgleich entstehende Farben sich spalten, wenn flatternd sich wehende Schleier entfalten mit Streifen in Griin, Violett und in Gold, so leicht wie von magischen Hánden entrollt! Sie schwingen in Falten sich, lohen und flimmern; und sieh, wie in Buchten sich spiegelnd, sie schimmern, wie fern sie die weissen G-efilde umgleissen und glitzernd bestrahlen den Gletscher, den kahlen, die Firnen und Wehen, das Eisfeld der Seen und bunt so die weite Polaröde malen! En bókin hefir orðið annað og meira en haglega gerð mynd af lífi Steingríms og Ijóðum, hún hefir jafnframt orðið bók um ís- lenzka náttúru og íslenzkt þjóðlíf, því utanum kvæði Steingríms, sem sjálf eru hin fegursta skuggsjá lands vors og þjóðar, hefir Poestion gert umgerð sem ber útlendum lesendum þá birtu er þarf til að sjá og skilja hvorttveggja í senn, skáldið, og landið og þjóðina sem það yrkir um. Bókin skilur eftir í huga lesandans mynd af einkennilega fögru landi, merkilegri þjóð og tignu skáldi. Og það hygg, eg að aldrei hafi íslenzku skáldi verið gefin svo fögur afmælisgjöf. Guðm. Fimibogason.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.