Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 66

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 66
256 TJm talshætti í íslensku. merkíng. Eins er hitt ekki síður skiljanlegt, að orða- tiltækið »að geta (ekki) leyst þann og þann hnút«, sem er svo alment í daglegri reynslu, fær þýðínguna: »að geta (ekki) ráðið út úr e-u, skilið e-ð, fengið e-u lokið*. — »Að binda endahnútinn á e-ð« == að leiða e ð til lykta. Svo má segja, að úr almennri reynslu sje tekinn talsh. »að e-ð fari fyrir ofan garð eða neðan«, þ. e. fram hjá bæ, svo að ekki sje tekið eftir vegfaranda; bendir talsh. til þess sem er eða var svo alment, að riðið var eða farið um hlaðið. Talsh. merkir, að maður láti eitthvað »eins og vind um eyrun þjóta« (sem og heyrir hjer undir), virði það einskis eða láti það engin áhrif á sig hafa. — En þegar einhver segist eða þykist hafa gjörsamlega hrundið e-u eða ónýtt e ð, segir hann, að »nú standi ekki steinn yflr steini lengur«; þetta er tekið af niðurbroti steinhúsa; talsh. er því ekki íslenzkur að uppruna; á Islandi voru ekki steinhús, sem gætu valdið upphöfum talsháttarins; því að ekki mun hann stafa frá niðurbroti steinvarðna. 2. Þá kemur a n n a r flokkur, og er hann raunar skyldur þeim fyrra; talshættir, sem í honum eru, eru leiddir af sjerstaklegri eigin reynslu, líflnu innanhúss og búskap m. m. a) Jeg byrja með talshætti sem hafður er um konur, sem eru að eiga börn; þær er oft sagt að »liggi á gólfi* eða »leggist á gólf«; orðatiltækið bendir til afgamals sið- ar sem er löngu horfinn, þess, að konur voru beinlínis látnar liggja á hnjám og olbogum á gólfinu, þegar þær voru að fæða; það var þá talin besta aðferðin. Orða- tiltækið helst enn í dag og haft alment um »að liggja á sæng«. — »Að verða e-m leistur í annan skó, ef . . . .« merkir »að verða e-m erfiður, þúngur, til hindrunar«, ef jeg hef skilið rjett; þó er mjer ekki vel ljóst, hvernig talsh. hefur fengið þá þýðíngu; er »annar skór« skórinn á öðr- um fætinum eða annar en sá eða þeir sem maður hefur á fótunum? — »Að vera á betri brókunum« (liklega = sparibrókunum) er sama sem að þykjast vel haldinn, um .mann sem eitthvað happ hefur hent eða hefur áskotnast e-ð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.