Skírnir - 01.08.1912, Qupperneq 66
256
TJm talshætti í íslensku.
merkíng. Eins er hitt ekki síður skiljanlegt, að orða-
tiltækið »að geta (ekki) leyst þann og þann hnút«, sem
er svo alment í daglegri reynslu, fær þýðínguna: »að geta
(ekki) ráðið út úr e-u, skilið e-ð, fengið e-u lokið*. —
»Að binda endahnútinn á e-ð« == að leiða e ð til lykta.
Svo má segja, að úr almennri reynslu sje tekinn talsh.
»að e-ð fari fyrir ofan garð eða neðan«, þ. e. fram hjá
bæ, svo að ekki sje tekið eftir vegfaranda; bendir talsh.
til þess sem er eða var svo alment, að riðið var eða farið
um hlaðið. Talsh. merkir, að maður láti eitthvað »eins
og vind um eyrun þjóta« (sem og heyrir hjer undir), virði
það einskis eða láti það engin áhrif á sig hafa. — En
þegar einhver segist eða þykist hafa gjörsamlega hrundið
e-u eða ónýtt e ð, segir hann, að »nú standi ekki steinn
yflr steini lengur«; þetta er tekið af niðurbroti steinhúsa;
talsh. er því ekki íslenzkur að uppruna; á Islandi voru
ekki steinhús, sem gætu valdið upphöfum talsháttarins;
því að ekki mun hann stafa frá niðurbroti steinvarðna.
2. Þá kemur a n n a r flokkur, og er hann raunar
skyldur þeim fyrra; talshættir, sem í honum eru, eru leiddir
af sjerstaklegri eigin reynslu, líflnu innanhúss og búskap
m. m.
a) Jeg byrja með talshætti sem hafður er um konur,
sem eru að eiga börn; þær er oft sagt að »liggi á gólfi*
eða »leggist á gólf«; orðatiltækið bendir til afgamals sið-
ar sem er löngu horfinn, þess, að konur voru beinlínis
látnar liggja á hnjám og olbogum á gólfinu, þegar þær
voru að fæða; það var þá talin besta aðferðin. Orða-
tiltækið helst enn í dag og haft alment um »að liggja á
sæng«. — »Að verða e-m leistur í annan skó, ef . . . .«
merkir »að verða e-m erfiður, þúngur, til hindrunar«, ef
jeg hef skilið rjett; þó er mjer ekki vel ljóst, hvernig talsh.
hefur fengið þá þýðíngu; er »annar skór« skórinn á öðr-
um fætinum eða annar en sá eða þeir sem maður hefur á
fótunum? — »Að vera á betri brókunum« (liklega =
sparibrókunum) er sama sem að þykjast vel haldinn, um
.mann sem eitthvað happ hefur hent eða hefur áskotnast e-ð.